Læknablaðið - 15.01.2010, Page 22
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
f f f f ^ f /■ f
Greiningarár
Mynd 1. Aldursstaðlað
nýgengi illkynja sjúkdóma
hjá börnutn (miðað við
100.000 börn <18 ára) eftir
greiningarárum.
Bláa línan = drengir, rauða
línan = stúlkur.
nýgengi krabbameina hjá bömum á íslandi og
auka þannig þekkingu á þessum mikilvæga
sjúkdómaflokki.
Aðferðir
Rannsóknin var afturskyggn og lýðgrunduð.
Hannaður var gagnagrunnur (File Maker Pro 8.0)
og í hann skráð öll krabbameinstilfelli sem greind
hafa verið hjá einstaklingum yngri en 18 ára og
tilkynnt hafa verið til Krabbameinsskrár íslands
frá 1.1.1981-31.12.2006. Nánari upplýsingar vom
fengnar úr sjúkraskrám Landspítala, Bamaspítala
Hringsins, og Sjúkrahússins á Akureyri. Hvert
tilvik var yfirfarið með tilliti til greiningar,
greiningardagsetningar, búsetu við greiningu og
endurkomu sjúkdóms.
Upplýsingar sem skráðar vom í gagna-
Mynd 2. Hlutfallsleg skipting allra krabbameinstilfella á rannsóknartímabilinu eftir
aðalflokkum ICCC-3.
gmnninn voru eftirfarandi: Aldur, kyn, þekktir
undirliggjandi áhættuþættir, búseta við greiningu,
aldur við greiningu, greining og undirflokkun.
Ef einstaklingur greindist síðar með aðra
tegund af krabbameini flokkaðist það sem nýtt
sjúkdómstilfelli í gagnagrunninn.
Áhættuþáttur var skilgreindur sem þekktur
erfðafræðilegur breytileiki sem eykur hættu á
illkynja sjúkdómum og sem vitað var um áður en
krabbameinið greindist.
Öll illkynja krabbamein voru skráð í gagna-
grunninn og að auki öll góðkynja æxli í mið-
taugakerfi. Hins vegar voru góðkynja æxli í
kynkirtlum og beinum og traffmmnager (Langer-
hans cell histiocytosis) ekki skráð líkt og hefð er
fyrir hjá Krabbameinsskrá íslands. Þannig vom
24 manns sem eru í Krabbameinsskrá Islands
útilokaðir frá rannsókninni.
Krabbamein voru flokkuð útfrá ICCC-3
flokkxmarkerfinu, 12 aðalflokkum og undirflokk-
um þegar það átti við.13 Alheimsaldursstöðlim
var notuð við nýgengisútreikninga14 og miðað við
tilvik af 100.000 börnum <18 ára. Aldursstöðlun
var gerð með tilliti til aldursbilanna 0-4 ára, 5-9
ára, 10-14 ára og 15-17 ára. Upplýsingar um fjölda
bama á íslandi fengust hjá Hagstofu Islands.
Útreikningar á nýgengi og öryggismörkum
(confidence interval, CI) voru gerðir í Excel.
Öryggismörk fyrir marktækni miðuðust við 95%.
Fengið var leyfi frá lækningaforstjóra
Landspítala, Persónuvemd (tilvísunarnúmer:
2007100755), siðanefnd Landspítala, vísindasiða-
nefnd heilbrigðisráðuneytisins (tilvísunamúmer:
VSNb2008090009) og yfirlækni Krabbameinsskrár
Islands.
Niðurstöður
Á rannsóknartímabilinu greindust 288 tilvik af
krabbameinum hjá bömum á Islandi. Af þeim
vom 278 frumtilvik og 10 meðferðartengd tilvik
hjá níu börnum. Hjá einum einstaklingi greindust
alls þrjú tilvik. Alls voru því 279 böm greind með
krabbamein á tímabilinu. Árlegt aldursstaðlað
nýgengi fyrir rannsóknartímabilið í heild var 14,5
af 100.000 börnum <18 ára. Fyrir aldursbilið 0-14
ára var nýgengið 13,6 af 100.000 en fyrir aldursbilið
15-17 ára var nýgengið 19,6 af 100.000. Á mynd
1 má sjá breytingar á nýgengi eftir kynjum á
rannsóknartímabilinu. Ekki var marktæk breyting
á nýgengi þegar greiningarárunum var skipt upp
í tvö tímabil 1981-1993 og 1994-2006. Á árunum
1981-1993 greindust 71 drengir, nýgengi 14,0 af
100.000 (95% CI; 10,7-17,3) en á árunum 1994-
2006 greindust 94 drengir, nýgengi 18,2 af 100.000
(95% CI; 14,5-21,9). Á ofangreindum tímabilum
22 LÆKNAblaöið 2010/96