Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Síða 9

Læknablaðið - 15.03.2005, Síða 9
RITSTJÓRIUARGREiniAR Þróun í skurðmeðferð yið brjóstakrabba- meini og staðan hérlendis Brjóstakrabbamein er algengasti illkynja æxlis- vöxtur hjá konum á Vesturlöndum og fer nýgengi þess vaxandi. Grunnmeðferð sjúkdómsins er skurð- aðgerð en viðbótarmeðferð (adjuvant treatment) af ýmsu tagi er æ oftar beitt. Skurðaðgerðir við brjóst- akrabbameini beinast annars vegar að brjóstinu sjálfu og hins vegar að eitlum í holhönd. Markmiðið er að ná staðbundinni stjórn (local control) á sjúk- dómnunr og koma í veg fyrir meinvörp, auk þess að veita upplýsingar um sjúkdómsstig. Umfang þessara aðgerða hefur verið í stöðugri þróun síðustu hálfa öld, eða allt frá ofurróttæku brjóstnámi (superradi- cal mastectomy) þar sem brjóstið allt, holhandar- eitlar og eitlar í fremra miðmæti var fjarlægt til hluta- brottnámsaðgerða sem tóku að ryðja sér til rúms upp úr 1970. Fjölmargar rannsóknir hafa staðfest að árangur af hlutabrottnámi á brjósti, séu ábendingar og frábendingar virtar, er sambærilegur við árangur af fullu brjóstnámi, að minnsta kosti ef geislameð- ferð er gefin á eftirstæðan brjóstvef. Þróun brjóstn- ámsaðgerða hefur þannig verið í átt að æ minni aðgerðum. Þrátt fyrir það hefur lifun sjúklinga batn- að. Það má að hluta skýra með því að sjúkdómurinn greinist fyrr nú en áður var (stage migration) en að hluta vegna betri viðbótarmeðferðar. Eitlanám úr holhönd er hluti af skurðmeðferð brjóstakrabbameins eins og að ofan greinir. Eitla- námsaðgerðir eru gerðar bæði til þess að fjarlægja æxlisvef, séu eitlameinvörp til staðar, og til að afla upplýsinga um sjúkdómsstig til þess að leggja til grundvallar við ákvörðun á fylgimeðferð. Reynt hefur verið að taka að minnsta kosti 10 eitla til að fá örugga vitneskju um sjúkdómsstig. Með aukinni árvekni kvenna fyrir brjóstakrabbameini, kembi- leit að sjúkdómnum með röntgenmyndatöku og almennt opnari umræðu um krabbamein og krabba- meinsmeðferð greinist sjúkdómurinn nú fyrr og þar með á lægra sjúkdómsstigi en áður var. Þetta endur- speglast meðal annars í því að meirihluti kvenna hér á landi hafa engin meinvörp í hoihandareitlum við greiningu. Stórum eitlanámsaðgerðum geta fylgt hvimleiðir og stundum örkumlandi fylgikvillar, svo sem minnkað húðskyn á upphandlegg, skertar axlarhreyfingar og bjúgsöfnun á griplim. Því er afar ófullnægjandi að fjarlægja fjölda eitla úr holhönd þegar smásjárskoðun síðan leiðir í ljós að þeir eru allir eðlilegir. Að auki er fylgimeðferð í vaxandi mæli beitt óháð því hvort eitlameinvörp eru til staðar. Af öllum þessum sökum var orðið brýnt að þróa minna ágenga aðgerð en fullt holhandareitla- nám til þess að stiga brjóstkrabbamein. Þetta hefur verið gert með tilkomu svokallaðs varðeitlilnáms (sentinel node biopsy) sem fyrst var lýst um miðjan síðasta áratug. Með þeirri aðferð má finna þann eða þá eitla sem fyrst taka við sogæðaflæði frá því svæði brjóstsins þar sem æxlið er staðsett. Þannig nægir að fjarlægja aðeins einn til þrjá „valda“ eitla og séu þeir eðlilegir er frekari aðgerða ekki þörf. Aðeins ef meinvörp finnast í varðeitli er gert hefðbundið eitlanám. Hér á landi hefur hlutabrjóstnám verið notað í meðferð við brjóstakrabbameini í áratugi. Varðeitil- nám hefur nú verið gert á Landspítala í rúmt eitt ár eftir nokkurn undirbúnings- og námstíma. Þannig hefur þróun skurðaðgerða við brjóstakrabbameini hérlendis fylgt þeirri þróun sem átt hefur sér stað í nágrannalöndum. Legutími þessara sjúklinga hef- ur styst verulega samhliða minni aðgerðum og fara langflestir sjúklingar nú af sjúkrahúsi eftir einn eða tvo sólarhringa. Þar kemur líka til aukið eftirlit með sjúklingum í heimahúsum fyrstu dagana eftir útskrift á vegum heimahjúkrunar, enda eru sjúk- lingar nú útskrifaðir þótt þeir séu með sárkera. Eftir sameiningu skurðlækningadeilda sjúkra- húsanna í Reykjavík var mynduð starfseining til þess að sinna brjósta- og innkirtlaskurðlækningum á Landspítala og brjóstaskurðlækningar voru fluttar síðastliðið haust í húsnæði kvennadeildar. Vonast er til þess að með þessu séu stigin fyrstu skref til að mynda sérhæfða brjóstaeiningu (breast unit) hér á landi, en slíkar einingar eru nú starfræktar í flest- um nágrannalöndum okkar. Evrópusamtökin um brjóstasjúkdóma (EUSOMA) hafa eindregið mælst til að greining og meðferð brjóstakrabbameins sé stunduð innan brjóstaeininga og er sú stefna studd af sjúklingasamtökunum EuropaDonna, enda hefur reynslan sýnt að meðferð á slíkum einingum skilar sjúklingum betri árangri. Samhliða þessu hefur þróast sérgreinin brjóstaskurðlækningar, oftast sem undirsérgrein við almennar skurðlækningar. Sérgreinin hefur nú verið viðurkennd af mörgum þjóðum innan Evrópusambandsins og sama þróun á sér stað vestanhafs. Höfundur veit til þess að ungir íslenskir skurðlæknar eru að hefja undirsérgreina- nám í brjóstaskurðlækningum erlendis, enda er mikil eftirspurn eftir læknum með þá menntun. Því hvílir sú skylda á stjórnendum og læknum sem að þessum málum starfa hér á landi í dag að skapa hér það starfsumhverfi sem þarf til að laða að þessa lækna að lokinni menntun þeirra og starfsþjálfun. Þorvaldur Jónsson Höfundur er skurðlæknir. Læknablaðið 2005/91 233
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.