Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2006, Síða 20

Læknablaðið - 15.07.2006, Síða 20
FRÆÐIGREINAR / OFFITUGREINING ÖRYRKJA Tafla 1. Algengi' offitugreiningar og örorku almennt hjá öryrkjum á íslandi í desember 1992 og desember 2004. Konur Karlar 1992 2004 1992 2004 Offita á meðal sjúkdómsgreininga 0,45 0,65 0,12 0,21 Allir öryrkjar 5,99 9,50 3,75 5,60 ‘Hundraóshluti íslendinga á aldrinum 16-66 ára. það einungis á læknisfræðilegum forsendum, sam- kvæmt sérstökum örorkumatsstaðli (10-13). I þessari rannsókn er unnið úr upplýsingum um þá einstaklinga sem áttu í gildi örorkumat vegna lífeyristrygginga almannatrygginga og voru búsett- ir á Islandi 1. desember 1992 og 1. desember 2004. Öryrkjar sem hafa offitu á meðal sjúkdómsgrein- inga í örorkumati eru bornir saman við öryrkja almennt. Tafla II. Aldursstaölaöar breytingar á milli áranna 1992 og 2004 á algengi örorku á íslandi. Konur Karlar AÁH11 95% ÖM2> AÁH 95% ÖM Offita á meöal sjúkdómsgreininga 1,20 1,05-1,37 1,45 1,15-1,83 Allir öryrkjar 1,33 1,29-1,38 1,27 1,22-1,33 11 Aldursstaölaó áhasttuhlutfall. 21 95% öryggismörk. Tafla III. Örorka hjá þeim sem höfðu offitu á meðal sjúkdómsgreininga og örorka almennt í desember 2004, skipt eftir kyni og búsetu. Konur Karlar Öryrkjar með offitugreiningu Allir öryrkjar Öryrkjar með offitugreiningu Allir öryrkjar N = 552 N = 8109 N = 203 N = 5461 Höfuðborgarsvasðið * 47% 60% 57% 64% Önnur landssvæöi 53% 40% 43% 36% ♦ Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Bessastaðahreppur, Garðabær, Hafnarfjöróur, Mosfellsbær, Kjósarhreppur. einstaklinga, atvinnulífs og fleiri (7). Skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar á offitu meðal fullorðinna miðar við líkamsþyngdarstuðul (BMI) >30 kg/m2, þar sem líkamsþyngdarstuðull frá 30 til 34,9 telst væg offita, 35-39,9 veruleg offita og 40 eða meira sjúkleg offita (8). Gera má ráð fyrir að þeir sem hafa verið metnir til örorku vegna offitu séu alla jafna verulega eða sjúklega feitir. Pví ættu breytingar á algengi örorku vegna offitu að gefa vísbendingu um hversu alvarlegt lýðheilsufarslegt vandamál hér er á ferðinni og þá sérstaklega um breytingar á fjölda þeirra sem eru með verulega eða sjúklega offitu. Örorka er metin á grundvelli almannatrygg- ingalaganna (9). Samkvæmt 12. grein laganna er hærra stig örorku (að minnsta kosti 75% örorka) metið þeim sem eru á aldrinum 16 til 66 ára og hafa verulega og langvarandi skerðingu á starfsgetu, en samkvæmt 13. grein laganna er lægra örorkustigið (örorka að minnsta kosti 50% en lægri en 75%) metið þeim sem hafa minna skerta starfsgetu eða verða fyrir umtalsverðum aukakostnaði vegna ör- orku sinnar. Fram til 1. september 1999 var hærra örorkustigið metið á grundvelli læknisfræðilegra, fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna, en eftir Efniviður og aðferðir Unnar voru úr örorkuskrá Tryggingastofnunar ríkisins (TR) upplýsingar um kyn, aldur, búsetu og sjúkdómsgreiningar samkvæmt ICD flokkunar- skránni (14) hjá þeim sem metnir höfðu verið til örorku vegna lífeyristrygginga (hærra eða lægra örorkustigsins) og voru búsettir á íslandi 1. des- ember 1992 og 1. desember 2004. Aflað var upp- lýsinga frá Hagstofu íslands um fjölda íslendinga á aldrinum 16-66 ára á sama tíma og aldursdreifingu þeirra eftir kyni (15). Þessar upplýsingar voru not- aðar til að reikna hundraðshlutfall öryrkja af jafn- gömlum íslendingum. Hópar voru bornir saman með kí-kvaðrat marktækniprófi (16) og miðað við 95% öryggismörk. Niðurstöðurnar frá 1. desember 2004 voru bornar saman við sambærilegar niðurstöður frá 1. desember 1992 úr örorkuskrá TR og frá Hagstofu íslands (15). Til þess að taka tillit til breytinga sem orðið hafa á aldursdreifingu þjóðarinnar á þessu 12 ára tímabili var gerð aldursstöðlun og reiknað aldursstaðlað áhættuhlutfall (standardized risk ratio, SRR) fyrir konur og karla (17). Notast var við 95% öryggismörk. I örorkuskránni sem gögnin voru unnin úr eru upplýsingar um kyn, aldur, búsetu, örorkumat og sjúkdómsgreiningar, en hvorki nöfn né kennitölur viðkomandi einstaklinga. Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar (tilkynning nr. S2754/2005) og Vísindasiðanefnd veitti leyfi fyrir framkvæmd hennar (VSN 05-156-Sl). Niðurstöður I desember 1992 höfðu 29 konur og 8 karlar offitu sem fyrstu sjúkdómsgreiningu í örorkumati, en árið 2004 hafði fjöldinn aukist í 82 hjá konum (183% aukning) og 29 hjá körlum (263% aukn- ing). Þessi aukning var marktækt meiri en aukning á fjölda öryrkja almennt á sama tímabili sem var 63% hjá konum (úr 4985 í 8109) og 53% hjá körl- um (úr 3561 í 5461) (p=0,01 fyrir konur, p=0,03 fyrir karla). Tafla I sýnir að algengi örorku á íslandi jókst frá 1. desember 1992 til 1. desember 2004 hjá 528 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.