Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 20

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 20
FRÆÐIGREINAR / AUGNLÆKNINGAR Mynd 2. Amsler grid. 1. stig: foveal lægð minnkuð eða horfin og gulur blettur (1A) eða hringur (1B) í foveolu. 2. stig: fullþykktargat minna en 300 gm í þver- máli - oft með fínar sjónhimnufellingar geisl- andi út frá gati. 3. stig: fullþykktargat stærra en 300 (rm í þver- máli og stundum vökvi undir sjónhimnu. 4. stig: fullþykktargat og glerhlaupslos. Einkenni makúlugats eru fyrst og fremst minnk- uð sjónskerpa, aflögun á sjón eða beyglusjón (meta- morphosia) og blindur blettur í miðju sjónsviðs (central scotoma). Sýnt hefur verið fram á að minnkun á sjónskerpu er í réttu hlutfalli við stærð gats (5). Stundum upp- götvast minnkuð sjónskerpa á öðru auga fyrir tilvilj- un þegar haldið er fyrir hitt augað (6). Til að meta beyglusjón er hægt að nota Amsler sjónsviðskort, en það er rúðustrikað blað með punkti í miðjunni sem sjúklingur er beðinn að horfa á. Hjá þeim sem eru með beyglusjón virð- ast línurnar sem eru beinar bjagaðar, (mynd 2). Beyglusjón getur oft verið mjög truflandi fyrir sjúklinga, ekki síður en minnkuð sjónskerpa. Fyrstu glerhlaupsaðgerðirnar (brottnám gler- hlaups) voru gerðar 1970 og 18 árum síðar var lýst lokun á makúlugati og bættri sjón hjá sjúklingi sem fór í glerhlaupsaðgerð með inndælingu gass inn í augað vegna sjónhimnuloss og var að auki með makúlugat (7). Fyrsta rannsóknin þar sem skurðaðgerð var beitt sem meðferð við makúlugati framkvæmdu Kelly og Wendel árið 1991 og fékkst góður árangur með glerhlaupsaðgerð og gasinnd- ælingu (8). Síðan þá hefur meðferð makúlugats verið gler- hlaupsaðgerð með gasinndælingu, fjarlæging á sýnilegri himnu yfir sjónhimnu og lega á grúfu eftir aðgerð. I glerhlaupsaðgerð er sem allra mest af glerhlaupi augans fjarlægt og saltvatn látið renna inn á meðan svo augað falli ekki saman. Himna á yfirborði sjónu er fjarlægð með demantsbursta og/eða lítilli töng og gasi er sprautað inn í gegnum augnvegginn (parsplana) og er oftast notað brenni- steinshexaflúóríð (SF6). Eftir aðgerð þarf sjúkling- ur að liggja á grúfu því þá er makúla „efsti“ hluti augans og gasið sem flýtur upp þrýstir á brúnir gatsins. Gasið endist í um 7-10 daga þar til það frá- sogast og augað framleiðir vökva sem kemur í stað gassins og glerhlaupsins. Til að bæta árangur af makúlugatsaðgerðum hafa skurðlæknar reynt ýmislegar viðbótarað- gerðir, eða notast við hjálparefni (adjuvant). Eldri rannsóknir sýndu að transforming growth factor (3, (TGF (3,) höfðu þau áhrif að brúnir makúlu- gata sléttust f 91-96% tilfella (9, 10). Þetta hafði þau áhrif að skurðlæknar fóru að nota ýmis hjálp- arefni sem innihélt TGF (32 og þar á meðal blóð- flöguþykkni sem var unnið úr blóði sjúklingsins og hefur það verið notað hér á landi. Þá er blóðflögu- þykkni sprautað beint yfir gatið og hafa sumar rannsóknir sýnt fram á betri árangur með því að nota blóðflögur (11,12), en aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á það með óyggjandi niðurstöðum að það bæti árangur að nota blóðflöguþykkni eða annað efni sem inniheldur TGF (32 (2,13,14). Hvenær á að framkvæma skurðaðgerð eftir að makúlugat greinist? Ekki hefur verið sýnt fram á að skurðaðgerð bæti árangur þegar gatið er á stigi 1, því um 40% makúlugata á stigi 1 gengu til baka af sjálfu sér (15). Aðeins ein framvirk slembirannsókn hefur ver- ið gerð á götum á stigi 2 og þar kom í ljós að 20% þeirra sem fóru í skurðaðgerð vegna stigs 2 mak- úlugats þróuðust áfram í stig 3-4 en 70% í viðmið- unarhópnum sem ekki fór í aðgerð (16). Þegar gat er á stigi 3 eða 4 hafa ýmsar rannsókn- ir sýnt að skurðaðgerð er kjörmeðferð. Gat lokast í 69-96% tilfella með skurðaðgerð, en aðeins um 4% gata lokuðust ef ekkert var að gert (17). Því er ljóst að göt á stigi 3 og 4 á að gera við með skurðaðgerð, og sennilega ef gat er á stigi 2 en ekki ef gat er á stigi 1. Membrana limitans interna er grunnhimna sem mynduð er af Mullersfrumum og aðskilur sjón- himnu frá glerhlaupi. Það eru kenningar uppi um að membrana limitans interna geti átt þátt í mein- myndun makúlugata (18, 19) og rannsóknir hafa sýnt hag af því að membrana limitans interna sé fjarlægð (20-22). Hins vegar getur oft verið erfitt að finna membrana limitans interna og því hafa verið búin til hjálparefni til að auðvelda skurð- læknum að finna hana og það litarefni sem mest hefur verið notað er Indocyanide Green. Ekki eru menn sammála um ágæti Indocyanide Green og þó að notkun þess hjálpi mikið við að finna membr- 244 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.