Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2005, Side 47

Læknablaðið - 15.03.2005, Side 47
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA OG VEGGSPJALDA E 32 Úrnám bugaristils með aðstoð kviðsjár á Landspítala 1999-2003 Fjalar Elvarsson1, Tómas Jónsson1, Páll Helgi Mölleru 'Skurðlækningadeild Landspítala Hringbraut, 2læknadeild Háskóla Islands pallm@lsh.is Inngangur: Úrnám ristils með kviðsjártækni var fyrst framkvæmd 1991. Aðgerðin er talin örugg og er tíðni fylgikvilla sambærileg- ur við opna aðgerð. Kostir kviðsjáraðgerðar eru verkjaminni sjúklingar, styttri sjúkrahúslega og að einstaklingar nái fyrr fullri vinnufærni. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða árangur af úrnámi á bugaristli með hjálp kviðsjár á Landspítala. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða alla sjúklinga sem gengust undir úrnám á bugaristli með hjálp kviðsjártækni á tímabilinu 1. janúar 1999 til 31. desember 2003. Sjúklingarnir voru fundnir í tölvukerfi Landspítala. Sjúkraskýrslur voru skoðaðar með tilliti til ábendingar fyrir aðgerð, fylgikvilla í og eftir aðgerð, fæðuinn- töku og lengd sjúkrahúsdvalar. Niðurstöður: Á tímabilinu voru framkvæmdar 47 aðgerðir. Ávallt var um valaðgerð að ræða. Ábendingar fyrir aðgerð voru endurteknar sarpbólgur (n=35), sarpbólga einu sinni (n=9), garnaflækja, bugaristilshaull og krabbamein í bugaristli. Karlar voru 20 og konur 27. Meðalaldur sjúklinga var 51 ár (bil: 27-77). Meðalaðgerðartími var 160 mínútur (bil : 100-290). Breytt var yfir í opna aðgerð í tveimur tilfellum. Meðalblæðing í aðgerð var 217 mL (n=45). Meðaltími þar til sjúklingar neyttu fljótandi fæðu var 2,1 dagur (bil: 0-8) en fastrar fæðu 3,2 dagar (bil:l-9). Meðallegutími var 6,2 dagar (bil: 3-18). Fylgikvillar eftir aðgerð voru blæðing (n=2), þar af þurfti einn enduraðgerð vegna þessa, þvagfærasýking (n=l), sárasýking með rofi (n=2), samgötunarleki (n=l), kviðarholssýking (n=2), samgötunarþrenging (n=l), haull í skurðsári (n=4), en af þeim fengu tveir sjúklinganna sárasýkingu. Meðallengd bugaristils sem var fjarlægður var 13,7 cm (bil: 7-22). Bólga var til staðar við aðgerð í 21,3% tilfella. Ályktun: Aðgerðartími, fjölda legudaga og tíðni fylgikvilla er sambærilegur og við erlendar rannsóknir. Úrnám bugaristils með kviðsjártækni er örugg aðgerð með lága tíðni fylgikvilla og færri legudögum en við opnar aðgerðir. Ágrip veggspjalda V 1 Þróun hvekkaðgerða á FSA 1992-2002 Valur Þór Marteinsson Handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri valmart@fsa.is Inngangur: Talsverðar breytingar hafa orðið síðustu 20 árin á tíðni hvekkaðgerða um þvagrás vegna þvaglátaeinkenna eða fylgikvilla þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga breytingar á ýmsum mikilvægum þáttum slíkra aðgerða (ábend- ingum, áhættu, fylgikvillum, dánartíðni, legudaga) og hvort endurskoða ætti þá eða annað þeim tengt. Efniviður: Farið var yfir þrjú tímabil á H-deild FSA. Tímabil A=1992-94 (n=72), B=04.1995-01.1996 (n=48) og C=01.1997- 04.2002 (n=36). Á tímabili B og C voru allar aðgerðir fram- kvæmdar af sama lækni með svipaðar verklagsreglur. Aðeins voru teknir með þeir er höfðu hvekkauka sem aðalgreiningu (krabbameinssjúklingar útilokaðir). Tímabil A var skráð aftur- virkt, en B og C á framsæjan hátt. Niðurstöður: Helstu niðurstöður má sjá í töflu að neðan (niður- stöður gefnar sem fjöldi (n), miðtala* og prósentur). A=1992-1994 (%) B=04.1995- 01.1996 (%) 0=01.1997- 04-2002 (%) Þvagteppa(n) 17 23,6 19 39,6 22 61,1 ASA* (1-5) 2 2 2 Aldur* (ár) 71 70 77 Fylgikvillar <6 v. (n) 14 19,4 1 2,1 3 8,3 Blóðgjöf (n) 9 12,5 3 6,2 0 0 Dánartíöni <30 dagar (n) 1 1,4 0 0 0 0 Legudagar eftir aögerð* 7 5 3 Ályktanir: Aldur sjúklinga hækkar og þvagteppusjúklingum fjölgar án þess þó að eiginleg aukning verði á fylgikvillum eða blóðgjöfum. Legudögum fækkar eftir aðgerð. Ein helsta ábend- ing slíkra aðgerða - þvagteppa - hefur aukist mjög á umræddu tímabili, sem leiðir líkur að því að sjúklingar leiti vart nægilega fljótt til læknis, einkenni séu dulin eða meðferð sú sem gefin hefur verið skili ekki tilætluðum árangri til lengri tíma litið. V 2 Árangur nýrnanámsaðgerða með kviðsjártækni og aðstoð handar Valur Þór Martuinsson, Hafsteinn Guðjónsson, Sigurður M. Albertssson Handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri valmart@fsa.is Inngangur: Kviðsjáraðgerðir á nýrum með aðstoð handar (hand- assisted laparoscopic nephrectomy) hafa verið framkvæmdar á FSA síðan 2001. Tilgangur rannsóknarinnar var að gera grein fyrir niðurstöðum slíkra nýrnanámsaðgerða. Efniviður og aðferðir: Framvirk skráning var gerð hjá öllum sjúk- lingum er undirgengust nýrnanám á tímabilinu 16.10.02-15.12.04 á H-deild FSA. Tólf sjúklingar fóru í slíka aðgerð og enginn var útilokaður. Öllum var fylgt eftir. Notuð voru hefðbundin kviðsjárspeglunartæki auk GelPort™. Aukalega voru gerðar gall- blöðrutaka, ófrjósemisaðgerð og ástunga á eggjastokkabelgmein hjá þremur. Niðurstöður gefnar sem miðtala, bil og ± 95 vikmörk. Niðurstöður: Miðtala aldurs var 61,5 ár (±10,6), ASA 2 (±0,18) og líkamsþyngdarstuðull 23,2 (±1,74). Heildarlegutími var 6 (±2,57) dagar og 4,5 (±2,07) dagar eftir aðgerð. Aðgerðartími var Læknablaðið 2005/91 271

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.