Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2006, Side 49

Læknablaðið - 15.07.2006, Side 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR Á HLAUPUM Vestfirska smalagenið Þrátt fyrir að hafa hlaupið mikið og tekið þátt í fjöldamörgum keppnishlaupum segist Trausti hafa verið mjög lítið frá vegna meiðsla eða annarra álagseinkenna. Hann kveðst þakka það ýmsu en góð gen séu þó mikilvæg. „Það hjálpar að hafa góð hlaupagen og í minni ætt var á árum áður mikið um sprettharða vestfirska smala. Amma mín sagði að ég hefði fengið smalagenið og það getur meira en verið því ég hef alveg sérstaklega gaman af því að hlaupa fjallahlaup. En ég hef þó fundið fyrir álagseinkennum ef ég hleyp mikið án tilbreytingar. Það er mjög mikilvægt að breyta til, til dæmis með sundi og hjólreiðum og ég hef smám saman gert meira af því og byrjaði í fyrra að taka þátt í þríþraut þar sem er synt, hjólað og hlaupið ákveðnar vegalengdir.“ Þess er reyndar skemmst að minnast að einn kollega Trausta úr læknastétt, Höskuldur Kristvinsson skurðlæknir, lauk með glæsibrag svokallaðri Járnkarlskeppni (Ironman) í Arizona í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Trausti segist einmitt vera með þessa keppni í huga á næsta ári (þegar hann verður fimmtugur) og þar er ekki fengist við neina smámuni því synt er 3,8 km, hjól- að 180 km og loks er hlaupið maraþon 42,2 km án hvílda. „Ég tók þátt í stuttri þríþraut í fyrrahaust þar sem byrjað var með 700 metra sundi í Bolungarvík, hjólað um Óshlíðina 17 km og loks hlaupið 7 km á ísafirði. Það var ógleymanleg upplifun og mér fannst sérstaklega gaman að enda á því að hlaupa því ég er lítill sundmaður en náði nokkrum á hlaupunum í lokin.“ Hvaða ráð hefur Trausti fyrir þá sem gætu nú hugsað sér til hreyfings eftir þennan lestur. „Það er auðvitað mikilvægt að byija hæfilega rólega og síðan má ekki gefast upp. Það þarf að reyna að hafa ánægju af hreyfingunni. Ef þetta verður leiðinlegt, þá hættir fólk. En allir ættu að geta fundið einhverja hreyfingu við sitt hæfi. Það er mjög auðvelt að byrja að hlaupa því það eina sem þarf eru góðir skór. Einnig er gott að eiga fatnað úr gerviefnum sem hleypa svita og raka út og eru vatnsheld fyrir rigningu." Nú eru margir sem telja að það sé alls ekki gott fyrir skrokkinn að hlaupa mikið. Hné, sinar og liðir fari illa og best sé bara að fara sér hægt og stíga varlega til jarðar. „Ég er sannfærður um að það er hollt fyrir hnén að hlaupa ef ekki er verið að slást um bolta. Ég þekki dæmi um að fólki hafi batnað í hnjám við hlaupa skynsamlega, það styrkir vöðva í kring um hnén. Allt sem ekki er notað hæfilega, bilar. Þetta gildir jafnt um heilann sem önnur líffæri mann- skepnunnar. Eitt af því besta við að hlaupa er hvað Trausti á hlaupum. maður fær góða hvfld fyrir heilann. Fyrir mig er hálftímahlaup eftir erfiða vakt á við tveggja tíma svefn. Ég endurnærist algjörlega." Geta allir hlaitpið? „Það er erfitt fyrir þá sem eru mjög þungir eða gigtveikir að hlaupa. En ég þekki mörg dæmi þess að ef farið er varlega af stað þá léttist fólk jafnt og þétt um leið og það styrkist og úr verða hörku- hlauparar að lokum.“ Þegar Trausti er spurður að því hvort konur þurfi að gæta að einhverju öðru en karlar varðandi hlaup þá segir hann svo ekki vera. „Stúlkur sem stunda langhlaup þurfa þó að vera meðvitaðar um hættuna á að fá ákveðin lystarstolseinkenni. Svo er auðvitað rétt að vera meðvitaður um að hlaup geta orðið að áráttu og ofþjálfunareinkenni eru neikvæða hliðin á hlaupaiðkun. Mörgum ástríðu- hlauparanum líður illa ef hann kemst ekki út að hlaupa á hverjum degi en sjálfur hef ég reynt að vera sáttur þó ég komist ekki daglega því hæfileg hvfld er jafnmikilvæg og æfingarnar.“ Sjá nánar: www.hlaup.is h ttp://malbein.net/blog/ www.ATC.gl www.triceland.net Læknablaðið 2006/92 557

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.