Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2006, Page 27

Læknablaðið - 15.07.2006, Page 27
FRÆÐIGREINAR / RISTRUFLANIR Ristruflun Aldur Fjöldi einstaklinga Mikil Miðlungs Vasg til miðlungs Væg Engin Stig ristruflana 45-54 ára 629 1,3% 1,4% 4,1% 14,8% 78,4% ■■■■■■22,4 55-64 ára 487 3,5% 1,9% 8,0% 23,4% 63,2% ^^^^^^■21,1 65-75 ára 292 19,9% 5,5% 12,7% 24,3% 37,6% ■■■■16,5 voru einungis hafðir með í greiningunni ef þeir voru annaðhvort í föstu sambandi eða höfðu fengið læknisfræðilega greiningu á ristruflun (7). Einhleypir karlmenn sem ekki höfðu reynt samfarir eða fengið kynferðislega örvun voru ekki hafðir með í greiningunni. Auk spurninga til að meta tíðni ristruflana var spurt um ólíka þætti varðandi sjúkdóma, lyf og kynlífsheilsu og um aðra félagslega þætti sem verða ekki til umfjöllunar í þessari grein. Hópnum var skipt upp í þrjú aldursbil: 45-54 ára, 55-64 ára og 65-75 ára. Tölfræðileg martækni var reiknuð með t-próf- um og dreifigreiningu (ANOVA) þar sem munur á meðaltölum var metinn og með kí-kvaðrat í krosstöflum. Fylgni mögulegra áhrifaþátta við ristruflun karla var skoðuð með Pearsons‘s fylgni- stuðlinum. Línulegri aðhvarfsgreiningu (ordinary least squares multiple regression) var síðan beitt til þess að skoða hversu mikið af breytileika í ristruflunum, mældum með IIEF, þessir þættir skýrðu. Til að skoða hvað greinir einkum á milli þeirra karla sem eiga við ristruflanir að stríða og þeirra sem ekki hafa slík vandamál var notað for- ritið „AnswerTree" (CHAID algóritma) (8,9). Rannsóknin var gerð í apríl 2004 og IMG Gallup sá um framkvæmd hennar. Niðurstöður Alls bárust svör frá 1633 karlmönnum sem er 40,8% svarhlutfall. Af þeim svöruðu 1503 póstlista, 72 með tölvupósti og 58 í síma. Um 85% voru kvæntir eða í sambúð. Fyrir allan hópinn kom í ljós að 35,5% karl- manna á aldrinum 45-75 ára höfðu fundið fyrir ristruflunum af einhverju tagi (21 stig eða minna á IIEF-5 kvarðanum) síðastliðna sex mánuði (mynd 1). Þegar þessar niðurstöður eru heimfærðar á þýði samsvarar það að um það bil 14.600 íslenskra karlmanna á aldrinum 45-75 ára þjáist af ristruflun af einhverju tagi. Þegar tíðni risvandamála er skoðuð með til- liti til aldurs er vandamálið marktækt meira hjá mönnum í elsta aldursflokknum en þeim yngsta (mynd 2). Þeir sem voru með miðlungs eða mikla ristruflun voru 2,7% í yngsta aldurshópnum á móti 25,4 % í elsta hópnum. Niðurstöður sýna jafnframt að rúm 60% karlmanna á aldrinum 65-75 ára finna fyrir ristruflunum af einhverju tagi. Þegar kynhegðun íslenskra karlmanna er skoðuð kemur einnig í ljós munur á milli aldurs- hópa (mynd 3). Þar má sjá að yfir 60% karla í elsta aldurshópnum, 65-75 ára, hafa samfarir einu sinni eða oftar í mánuði og 30% oftar en þrisvar í mánuði. Einnig kemur í ljós að kynlíf skiptir karl- menn frekar eða mjög miklu máli í öllum aldurs- hópum (mynd 4). Af öllum þeim karlmönnum sem höfðu fund- ið fyrir ristruflun af einhverju tagi fengu aðeins um 24% meðferð og af þeim töldu rúm 84% Mynd 2: Tíðni ristrufl- ana með tilliti til aldurs. í síðasta dálknum eru sýnd meðalstig ristruflana í hverjum aldurshópi. 45-54 ára 55-64 ára 65-75 ára Mynd 3: Tíðni samfara skipt eftir aldurshópum. 45-54 ára 55-64 ára 65-75 ára Mynd 4. Hversu miklu máli kynlíf skiptir íslenska karlmenn með tilliti til aldurs. □ Frekar eða mjög miklu ■ Hvorki né □ Frekar eða mjög litlu Læknablaðið 2006/92 535

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.