Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 164
Exposure (framhald)
Orðabók Araar og Örlygs birtir nokkur íslensk
nafnorð sem eiga að samsvara exposure: 1. skjólleysi,
varnarleysi; 2. afhjúpun; 3. horf; 4. lýsing Ijósmyndar;
5. lýsingartími (filmu); lýsingarmagn; 6. einstök mynd
eða myndflötur (á filmu); 7. útburður (barns); 8. (íjarð-
frœði) opna. Iðorðasafn lækna gefur þrjú orð: 1. af-
hjúpun, opnun. 2. berskjöldun. 3. geislaskammtur.
Læknisfræðiorðabók Dorlands tekur á málinu á
svipaðan hátt: 1. sú athöfn að opna, s.s. við skurð-
aðgerð; 2. sú staða að verða fyrir einhverju (sýklum,
veðri, geislun) sem getur haft skaðleg áhrif. 3. (í
geislafrœði) mœlikvarði geislunar; 4. (í geislafrœði)
margfeldi geislastyrks og tímalengdar.
Leitað var í nokkrum erlendum orðabókunt til
viðbótar, en ekki bættist margt við. Algengustu lýs-
ingarnar á merkingu exposure má draga saman
þannig: sá verknaður að láta einhvern verðafyrir ein-
hverju eða sú staða að verða fyrir einhverju. Fjöl-
breytt notkun nafnorðsins exposure kemur vel fram
í ljósmyndafræði. Þar er það notað um 1. myndsvæði
á filmu sem hafa orðið fyrir eða eiga eftir að verða
fyrir ljósgeislun; 2. tímann sem filrnan var látin verða
fyrir ljósgeisluninni; 3. þann verknað að láta filmu
verða fyrir Ijósgeislun.
Orðaleit
Undirritaður gerði tölvuleit í gagnasafni Medline og
skoðaði fyrirsagnir og útdrætti fræðigreina til að fá
tilfinningu fyrir því hvernig nafnorðið exposure væri
notað. I flestum tilvikum kom notkunin ekki á óvart.
Menn, tilraunadýr eða frumur voru í þeirri stöðu að
þau höfðu eða gátu hafa orðið fyrir áhættuþætti eða
beinum skaðvaldi. Algengust var samsetningin ex-
posure to (drugs, radiation, bacteria, viruses, chemi-
cals), en í suntum tilvikum birtisl nafnorðið exposure
á eftir lýsingarorði (bacterial, clinical) eða öðru nafn-
orði (drug, radiation, rodent). í fyrirsögnunt sást til-
hneiging til að raða saman orðum (chronic prenatal
ethanol exposure) og sleppa samtengingum. Sam-
setningarnar birtust því oft aðeins í fullri lengd í með-
fylgjandi útdrætti: exposure of (mice, medical
students, general practitioners) to (radiation,
primary care, continuing education).
Almenn leit á netinu leiddi í ljós að nafnorðið
exposure kemur einnig fyrir í íþróttafræði, listfræði,
ljósfræði, raftæknifræði, tölvufræði og viðskipta-
fræði, en ekki var gerð tilraun til að elta það allt uppi.
Notkunardæmi
I langflestum greinunum var notkun nafnorðsins
exposure eins og að ofan er lýst, hefðbundin og
nokkuð skilmerkileg. Eitt notkunardæmið vakti sér-
staka athygli undirritaðs: Patients with recent expo-
sure to antidepressants were excluded. Hvað voru
greinarhöfundar að reyna að segja? Útilokuðu þeir
ekki aðeins þá sjúklinga sem vitað var að hefðu tekið
geðdeyfðarlyf, heldur einnig þá sem gætu hafa tekið
slík lyf? Ekki varð ráðið í það af samhenginu hvemig
þýða ætti setninguna á íslensku til að skila merking-
unni af fullri nákvæmni.
I grein um útbreiðslu tiltekinnar sýkingar á sjúkra-
húsi kom fyrir setningin: The patients were notified
about potential exposure and were offered free testing.
Auðvelt er að þýða þessa setningu þannig að nafn-
orðið exposure sé ekki þýtt sérstaklega: „Sjúklingun-
um var tilkynnt um mögulega smithættu og boðin
ókeypis prófun."
í dýratilraun voru skoðuð áhrif tiltekinna lyfja á
ofvirkar mýs. í frásögninni kom fyrir setningin: This
activity was exacerbated by exposure to a novel
environment. Hana má þýða á nokkra vegu. Einfald-
ast er: „Þessi (of)virkni jókst í nýju (nýstárlegu) um-
hverfi.“ Nákvæmara er ef til vill: „Þessi virkni var
aukin þegar þeim (músunum) var komið fyrir í nýju
umhverfi.“ Stirðlegast er svo: „Þessi virkni var aukin
þegar mýsnar urðu fyrir nýju umhverfi." Að iesand-
anum laumast sá grunur að notkun orðsins exposure
í þessum texta sé dæmi um óhæfilega formfestu og
svonefnda stofnanamállýsku.
Úr lyfjafræöi
Jóhann Lenharðsson, lyfjafræðingur, var svo vinsam-
legur að senda í tölvupósti nokkur dæmi um notkun
heitisins exposure í lyfjatextum. Hann lýsti þeirri
skoðun sinni að heitið væri „í tísku“, og þó að sú tíska
myndi væntanlega renna sitt skeið eins og fleira, yrði
varla hjá því komist að leita hentugra leiða til þýðinga.
Data on limited number of exposed pregnancies
are available. Hér kemur upp nokkur vandi ef setn-
ingin er þýdd beint og án samhengis: Upplýsingar
(gögn) eru til reiðu um takmarkaðan fjölda þungana
sem urðu fyrir (einhverju). Umræðan snýst þó um lyf
og af samhenginu má gera ráð fyrir að upplýsingar
séu til um þungun hjá þeim takmarkaða íjölda kvenna
sem lyfið tóku (notuðu). Aftur er freistandi að spyrja:
Hvað er átt við? Hvers vegna er ekki sagt ótvírætt að
um sé að ræða þunganir hjá konum sem „notuðu“
lyfið? Er verið að vísa í þunganir kvenna sem á ein-
hvern annan hátt „urðu fyrir“ lyfinu?
Low systemic exposure to the product was demon-
strated. I þessu tilviki er verið að fjalla urn lyf sem er
notað staðbundið, en dreifist einnig í litlum mæli um
líkamann. Segja má: Sýnt var fram á litla almenna
dreifingu efnisins.
Framhald í næsta blaði.
Jóhann Heiðar
Jóhannsson
johannhj@landspitali.is
Jóhann Heiöar er meina-
fræöingur á Landspítala
Hringbraut.
Læknablaðið 2004/90 261