Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 5

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS 11 M R Æ Ð fl 0 G F R É T T I R 276 Af sjónarhóli stjórnar LÍ: Konur í stjórnum, skiptir það máli? Hulda Hjartardóttir 277 Öldungadeild LÍ Védís Skarphéðinsdóttir 278 Læknar bera ábyrgð á tóbaksvörnum Rætt við Göran Boethius um bann við reykingum á sænskum veitingahúsum og fleira Þröstur Haraldsson 279 Formannafundur Læknafélags íslands 280 Að miðla þekkingu milli lækna Hringborðsumræður um hlutverk og stöðu Læknablaðsins í bráð og lengd Þröstur Haraldsson 286 Sagan og 55 ára læknar á vakt Valur Þór Marteinsson 287 Eru tímaritin á biðstofunni smitvaldur? Þröstur Haraldsson 290 Opið aðgengi og rafræn geymslusöfn vísindagreina Sólveig Þorsteinsdóttir 294 Sagan stendur hjartanu næst Kransæðasjúkdómar í sögunnar rás Bengt W. Johansson 298 „Ekki-stera“ bólgueyðandi lyf Kostir og gallar nýrrar kynslóðar húðlyfja. Ekki undralyf fyrir alla Gísli Ingvarsson 299 Menning og meinsemdir - aldarminning Jóns Steffensen prófessors 1905-2005 Védís Skarphéðinsdóttir F A S T I R P I 8 T L A R 303 íðorð 174: Málfarsnöldur Jóhann Heiðar Jóhannsson 305 Broshorn 56: Oföndun og endurlífgun Bjarni Jónasson 306 Þing/styrkir/Iausar stöður 308 Okkar á milli 309 Sérlyfjatextar 305 Minnisblaðið Landlæknisembættið rannsakar Vioxx Þröstur Haraldsson Mannslíkaminn er fleirum við- fangsefni en læknavísindunum. Myndlistarmenn unnu lengi framan af öldum að því að fanga hann í fast efni, til dæmis marmara eða olíu á léreft, með undraverðum árangri. Enn er þetta víða undir- staða listmenntunar og sumir segja að með æfingu og færni í módel- teikningu séu manni flestir vegir færir. Margir samtímalistamenn vinna með líkamann sem aðalefni- við en mikil breyting hefur orðið á vinnubrögðum og nálgun. Bylting varð á síðari hluta síðustu aldar þegar listamenn tóku að beita líkamanum með mun beinskeyttari hætti í listsköpun, sem raunveru- legan efnivið, tæki eða listmiðil. ( gjörningum og hinni svokölluðu líkamslist voru möguleikar og mörk líkamans könnuð. Sirra Sigrún Sigurðardóttir (f. 1977) er höfundur Ijósmyndar- innar Determinalism #2 frá 2004. Þetta er eins konar felu- mynd, því í einsleitu mynstri rúm- fatanna leynast líkamar íklæddir rauðköflóttum fötum. Hugmyndin er einföld og útfærslan látlaus og langt frá öfgum fyrrnefndrar líkamslistar en hún byggir að nokkru leyti á henni. Með því að vinna með líkamann sem hlut kannar Sirra félagslegar aðstæður og veraldlegt umhverfi mann- fólksins. Þess ber að geta að myndin hefur verið sýnd í sam- hengi við stærra verk sem sett var fram sem eins konar skýringar- mynd úr kennslubók og þannig virkaði hún sem einhvers konar rannsókn eða myndskreyting á sannindum. Titillinn vísar einnig í stærra samhengi uppfundins isma sem gengur út frá skilyrð- ingu eða nauðhyggju. Ljósmyndin sýnir manneskjuna og umhverfi hennar í einsleitu Ijósi og spurn- ing vaknar hvort fari á undan. Út frá líffræðilegu sjónarhorni er hæfni til að líkja eftir umhverfinu með felulitum lífsnauðsyn margra dýra en hæfileikar mannsins til að breyta umhverfi sínu bjóða upp á að dæminu sé snúið við. Þá er spurning hvort rauðköflótta mynstrið sé táknrænt á einhvern hátt eða aðeins fagurfræðilegt val listamannsins. Meó hjálp manns- líkamans vinnur Sirra í ýmsa ólíka miðla. Hún hefur meðal annars notað minni úr fjölleikahúsum sem eru gamalgróin umgjörð um öfga- kennda hæfileika akróbata, furðu- vera og fjöllistafólks. Markús Þór Andrésson Læknablaðið 2005/91 229

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.