Læknablaðið - 15.03.2004, Síða 74
LAUSAR STÖÐUR
fea
Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri
Staða yfirlæknis
í háls-, nef- og
eyrnalækningum
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis í háls-, nef- og
eyrnalækningum við Fjóróungssjúkrahúsið á Akur-
eyri. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í háls-,
nef- og eyrnalækningum. Starfinu fylgir vaktskylda,
þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og í rannsókna-
vinnu. Staðan veitist frá 1. janúar 2005, eða eftir
samkomulagi.
Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekk-
ingu, ásamt hæfileikum á sviði samskipta og sam-
vinnu.
í umsókn skal gerð grein fyrir náms- og starfsferli,
rit-, kennslu- og stjórnunarstörfum svo og sérstök-
um áhugasviðum faglegs efnis.
Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöð-
um, sem fást hjá landlæknisembættinu, ásamt fylgi-
skjölum. Umsóknir skulu vera í tvíriti og berast til
Þorvaldar Ingvarssonar, framkvæmdastjóra lækn-
inga, að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrar-
landsvegi, 600 Akureyri, sem einnig veitir nánari upp-
lýsingar í síma 463 0109 eða í netfangió thi@fsa.is
Einnig veitir upplýsingar núverandi yfirlæknir, Eiríkur
Páll Sveinsson í síma 463 0885, eða í netfangið
eirikur@fsa.is
Starfskjör fara eftir kjarasamningi Læknafélags ís-
lands við fjármálaráðuneytið.
Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Öllum umsóknum
verður svarað.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
HEILSUGÆSLA RANGÁRÞINGS
auglýsir
Heilsugæslulæknir
Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslu Rangár-
þings er laus til umsóknar.
Æskilegt er að umsækjandi hafi viðurkenningu sem
sérfræðingur í heimilislækningum. Um er að ræða
100% stöðu sem unnin er bæði á Hellu og Hvols-
velli. Staðan er laus nú þegar. Laun eru samkvæmt
úrskurði kjaranefndar.
Umsóknarfrestur er til 20. mars 2004. Öllum um-
sóknum verður svarað.
Við mat á umsóknum verður lagt mikið upp úr eigin-
leikum sem lúta að samstarfi og sveigjanleika, skipu-
lögðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og hæfni í
samskiptum.
Nánari upplýsingar veita Þórir B. Kolbeinsson lækn-
ingaforstjóri í síma 487 5123, Guðmundur Bene-
diktsson yfirlæknir og Agnes Antonsdóttir fram-
kvæmdastjóri í síma 487 8126.
Umsóknum skal skila á viðeigandi eyðublöðum sem
fást á skrifstofu landlæknis til framkvæmdastjóra
Heilsugæslu Rangárþings, Öldubakka 4, 860 Hvols-
velli.
Heilsugæsla Rangárþings starfrækir heilsugæslu-
stöðvar á Hellu og Hvolsvelli. Þar starfa þrír læknar
og sinna ca. 3100 íbúum. Stöðvarnar eru vel búnar
meö góðri vinnuaðstöðu. í sveitarfélögunum eru ný
íþróttahús og sundlaugar. Þar er mjög barnvænt
umhverfi með einsetnum skólum og leikskólum.
Miklir útivistar- og tómstundamöguleikar, 18 holu
golfvöllur, hestamennska, veiðar og fleira. Einnig
tónlistarskóli og öflugt kórastarf. Klukkustundar
akstur er til Reykjavíkur.
www.laeknabladid.is
270 Læknablaðið 2004/90