Læknablaðið - 15.03.2005, Síða 13
FRÆÐIGREINAR / ÞVAG FÆ R A AÐ G E R Ð I R
Enduraðgerðir á neðri þvagfærum sökum
ótila eftir fyrri þvaglekaaðgerðir
Ágrip
Valur Þór
Marteinsson
SÉRFRÆÐINGUR f ÞVAG-
FÆRASKURÐLÆKNINGUM
Tilgangur: Við þvaglekaaðgerðir hjá konum er
stundum notaður þráður eða gerviefni er eyðist
eigi, sem aftur býður hættunni heim ef slíkt brýtur
sér leið innan þvagvega eða gefur önnur einkenni.
Tilgangur rannsóknarinnar var að yfirfara árangur
enduraðgerða sökum ótila (corpus alienum) innan
eða við neðri þvagvegi eftir þvaglekaaðgerðir.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin sem var aft-
ursæ náði yfir tíu sjúklinga sem var vísað til höf-
undar vegna þvaglátaeinkenna eftir þvaglekaað-
gerðir framkvæmdar af öðrum læknum og þurftu
í framhaldinu að undirgangast enduraðgerð vegna
staðfestra ótila. Enduraðgerðirnar voru fram-
kvæmdar á tímabilinu mars 1996 - maí 2004. Öllum
sjúklingunum var fylgt eftir aðgerð og sjúkraskrár
yfirfarnar að nýju fyrir þetta uppgjör. Niðurstöður
eru gefnar sem miðtala (median) ásamt hæsta og
lægsta tölugildi.
Niðurstöður: Tíu sjúklingar með miðtölu aldurs
59,5 ár (28-82) undirgengust enduraðgerð. Fjöldi
legudaga var 5,5 (1-13) eftir fyrstu enduraðgerð
(9 sjúklingar), en 11 (8-11) eftir aðra endurað-
gerð (3 sjúklingar). Algengustu einkenni fyrir
aðgerð voru þvagfærasýking, þvagleki, verkir og
þvaglátaeinkenni. Níu sjúklingar voru greindir við
blöðruspeglun. Fjórir höfðu áður farið í aðgerð
með togfríu skeiðarbandi (TVT, tension-free
vaginal tape, Gynecare™ TVT), fjórir í nálarupp-
hengingu (needle suspension) og tveir í ofanklyfta
aðgerð. Þessar aðgerðir voru gerðar hálfum til 56
mánuðum áður en enduraðgerð var framkvæmd.
Einn sjúklingar þurfti að fara í aðra enduraðgerð
tveimur mánuðum síðar og tveir að nýju eftir 14
mánuði. Sjö þurftu að fara í opna enduraðgerð
ofanklyfta þar sem ótilar í formi óuppleysanlegra
þráða voru fjarlægðir, hjá tveimur var losað um og
skorið á togfrítt skeiðarband neðan þvagrásar, hjá
þremur var reynt að ná óuppleysanlegum þræði
í blöðru við speglun í fyrri enduraðgerð, en allir
þeirra þurftu á nýrri aðgerð að halda. Hjá einum
var unnt að fjarlægja ótila um skeið. Ótili reyndist
innan þvagvega hjá sjö sjúklingum. Hjá tveimur
var gerð ný þvaglekaaðgerð og einn fékk Deflux™
(Q MED) innsprautun í þvagrás. Gangur eftir
aðgerðir var góður, en einn sjúklingur fékk yfir-
borðssýkingu í skurð. Arangur reyndist ágætur
Handlækningadeild FSA,
600 Akureyri.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Valur Pór Marteinsson,
handlækningadeild FSA,
600 Akureyri.
valmart@fsa.is
Lykilorð: enduraðgerðir, ótili,
fylgikvillar, þvagleki.
ENGLISH SUMMARY
Marteinsson VÞ
Reoperations on lower urinary tract due to
foreign body after urinary incontinence surgery
Læknablaðiö 2005; 91: 237-41
Objective: The usage of non-absorbable synthetic
materials in female incontinence surgery could give rise
to serious complications. The aim of this study was to
describe results of reoperations due to foreign body near
or within lower urinary tract in female patients previously
undergoing stress incontinence surgery.
Material and methods: This was a retrospective study
of patients referred to the author with miscellaneous
symptoms after stress incontinence surgery. The
reoperations were performed in the period March 1996
to May 2004. All patients were followed after reoperation.
Results are given as median, minimum and maximum
value.
Results: Ten patients with median age 59,5 (28-82) years
were reoperated between half and 56 months from the
primary operation. Urinary infection, pain, incontinence
and various lower urinary tract symptoms were the most
common symptoms. Nine patients were diagnosed by
cystoscopy. Four had previously undergone tension-
free vaginal tape surgery (TVT), four needle suspension
surgery and two retropubic colposuspension. Seven were
reoperated with open retropubic surgery, in two cases
TVT was removed below urethra and non-absorbable
suture was removed transvaginally in one patient. Foreign
body was within the lower urinary tract in seven cases.
In three cases, transurethral endoscopic removal of
foreign body was performed without long-term success
and further surgery needed. The overall results of the
reoperations was very satisfying in terms of complete
removal of foreign bodies and regress of symptoms.
Convalescence was uneventful and only one patient
got superficial skin infection. No other complications
occurred. None has needed further reoperations in the
follow-up period (6-78 months).
Conclusions: Complications after usage of non-
absorbable material in stress incontinence surgery could
be serious and give chronic urinary symptoms. It is
very important for the surgeon to be aware of this in all
patients having unsuccessful recovery after incontinence
surgery.
Key words: reoperations, foreign body, complications, urinary
incontinence.
Correspondence: Valur Þór Marteinsson, vaimart@fsa.is
Læknablaðið 2005/91 237