Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2008, Page 45

Læknablaðið - 15.05.2008, Page 45
Bryndís Benediktsdóttir heimilislæknir. Hávar Sigurjónsson U M R Æ Ð U R FRAMHALD O G FRÉTTIR SNÁM LÆKNA Læknavísindin eru hluti af læknislistinni Bryndís Benediktsdóttir hefur kennt nám- skeiðið Klínísk færni og samskipti læknis og sjúklings við læknadeild HÍ um árabil. Hún segir áhersluna á samskipti sífellt vera að aukast og sérstaklega hafi augu lækna beinst að mikilvægi þessa þáttar á síðustu áratugum 20. aldarinnar í kjölfar hinna gríðarlegu framfara sem orðið hafi í læknavísindum á öldinni. „Kennsla í samskiptum læknis og sjúklings við læknadeildina hófst í upphafi níunda áratugarins og þetta varð í kjölfar mikillar umræðu innan læknastéttarinnar í Evrópu og Bandaríkjunum um þennan þátt læknisfræðinnar áratuginn á undan. Það má segja að þetta hafi sprottið upp í kjölfar þeirra miklu framfara sem orðið höfðu í lækna- vísindunum alla öldina, ný tæki, ný lyf, nýjar aðferðir til greiningar sjúkdóma og þannig mætti áfram telja. Á þeim tíma töldu menn að í þessu væri framtíð læknisfræðinnar fólgin. Það kom því verulega á óvart þegar farið var að kanna hvernig fólk upplifði heilsu sína og heilbrigðisþjónustuna á 9. áratugnum að það taldi þetta tvennt síst betra en verið hafði í upphafi aldarinnar, nær 100 árum fyrr. í Bandaríkjunum hafði kærum vegna mistaka í starfi heilbrigðisstarfsfólks fjölgað mjög og menn fóru að spyrja hvernig á þessu stæði. í ljós kom að stóran hluta þessarar óánægju og kærumála mátti rekja til samskipta læknis og sjúklings. Og þá var eðlilegt að spurt væri hvernig þessum hlutum væri háttað við kennslu og þjálfun lækna. Svarið var einfalt: þetta er ekki kennt. Og spurt var á móti: Er það ekki nauðsynlegur hluti af læknisstarfinu að kunna góð samskipti? Jú, menn voru almertnt sammála um að til að mennta góðan lækni þá þyrfti hann að geta átt góð samskipti við sjúklinga sína. Við stóðum í rauninni frammi fyrir því að við höfðum kennt læknisfræði, raunvísindahlutann mjög vel, en samskiptaþátturinn og klínísk færni var ekki kennd skipulega. Læknanemum var ætlað að læra þetta af því að fylgjast með sérfræð- ingum og eldri læknum við störf sín og með því LÆKNAblaðið 2008/94 397

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.