Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 42

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 42
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framsýn slembirannsókn þar sem 26 sjúklingum var skipt í tvo hópa (ytri kælingu og innri kælingu). í ytri kælingahópnum var notaður kaldur blástur og íspokar til að kæla sjúklingana. í innri kælingarhópnum fengu sjúklingarnir 2-2,5 I af 4°C Ringer Acetat á Vi-l klukkustund. Eftir það var settur bláæðaleggur (Icycath) i v. femorlis og þess leggur tengdur við sérstaka kælivél (Coolgard). Fylgst var síðan með hraða kælingar, aukaverkunum og afdrifum sjúklinganna og í hvaða ástandi þeir voru eftir sex mánuði. Þar var notað- ur svokallaður GOS kvarði (Glascow outcome scale l=látin, 2=meðvitundarlaus/lítill, 3=mikil skerðing 4=væg skerðing, 5=engin skerðing). Ekki urðu neinar alvarlegar aukaverkanir við kælimeðferðunum (blæðingar, sýkingar, hjartsláttartrufl- anir). Allur hópurinn, 22 sjúklingar, var síðan borinn saman við sögulegan samanburðarhóp 30 sjúklinga sem lágu á gjörgæslu- deild Landspítala árið 2001 eftir hjartastopp. Innri kæling n=ll Ytri kæling n=ll students t-test Kyn (karlar) 73% 73% n.s. Aldur 54,6 68,3 p<0,05 Taktur fyrir endurlífgun (sleglatif) 82% 91% n.s. Tími að endurlífgun (mínútur) 3,2 (0-15) 4,5 (0,5-8) n.s. Tími þar til blóðrás er komin á (mínútur) 13,9 17,0 n.s. Tími þartil kæling hefst (klukkustundir) 2,8 2,5 n.s. Tími að lægsta hitastigi (klukkustundir) 6,9 16,3 p<0,001 Afdrif við útskrift frá sjúkrahúsi: Heim 7 (64%) 7 (64%) n.s. Endurhæfing 1 (9%) 2 (18%) n.s. Langlegudeild 0 (0%) 1 (9%) n.s. Dáinn 3(27%) 1 (9%) n.s. Niðurstöður: Tafla I sýnir helstu niðurstöður. Hringt var í sjúk- linga þegar sex mánuðir eða meira voru liðnir frá hjartastoppi. Eftir þessi samtöl voru sjúklingar metnir á GOS kvarðanum. Sjö sjúklingar í innri kælingarhópnum voru einkennalausir (70%) (GOS 5), þrír voru látnir. I ytri kælingarhópnum voru átta (73%) einkennalausir, tveir látnir og einn alvarlega skertur (COS 3). Afdrif hópsins í heild (innri og ytri kæling) var mun betri, 77% miðað við 28% árið 2001 (p<0,001 Mann-Whitney test) Alyktun: Innri kælingin var mun hraðvirkari en ytri kæling. Afdrif sjúklinga í báðum hópum (n=22) eru mun betri en þegar sjúklingar voru ekki kældir 2001. Þó að fleiri sjúklingar lifi af hjartastopp nú en áður kæling hófst hefur ekki orðið aukning á lifandi sjúklingum sem eru illa farnir með tilliti til heilaskaða, aðeins einn sjúklingur al' þessum 22 er með GOS skala 3 (mikil skerðing). Heimildir 1. The Hypothermia after Cardiac Arrest Study Group. Mild Therapeutic Hypo- thermia To Improve The Neurologic Outcome After Cardiac Arrest. N Engl J Med 2002; 346; 549-56. 2. Björnsson S, Valsson F. Áhrif kælingar á einkenni frá heila eftir hjartastopp. Læknablaöið 2004; 90: 9. E 20 Krabbamein í daus á Islandi 1987-2003 Haiia Viðarsdóttir1-2, Páll Helgi Möller12, Jakob Jóhannsson3. Jón Gunn- laugur Jónasson14 'Læknadeild Háskóla Islands, 2skurðlækningadeild, 3krabbameinslækninga- deild Landspítala Hringbraut, 4rannsóknastofa Háskólans í meinafræði pallm@lsh.is Inngangur: Krabbamein í daus (anal cancer) er sjaldgæfur sjúk- dómur. Ekki hefur áður verið gerð úttekt á krabbameini í daus á íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var að lýsa krabbameini í daus á íslandi síðustu 17 árin með tilliti til tíðni, vefjagerðar, meðferðar, endurkomu og lifunar. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn var gerð á sjúk- lingum sem greindust með krabbamein í daus á íslandi á árunum 1987-2003. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám þessara einstaklinga. Vefjasýni frá öllum sjúklingunum voru fengin frá rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði, vefjarannsóknastof- unni Alfheimum 74 og meinafræðideild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og þau skoðuð og endurmetin af reyndum meina- fræðingi (JGJ). Niðurstöður: Alls fundust 38 sjúklingar, 28 konur og 10 karlar. Meðalaldur þeirra var 63,4 ár (bil, 33-92). Aldursstaðlað nýgengi fyrir Island á rannsóknartímabilinu er 0,3 (+/-0,2) af hverjum 100.000 körlum en 0,9 (+/-0,4) af hverjum 100.000 konum. Flestir sjúklingarnir voru með flöguþekjukrabbamein (n=30) en aðrar vefjagerðir voru sortuæxli (n=3), kirtil-flöguþekjukrabbamein (n=l), kirtilfrumukrabbamein (n=l), GIST (n=l) og óþroskað þekjufrumukrabbamein (n=2). Helstu einkenni voru blæðing frá endaþarmi (n=27), fyrirferð (n=28), verkir (n=19) og kláði (n=4) og voru flestir sjúklingarnir með fleiri en eitt einkenni. Meðferð var lyfjameðferð (n=12), geislameðferð (n=25) og staðbundið brottnám (n=18) og/eða APR (n=5). Einn sjúklingur fékk enga meðferð. Margir sjúklinganna fengu fleiri en eina meðferð (n=18). Tólf sjúklingar fengu endurkomu sjúkdóms. Sextán sjúklingar eru látnir, þar af 10 af völdum krabbameinsins. Fimm ára lifun fyrir þá sem greindust 1987-1998 var 75% í heildina en 82% ef einungis er tekið mið af þeim sem létust af völdum sjúkdómsins. Alyktanir: Nýgengi krabbameins í daus er sambærilegt við það sem þekkist erlendis. Meðaldur, kynjahlutfall og horfur svipað og þekkist annars staðar. Færri tilfelli af kirtilfrumukrabbameini virðast greinast hér en víða annars staðar. E 21 Meðferð vegna rofs á maga og skeifugörn á Land- spítala 1999-2004 Steinarr Björnsson deildarlæknir, Hjörtur G. Gíslason sérfræðingur Skurðsviði Landspítala steinarr@landspitali. is Inngangur: Talsverð framför hefur orðið í bráðameðferð við rofi á maga og skeifugörn á undanförnum áratugum. Meðferð með kviðarholsjártækni heí'ur rutt sér til rúms á þessu sviði. Með þess- ari rannsókn var ætlunin að kanna árangur af meðferð við rofi á maga og skeifugörn á Landspítala á árunum 1999-2004 og meðal annars skoða hlutverk kviðarholsjártækni við bráðaaðgerðir. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár sjúklinga sem voru meðhöndl- 266 Læknablaðið 2005/91 J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.