Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 57

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNABLAÐIÐ 90 ÁRA Þátttakendur í hringborðs- umrœðunum, fremri röð frá vinstri: Örn Bjarnason, Birna Þórð- ardóttir, Vilhjálmur Rafnsson; aftari röð: Védís Skarphéðinsdóttir, Jóhannes Tómasson, Sigurjón Jóhannsson. Rökin fyrir flutningnum til Danmerkur voru því bæði fjárhagsleg og tæknileg. Bima: Já, það var ekki saman að jafna þeirri tækni sem Danimir gátu boðið upp á fyrir svo sérhæfða vinnslu sem útgáfa Læknablaðsins krefst og því sem þekktist í prentsmiðjum hér á landi. Peir voru komnir miklu lengra og við nutum góðs af því. - En var það ekki umhendis að láta prenta blað- ið í útlöndum? Jóhannes: Vinnslan gekk furðuvel á þessum tíma. Tölvutæknin varð til þess að menn fóru að skila greinum á diskum sem við sendum út. Þeir keyrðu út dálka sem við lásum yfir, röðuðum greinunum upp og sendum aftur út. Fyrst fór þetta með pósti en svo kom faxið til sögunnar. Stundum gátum við skroppið út og lagt á ráðin um tvö til þrjú blöð fram í tímann. Þrátt fyrir þessa fjarlægð styttist biðtími greina frá því þær bárust þangað til þær birtust úr mörgum mánuðum í fáa. Örn: Við tókum allar ritstjórnarlegar ákvarðan- ir en vissum hins vegar ekkert um auglýsingarnar því þeir sáu alveg um að afla þeirra og raða þeim inn í blaðið. Birna: Þótt setjararnir væru færir og gætu sett á íslensku gátu orðið slys í vinnslunni. Ég man til dæmis eftir því að einu sinni duttu þomin út úr einni grein sem fjallaði að því er virtist um pung- unarpróf. Heim í heiðardalinn Árið 1994 flyst vinnsla blaðsins heim aftur. Hvað hafði breyst? Vilhjálmur: Það var nú ýmislegt. Tæknilegar forsendur höfðu breyst og auk þess var Birna farin að afla auglýsinga í Fréttabréf lækna. Reyndar hafði sala auglýsinga og innheimta fyrir þær flust inn í landið en hún var að mestu leyti í Danmörku áður. Svo hækkaði verðið töluvert hjá Dönunum. Jóhannes: Auglýsingarnar komu yfirleitt í gegn- um umboðsmenn lyfjanna hér á landi en langflestir þeirra höfðu tengsl við framleiðendur í gegnum Danmörku. Birna: Þetta breyttist nokkuð ört þannig að umboðin fluttust inn í landið og hættu að vera úti- bú. Þetta gerðist á örfáum árum. Sumum fannst hins vegar að Læknablaðið hefði mátt bregðast skjótar við breytingunum og flytja vinnsluna fyrr heim en það hefur viljað loða við læknasamtökin að breytingar gerast hægt. - Árið 1983 var blaðinu skipt í tvennt með stofnun Fréttabréfs lækna. Jóhannes: Ástæðan fyrir þessu var sú að það var hægt að gefa út Fréttabréfið með miklu styttri vinnslutíma en var á Læknablaðinu í Danmörku. I þessu blaði voru fyrst og fremst félagslegar fréttir og umræður og svo stöðuauglýsingar og aðrar aug- lýsingar en lyfjaauglýsingar. Vilhjálmur: Það gerðist raunar þegar á leið að lyfjaauglýsingarnar fóru að leita inn í Fréttabréfið, ekki síst vegna þess að umboðin voru að flytjast hingað heim. - Með tilkomu Arnar í ritstjórastól hófst einnig nýr kapítuli í útgáfusögu læknasamtakanna því hann byrjaði að gefa út ýmis fylgirit og sérútgáfur sem síðan hafa verið fylgifiskar Læknablaðsins. Örn: Já, við byrjuðum á því strax árið 1977 þegar við gáfum út Siðamál lækna sem var vinnu- Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.