Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 28

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 28
FRÆÐIGREINAR / KRiLFISKIEITRUN Mynd 1. Hrár túnfiskur tilbúinn til neyslu. aldrinum 38-40 ára að hádegisverði á veitingastað í Reykjavík. Mennirnir voru hraustir og notuðu engin lyf. Þeir pöntuðu allir klúbbsamloku með hráum túnfiski. Fyrst var komið með „roast beef“ samlokur sem þeir afþökkuðu og biðu þess í stað eftir túnfisksamlokunum. Eftir máltíðina hélt einn mannanna til skrifstofu sinnar en hinir héldu saman á mikilvægan samningafund. Sá sem fór til skrifstofu sinnar fékk einkennin um hálftíma eftir að málsverði lauk og fór hann fljótlega heim til sín. Annar þeirra sem fóru á samningafundinn gat ekki lokið við samlokuna vegna byrjandi vanlíðunar en hinn sem var með nokkuð vægari einkenni fékk fyrstu einkenni um tveim tímum eftir hádegisverð- inn. Allir þrír fundu fyrir mikilli vanlíðan ásamt áköfum roða og hitatilfinningu. Auk þess lýsti einn þeirra púlserandi hjartslætti og höfuðverk en annar svitnaði ákaft og fann fyrir miklum þorsta. Allir þrír neituðu einkennum frá meltingarvegi. Samningamennirnir gátu ekki leynt líðan sinni og var haft á orði að viðræðurnar gengju nærri þeim. Skoðun var framkvæmd á einum mannanna um það bil einni og hálfri klukkustund eftir að ein- kennin byrjuðu. Hann var með roða í augnslím- húð, eldrauður á allan skrokkinn en útbrot voru ekki sjáanleg né heldur bjúgur í andliti. Púls var um 110 slög á mínútu. Gangur og meðferð Þar sem grunur var um svæsin ofnæmisviðbrögð hjá þeim sem fyrstur veiktist var haft samband við eitt okkar (DG) í síma og atvikum lýst. Hann taldi líklegt að um krísfiskieitrun væri að ræða og lét grennslast fyrir um líðan hinna mannanna. Allir þrír voru með svipuð einkenni sem styrkti gruninn um krflfiskieitrun og þótti því ekki ástæða til sjúkrahúsvistunar eða neinnar meðferðar. Einkennin gengu yfir hjá öllum þremur á fjórum til sex klukkustundum. Tveir mannanna fundu fyrir slappleika og þreytu næstu daga. Sá þriðji var við fulla heilsu daginn eftir en hann var með vægari einkenni en hinir tveir og lengstur tími leið frá neyslu samlokunnar þar til hann fékk einkennin. Sýnataka Heilbrigðisfulltrúar frá Umhverfis- og heilbrigðis- stofu Reykjavíkurborgar fóru á veitingastaðinn og sóttu það sem eftir var af túnfiskinum. Ekki höfðu fleiri gestir fengið hráan túnfisk þennan dag. Sýni var tekið úr fiskinum og sent á Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins til mælingar á histamínmagni. Mæl- ingaraðferðin byggir á greiningu histamíns með vökvagreini, HPLC tækni. Sýni eru undirbúin með útdrætti í 10% tríklóredikssýru og precolumn- afleiða sýnis er mynduð með OPA (o-phthaldiald- ehyde) hvarflausn. Greining á vökvagreini felst í notkun RP tækni (reversed phase) með leysa-grad- ient. Notaður er flúrljómunarnemi við mæling- una. Næmi aðferðar er frá 5 ppm (5 mg/kg) (6-8). Mæling leiddi í ljós yfir 1200 ppm af histamíni en miðað er við að magn yfir 1000 ppm af histamíni í mat valdi einkennum bráðrar krflfiskieitrunar (9). Samkvæmt Food and Drug Adminstration (FDA) í Bandaríkjunum eru gildi hærri en 50 ppm merki um histamínskemmdir og gildi hærri en 20 ppm ábend- ing um ófullnægjandi kælingu á fiskinum (10). í frystigeymslu veitingastaðarins voru tvær sendingar af túnfiski. Önnur var frá Vestmannaeyjum og hin frá Sri Lanka en ekki var vitað úr hvorri sendingu umræddur túnfiskur var tekinn. Við mælingar kom í ljós að innflutti fiskurinn innihélt 900 ppm af hista- míni en sá frá Vestmannaeyjum var með <5 ppm af histamíni. Ekki er vitað hvort fiskurinn frá Sri Lanka skemmdist fyrir eða eftir komu til landsins en hann var innfluttur sem kælivara og frystur eftir komu til landsins. Sjúkratilfelli 2 Um er að ræða sautján ára gamla stúlku sem hafði barnaasma og fær enn þá talsverð einkenni við áreynslu í kulda. Seinni hluta júlí mánaðar síðast- liðins borðaði hún að kvöldi til á salatbar. Hún tók sér tvær til þrjár fullar matskeiðar af niðursoðnum túnfiski og með honum ávaxta- og grænmetissalat sem í voru appelsínur, epli, kiwi, melónur, kál og jarðhnetur. Þegar hún var rétt að ljúka við að borða fór henni að líða illa. Hún hitnaði um allan líkamann eins og hún væri að brenna í sól. Hún varð síðan eldrauð. Roðinn byrjaði á handleggjum en dreifðist síðan upp í andlit og niður um bol. Um klukkustund eftir máltíðina kom hún á bráðamót- töku Landspítalans. Hún var ekki bráðveikindaleg en með mikinn roða í andliti, á bringu og upphand- 252 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.