Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 42
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framsýn slembirannsókn
þar sem 26 sjúklingum var skipt í tvo hópa (ytri kælingu og innri
kælingu). í ytri kælingahópnum var notaður kaldur blástur og
íspokar til að kæla sjúklingana. í innri kælingarhópnum fengu
sjúklingarnir 2-2,5 I af 4°C Ringer Acetat á Vi-l klukkustund.
Eftir það var settur bláæðaleggur (Icycath) i v. femorlis og þess
leggur tengdur við sérstaka kælivél (Coolgard). Fylgst var síðan
með hraða kælingar, aukaverkunum og afdrifum sjúklinganna
og í hvaða ástandi þeir voru eftir sex mánuði. Þar var notað-
ur svokallaður GOS kvarði (Glascow outcome scale l=látin,
2=meðvitundarlaus/lítill, 3=mikil skerðing 4=væg skerðing,
5=engin skerðing). Ekki urðu neinar alvarlegar aukaverkanir
við kælimeðferðunum (blæðingar, sýkingar, hjartsláttartrufl-
anir). Allur hópurinn, 22 sjúklingar, var síðan borinn saman við
sögulegan samanburðarhóp 30 sjúklinga sem lágu á gjörgæslu-
deild Landspítala árið 2001 eftir hjartastopp.
Innri kæling n=ll Ytri kæling n=ll students t-test
Kyn (karlar) 73% 73% n.s.
Aldur 54,6 68,3 p<0,05
Taktur fyrir endurlífgun (sleglatif) 82% 91% n.s.
Tími að endurlífgun (mínútur) 3,2 (0-15) 4,5 (0,5-8) n.s.
Tími þar til blóðrás er komin á (mínútur) 13,9 17,0 n.s.
Tími þartil kæling hefst (klukkustundir) 2,8 2,5 n.s.
Tími að lægsta hitastigi (klukkustundir) 6,9 16,3 p<0,001
Afdrif við útskrift frá sjúkrahúsi:
Heim 7 (64%) 7 (64%) n.s.
Endurhæfing 1 (9%) 2 (18%) n.s.
Langlegudeild 0 (0%) 1 (9%) n.s.
Dáinn 3(27%) 1 (9%) n.s.
Niðurstöður: Tafla I sýnir helstu niðurstöður. Hringt var í sjúk-
linga þegar sex mánuðir eða meira voru liðnir frá hjartastoppi.
Eftir þessi samtöl voru sjúklingar metnir á GOS kvarðanum. Sjö
sjúklingar í innri kælingarhópnum voru einkennalausir (70%)
(GOS 5), þrír voru látnir. I ytri kælingarhópnum voru átta (73%)
einkennalausir, tveir látnir og einn alvarlega skertur (COS 3).
Afdrif hópsins í heild (innri og ytri kæling) var mun betri, 77%
miðað við 28% árið 2001 (p<0,001 Mann-Whitney test)
Alyktun: Innri kælingin var mun hraðvirkari en ytri kæling.
Afdrif sjúklinga í báðum hópum (n=22) eru mun betri en þegar
sjúklingar voru ekki kældir 2001. Þó að fleiri sjúklingar lifi af
hjartastopp nú en áður kæling hófst hefur ekki orðið aukning
á lifandi sjúklingum sem eru illa farnir með tilliti til heilaskaða,
aðeins einn sjúklingur al' þessum 22 er með GOS skala 3 (mikil
skerðing).
Heimildir
1. The Hypothermia after Cardiac Arrest Study Group. Mild Therapeutic Hypo-
thermia To Improve The Neurologic Outcome After Cardiac Arrest. N Engl J
Med 2002; 346; 549-56.
2. Björnsson S, Valsson F. Áhrif kælingar á einkenni frá heila eftir hjartastopp.
Læknablaöið 2004; 90: 9.
E 20 Krabbamein í daus á Islandi 1987-2003
Haiia Viðarsdóttir1-2, Páll Helgi Möller12, Jakob Jóhannsson3. Jón Gunn-
laugur Jónasson14
'Læknadeild Háskóla Islands, 2skurðlækningadeild, 3krabbameinslækninga-
deild Landspítala Hringbraut, 4rannsóknastofa Háskólans í meinafræði
pallm@lsh.is
Inngangur: Krabbamein í daus (anal cancer) er sjaldgæfur sjúk-
dómur. Ekki hefur áður verið gerð úttekt á krabbameini í daus á
íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var að lýsa krabbameini
í daus á íslandi síðustu 17 árin með tilliti til tíðni, vefjagerðar,
meðferðar, endurkomu og lifunar.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn var gerð á sjúk-
lingum sem greindust með krabbamein í daus á íslandi á árunum
1987-2003. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám þessara
einstaklinga. Vefjasýni frá öllum sjúklingunum voru fengin frá
rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði, vefjarannsóknastof-
unni Alfheimum 74 og meinafræðideild Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri og þau skoðuð og endurmetin af reyndum meina-
fræðingi (JGJ).
Niðurstöður: Alls fundust 38 sjúklingar, 28 konur og 10 karlar.
Meðalaldur þeirra var 63,4 ár (bil, 33-92). Aldursstaðlað nýgengi
fyrir Island á rannsóknartímabilinu er 0,3 (+/-0,2) af hverjum
100.000 körlum en 0,9 (+/-0,4) af hverjum 100.000 konum. Flestir
sjúklingarnir voru með flöguþekjukrabbamein (n=30) en aðrar
vefjagerðir voru sortuæxli (n=3), kirtil-flöguþekjukrabbamein
(n=l), kirtilfrumukrabbamein (n=l), GIST (n=l) og óþroskað
þekjufrumukrabbamein (n=2). Helstu einkenni voru blæðing frá
endaþarmi (n=27), fyrirferð (n=28), verkir (n=19) og kláði (n=4)
og voru flestir sjúklingarnir með fleiri en eitt einkenni. Meðferð
var lyfjameðferð (n=12), geislameðferð (n=25) og staðbundið
brottnám (n=18) og/eða APR (n=5). Einn sjúklingur fékk enga
meðferð. Margir sjúklinganna fengu fleiri en eina meðferð (n=18).
Tólf sjúklingar fengu endurkomu sjúkdóms. Sextán sjúklingar eru
látnir, þar af 10 af völdum krabbameinsins. Fimm ára lifun fyrir þá
sem greindust 1987-1998 var 75% í heildina en 82% ef einungis er
tekið mið af þeim sem létust af völdum sjúkdómsins.
Alyktanir: Nýgengi krabbameins í daus er sambærilegt við það
sem þekkist erlendis. Meðaldur, kynjahlutfall og horfur svipað
og þekkist annars staðar. Færri tilfelli af kirtilfrumukrabbameini
virðast greinast hér en víða annars staðar.
E 21 Meðferð vegna rofs á maga og skeifugörn á Land-
spítala 1999-2004
Steinarr Björnsson deildarlæknir, Hjörtur G. Gíslason sérfræðingur
Skurðsviði Landspítala
steinarr@landspitali. is
Inngangur: Talsverð framför hefur orðið í bráðameðferð við rofi
á maga og skeifugörn á undanförnum áratugum. Meðferð með
kviðarholsjártækni heí'ur rutt sér til rúms á þessu sviði. Með þess-
ari rannsókn var ætlunin að kanna árangur af meðferð við rofi á
maga og skeifugörn á Landspítala á árunum 1999-2004 og meðal
annars skoða hlutverk kviðarholsjártækni við bráðaaðgerðir.
Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár sjúklinga sem voru meðhöndl-
266 Læknablaðið 2005/91
J