Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2006, Page 29

Læknablaðið - 15.07.2006, Page 29
FRÆÐIGREINAR / RISTRUFLANIR uðu könnuninni gefi skekkta mynd af þeim 60% sem kusu að svara ekki. Til að meta hugsanleg áhrif svörunar á hlutfall ristruflunar var ristruflun greind eftir því hvernig og hvenær menn svöruðu. I ljós kom að meðaleinkunn ristruflana var mjög svipuð í öllum flokkum (19,9-22,0). Þetta er talið vísbending um að vandamálið sem slíkt ráði engu um það hvort menn svara eða ekki. Annað atriði sem styður að um trúverðugan þverskurð af þjóð- félaginu sé að ræða er að hlutfall karla sem reykja daglega er sambærilegt því sem aðrar rannsóknir hafa sýnt (13). Niðurstöður sýndu að lægst svarhlutfall var meðal einhleypra karlmanna. I svarendahópnum er töluvert hærra hlutfall giftra/í sambúð heldur en í þjóðskrá og þá um leið lægra svarhlutfall í hópi einhleypra/fráskilinna. Samkvæmt þjóðskrá voru 74,2% karlmanna á aldrinum 45-75 ára kvæntir/í sambúð en rúm 85% í svarendahópnum í könn- uninni. Aðrar rannsóknir sýna að svarhlutfall er alla jafna lægra hjá ungum einhleypum karlmönnum sem hlotið hafa litla formlega menntun (14-16). Lokaorð Tíðni risvandamála er síst minna hérlendis en í öðrum löndum. Um 35% íslenskra karlmanna á aldrinum 45-75 ára hafa ristruflun á einhverju stigi. Minnst ber á ristruflun meðal yngri karlmanna en mest meðal þeirra eldri. Daglegar reykingar og sykursýki auka mest líkurnar á ristruflun. Aðrir marktækir áhættuþættir eru kólesteról, kvíði og þunglyndi. Helstu áhættuþættir ristruflana eru þeir sömu og fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og því gilda sömu almennu ráðleggingarnar til karlmanna í báðum tilvikum, það er að reykja ekki, halda sér í kjörþyngd og leitast við að halda blóðsykri og blóðfitu innan eðlilegra marka. í rannsókninni kom fram að kynlíf skiptir karl- menn á öllurn aldri miklu rnáli. Margir karlmenn eiga erfitt með að ræða kynlífsvanda við lækninn sinn og læknar eiga sjaldan frumkvæðið að um- ræðu um ristruflanir. Jafnframt kom í ljós að þeir fáu sem leituðu eftir aðstoð fengu í flestum til- vikum einhverja bót. Þakkír Við viljurn þakka lyfjafyrirtækinu Pfizer fyrir fjár- hagslegan stuðning við rannsóknina. Heimildir 1. NIH Consensus Developmenl Panel on Impotence: Impotence. JAMA 1993;270:83-90. 2. Prins J, Blanker MH, Bohnen AM, Thomas S, Bosch JL. Prevalence of erectile dysfunction: a systematic review of population-based studies. Int J Impot Res 2002; 14:422. 3. Feldman HA, Goldstein I, Hatzichristou DG, Krane RJ. McKinlay JB. Impotence and its medical and psychosocial correlates, results of the Massachusetts Male Aging Study. J Urol 1994;151:54-61. 4. Seftel AD, Sun P, Swindle R. The prevalence of hypertension, hyperlipidemia, diabetes mellitus and depression in men with erectile dysfunction. J Urol 2004; 171:2341. 5. Shabsigh R, Perelman MA, Lochcard DC, Lue TF, Broderick GA. Health issues of men: prevelance and correlates of erectile dysfunction. J Urol 2005;174:662-7. 6. Hreiöarsson A, Ásbjömsdóttir NB, Einarsson GV, Jensdóttir SY, Jóhannesson A. Prevalence of erectile dysfunction in an outpatient population of men with diabetes - relationship to glycemic control. Int J Impot Res 2003; 15, suppl. 6. 7. Rosen RC, Capelleri JC, SmithMD, Lipsky JPena BN. Development and evaluationa of an abriged, 5-item version of the International Index of Erectile Function (IIEF-5) as a diagnostic tool for errectile dysfunction. Int J Impot Res 1999; 11:5 9-74. 8. SPSS (2001). Answer Tree 3.0 User's guide. Chicago: SPSS Inc. 9. SPSS (1999). AnswerTree Algorithm Summary. Technical Report ATALGWP-0599. Chicago: SPSS Inc. 10. Chiurlia E, D’Amico R, Ratti C, Granata AR, Romagnoli R. Modena MG. Subclinical coronary artherosclerosis in patients with erectile dysfunction J Am Coll Cardiol. 2005; 46:1503-6. 11. Esposito K, Giugliano F, Di Palo C, Giugliano G, Marfella R, DAndrea F, et al. Effect of lifestyle changes on erectile dysfunction in obese men: a randomized controlled trial. JAMA 2004; 291:2978. 12. Shabsigh R, Perelman MA, Laumann EO, Lockhart DC. Drivers and barriers to seeking treatment or erectile dysfunction: a comparison of six countries. BJU Int 2004; 94: 1055. 13. Lýðheilsustöð. Umfang reykinga - samantekt 2004. Sótt 6. nóvember 2005 af www.lydheilsustod.is/media/tobaksvarnir/ rannsoknir//13448_tobak_arsskyrsla_191104.pdf 14. Fowler FJ Jr. Nonresponse Bias in mail Surveys of Health Plan Members. Proceedings of the American Statistical Association, Section on Survey Research Methods. Alexandria, VA: American Statistical Association 1998:576-80. 15. Lasek RJ, Barkley W, Harper DL, Rosenthal GE. An Evaluation of the Impact of Nonresponse Bias on Patient Satisfaction Surveys. Medical Care 1997; 35:646-52. 16. McHorney CA, Kosinski M, Ware JE. Comparisons of the Costs and Quality of Norms for the SF-36 Health Survey Collected by Mail Versus Telephone Interview: Results from a National Survey. Medical Care 1994; 32:551-67. Læknablaðið 2006/92 537

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.