Læknablaðið - 15.01.2010, Side 15
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
er þess vegna lítið þó að sértækið sé gott, 97% í
þessari könnun ef miðað er við <20 pg/L. Mjög
lágt ferritín bendir þannig eindregið til lítilla eða
engra járnbirgða en eðlilegt eða hátt ferritín úti-
lokar ekki járnleysi. CHr <23 pg er einnig mjög
sértækur mælikvarði á járnleysi, 99%, og sTfR-
ferritín-vísir >18 og Tómasartafla fylgir á eftir með
92% sértæki. Með því að nota aðrar forsendur
mætti enn auka sértækið á kostnað næmis eða
öfugt. Ef til dæmis væri miðað við forsendurnar
S-Ferritín <12 pg/L, MCV <76 fL eða CHr <21 pg
yrði sértæki þessara rannsókna 100% því að allir
þátttakendur sem höfðu svo lágar niðurstöður
reyndust járnlausir við smásjárskoðun. Næmið
félli hins vegar undir 50%.
Skilvirkni rannsókna segir til um hve oft
þær segja rétt til um það atriði sem þeim er
ætlað að skera úr um, í þessari könnun járnhag.
Skil-virkni þeirra rannsókna, sem hér er fjallað
um, reyndist 76-91% hjá öllum þátttakendum
án tillits til bólgusvörunar miðað við forsend-
urnar í töflu III. Ferritín <20 pg/L og CHr <23 pg
reyndust skilvirkustu einstöku rannsóknirnar. Af
reiknuðum mælikvörðum var sTfR-ferritín-vísir
skilvirkastur. Ferritín reyndist skilvirkari mæli-
kvarði á járnskort en sTfR í þessari könnun. í
öðrum könnunum, þar sem þessar rannsóknir
hafa verið bornar saman, hefur sTfR reynst betri
en ferritín í sumum10-16-21-23 en ekki í öðrum,15-17-18
ef til vill vegna mismunandi þýðis.
Kannað var hvort bólgusvörun hefði áhrif á
notagildi rannsóknanna með því að athuga næmi,
sértæki og skilvirkni þeirra við greiningu járn-
skorts auk mælikvarða Youdens hjá þátttakendum
með CRP annars vegar <6 mg/L og hins vegar >6
mg/L. f töflu III sést að sértæki allra rannsóknanna
var mjög gott, 90-100%, hjá þeim sem höfðu CRP
<6 mg/L en ekki eins gott hjá hinum. Næmi og
skilvirkni rannsóknanna voru hins vegar síðri og
áhrif bólgusvörunar á þá þætti mismunandi eftir
rannsóknum. Munur á næmi, sértæki, skilvirkni
eða mælikvarða Youdens milli þeirra sem höfðu
CRP <6 og 26 mg/L var þó sjaldan tölfræðilega
marktækur eins og kemur fram í töflu III.
Mælikvarði Youdens (Youden index) segir til
um notagildi rannsókna við greiningu sjúkdóms
eða sjúklegs ástands.24 Hann hækkar með vax-
andi notagildi og getur hæst orðið 1,00. Af þeim
rannsóknum sem þessi könnun nær til reyndist
Tómasartafla hafa mest notagildi samkvæmt
mælikvarða Youdens, 0,75 í óskiptu þýði án tillits
til CRP. Hún spáði fyrir um jámskort með 100%
næmi hjá þátttakendum með CRP 26 mg/L og
100% sértæki hjá þeim sem vom með CRP <6
mg/L. Af því má álykta að óhætt sé að treysta
niðurstöðum sem gefa til kynna járnskort hjá þeim
sem hafa CRP <6 mg/L og sömuleiðis niðurstöðum
sem benda ekki til járnskorts hjá þeim sem eru með
CRP 26 mg/L þegar Tómasartafla er notuð. Tekið
skal fram að enginn af þátttakendunum hafði
merki um Miðjarðarhafsblóðleysi (thalassaemia)
sem getur eins og járnskortur valdið blóðleysi með
smáum rauðum blóðkornum. Næst að notagildi
kom sTfR-ferritín-vísir sem reyndist aðeins síðri
en Tómasartafla, bæði í óskiptu þýði og hjá þátt-
takendum með CRP 26 mg/L. Hjá þátttakendum
sem höfðu CRP <6 mg/L var sTfR-ferritín-vísir
hins vegar aðeins betri mælikvarði á járnskort en
Tómasartafla samkvæmt mælikvarða Youdens.
Samkvæmt þessu gefur Tómasartafla haldbetri
upplýsingar um járnhag en hinar rannsóknirnar.
Mynd 4. Meðaltal sTfR-
ferritín-vísis og 95%
vikmörk eru sýnd fyrir
hvert stig afjárnbirgðum
í merg. Viðmiðunaríinur
fyrir sTfR-ferritín-vísi 11 og
15 eru sýndar. Tölfræðilega
marktækur munur (p
<0,05) er á milli meðallals
af sTfR-ferritín-vísi hjá
þátttakendum með öll stig af
járnbirgðum.
Mynd 5. Meðaltal ferritíns og 95% vikmörk eru sýnd fyrir hvert stig af járnbirgðum í merg.
Tölfræðilega marktækur munur (p <0,05) erá milli meðaltals ferritíns hjá þátttakendum með
öll stig af járnbirgðum.
LÆKNAblaðið 2010/96 1 5