Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2006, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.07.2006, Qupperneq 27
FRÆÐIGREINAR / RISTRUFLANIR Ristruflun Aldur Fjöldi einstaklinga Mikil Miðlungs Vasg til miðlungs Væg Engin Stig ristruflana 45-54 ára 629 1,3% 1,4% 4,1% 14,8% 78,4% ■■■■■■22,4 55-64 ára 487 3,5% 1,9% 8,0% 23,4% 63,2% ^^^^^^■21,1 65-75 ára 292 19,9% 5,5% 12,7% 24,3% 37,6% ■■■■16,5 voru einungis hafðir með í greiningunni ef þeir voru annaðhvort í föstu sambandi eða höfðu fengið læknisfræðilega greiningu á ristruflun (7). Einhleypir karlmenn sem ekki höfðu reynt samfarir eða fengið kynferðislega örvun voru ekki hafðir með í greiningunni. Auk spurninga til að meta tíðni ristruflana var spurt um ólíka þætti varðandi sjúkdóma, lyf og kynlífsheilsu og um aðra félagslega þætti sem verða ekki til umfjöllunar í þessari grein. Hópnum var skipt upp í þrjú aldursbil: 45-54 ára, 55-64 ára og 65-75 ára. Tölfræðileg martækni var reiknuð með t-próf- um og dreifigreiningu (ANOVA) þar sem munur á meðaltölum var metinn og með kí-kvaðrat í krosstöflum. Fylgni mögulegra áhrifaþátta við ristruflun karla var skoðuð með Pearsons‘s fylgni- stuðlinum. Línulegri aðhvarfsgreiningu (ordinary least squares multiple regression) var síðan beitt til þess að skoða hversu mikið af breytileika í ristruflunum, mældum með IIEF, þessir þættir skýrðu. Til að skoða hvað greinir einkum á milli þeirra karla sem eiga við ristruflanir að stríða og þeirra sem ekki hafa slík vandamál var notað for- ritið „AnswerTree" (CHAID algóritma) (8,9). Rannsóknin var gerð í apríl 2004 og IMG Gallup sá um framkvæmd hennar. Niðurstöður Alls bárust svör frá 1633 karlmönnum sem er 40,8% svarhlutfall. Af þeim svöruðu 1503 póstlista, 72 með tölvupósti og 58 í síma. Um 85% voru kvæntir eða í sambúð. Fyrir allan hópinn kom í ljós að 35,5% karl- manna á aldrinum 45-75 ára höfðu fundið fyrir ristruflunum af einhverju tagi (21 stig eða minna á IIEF-5 kvarðanum) síðastliðna sex mánuði (mynd 1). Þegar þessar niðurstöður eru heimfærðar á þýði samsvarar það að um það bil 14.600 íslenskra karlmanna á aldrinum 45-75 ára þjáist af ristruflun af einhverju tagi. Þegar tíðni risvandamála er skoðuð með til- liti til aldurs er vandamálið marktækt meira hjá mönnum í elsta aldursflokknum en þeim yngsta (mynd 2). Þeir sem voru með miðlungs eða mikla ristruflun voru 2,7% í yngsta aldurshópnum á móti 25,4 % í elsta hópnum. Niðurstöður sýna jafnframt að rúm 60% karlmanna á aldrinum 65-75 ára finna fyrir ristruflunum af einhverju tagi. Þegar kynhegðun íslenskra karlmanna er skoðuð kemur einnig í ljós munur á milli aldurs- hópa (mynd 3). Þar má sjá að yfir 60% karla í elsta aldurshópnum, 65-75 ára, hafa samfarir einu sinni eða oftar í mánuði og 30% oftar en þrisvar í mánuði. Einnig kemur í ljós að kynlíf skiptir karl- menn frekar eða mjög miklu máli í öllum aldurs- hópum (mynd 4). Af öllum þeim karlmönnum sem höfðu fund- ið fyrir ristruflun af einhverju tagi fengu aðeins um 24% meðferð og af þeim töldu rúm 84% Mynd 2: Tíðni ristrufl- ana með tilliti til aldurs. í síðasta dálknum eru sýnd meðalstig ristruflana í hverjum aldurshópi. 45-54 ára 55-64 ára 65-75 ára Mynd 3: Tíðni samfara skipt eftir aldurshópum. 45-54 ára 55-64 ára 65-75 ára Mynd 4. Hversu miklu máli kynlíf skiptir íslenska karlmenn með tilliti til aldurs. □ Frekar eða mjög miklu ■ Hvorki né □ Frekar eða mjög litlu Læknablaðið 2006/92 535
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.