Læknablaðið - 15.07.2006, Page 37
SAGA OG LÆKNINGAR
Vppgröftur hófst á Skriðuklaustri sumarið 2002.
fjárhag Skriðuklausturs, þar með talið lausafé,
jarða- og bókaeign (5). Upplýsingar þessar um
veraldlegar eignir klaustursins og umsvif út á við
eru gloppóttar en augljóst er þó að það varð fljótt
mjög auðugt, enda eina klaustrið sem starfrækt var
í Austfirðingafjórðungi á þessum tíma. Enn minna
var vitað um innri starfsemi eða byggingar þess þar
til uppgröfturinn hófst. Engar lýsingar á klaustur-
húsunum eru til varðveittar. Allar minjar tengdar
því eru horfnar undir yfirborð jarðar nema rúst
kirkju sem getið er í úttekt frá árinu 1677 að reist
hafi verið á grunni klausturkirkjunnar (6). Þessi
rúst er greinanleg enn þann dag í dag, á svoköll-
uðu Kirkjutúni sem liggur um 150 metrum neðan
við Gunnarshús og gamla bæjarstæðið á Skriðu,
enda stóð hún til ársins 1792. Elsta lýsing á kirkju
á Kirkjutúninu er varðveitt í úttekt frá árinu 1598.
Þar er að líkindum klausturkirkjunni sjálfri lýst
eftir að hún var gerð að annexíu frá Valþjófsstað
og þess getið að klausturhúsin séu „af fallin“. Þá
var liðin tæp hálf öld frá því klausturlíf lagðist af
á staðnum (7).
Leitað að rústum klaustursins
Löngum var talið að Skriðuklaustur hefði staðið
á gamla bæjarstæðinu á Skriðu og að göng hefðu
legið frá því að kirkjunni sem staðsett var á
Kirkjutúninu. Þó ekki hafi verið vitað með vissu
hvar byggingar klaustursins stóðu, hafa fáir
dregið tilvist þess í efa. Forkönnun var því gerð
á Skriðuklaustri sumarið 2000 í þeim tilgangi að
Útlínur uppgrafuma rústa Skriðuklausturs.
Læknablaðið 2006/92 545