Læknablaðið - 15.01.2010, Qupperneq 24
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
að bera saman nýgengi milli sýslna, kjördæma
eða minni eininga. Borið var saman nýgengi
milli höfuðborgarsvæðisins (14,3 af 100.000) og
landsbyggðarinnar (14,6 af 100.000) og reyndist sá
munur ekki marktækur.
Tíu meðferðartengd tilvik greindust á rann-
sóknartímabilinu. Tvö af þeim voru bráðamerg-
frumuhvítblæði, tvö MDS, tvö stjarnfrumna-
æxli af gráðu 4 (glioblastoma multiforme), tvö
beinsarkmein, eitt sarkmein í mjúkvef og eitt
bráðahvítablæði af óskilgreindum uppruna. Tvö
af meðferðartengdu tilvikunum greindust hjá
sama einstaklingnum, MDS og síðar bráða-
mergfrumuhvítblæði.
Að meðferðartengdu tilvikunum frádregnum
voru 10 börn með þekkta áhættuþætti fyrir
krabbameinum, sex með taugatrefjaæxlager,
tvö með Downs-heilkenni og tvær stúlkur
með XY-litningagerð og pure gonadal dys-
genesis. Börnin með Downs-heilkenni greind-
ust með bráða eitilfrumuhvítblæði og bráða
mergfrumuhvítblæði en stúlkurnar með XY
litningagerðina greindust báðar með kyn-
kirtilskímfrumnaæxli (gonadoblastoma) í eggja-
stokkum með illkynja frumubreytingum. Af
þeim sex sem voru með taugatrefjaæxlager
voru tvö með sjóntaugaræxli (optic glioma) og
önnur æxli í heilavef (other glioma), eitt með
sjóntaugaræxli og stjamfrumnaæxli, eitt með æxli
í heilavef, eitt með stjamfrumnaæxli og eitt með
aftanskinu taugatrefjasarkmein (retroperitoneal
neurofibrosarcoma).
Umræða
í þessari rartnsókn var leitast við að varpa ljósi á
nýgengi krabbameina hjá bömum á Islandi. Er
þetta fyrsta rannsóknin sem birtist hér á landi um
þetta efni.
Aldursstaðlað nýgengi krabbameina hjá
börnum á íslandi á rannsóknartímabilinu var 14,5
af 100.000 börnum <18 ára og hefur það haldist
nokkuð óbreytt frá árinu 1981. í sjaldgæfum
sjúkdómum eins og krabbameinum hjá börnum
geta verið miklar tilviljanasveiflur á nýgengi
milli ára. Sérstaklega á það við þegar þýðið er
fámennt eins og á íslandi. Því ber að taka með
varúð breytileika í nýgengistölum milli ára. Langt
rannsóknartímabil eins og í þessari rannsókn
minnkar þó áhrif tilviljana á nýgengisútreikninga.
Erlendis er hefð fyrir því að skilgreina krabba-
mein á aldursbilinu 0-14 ára sem krabbamein
hjá börnum (childhood cancer) en krabbamein
á aldursbilinu 15-19 ára sem krabbamein hjá
unglingum (adolescent cancer). í okkar rannsókn
var hins vegar miðað við aldursbilið 0-18 ára
sem er sá aldurshópur sem meðhöndlaður er
af barnalæknum á íslandi, oftast á Barnaspítala
Hringsins og í norrænu samstarfi. Ef heildar-
nýgengi krabbameina hjá börnum 0-14 ára á
íslandi (13,6 af 100.000) er borið saman við
nágrannaþjóðirnar er það sambærilegt við
niðurstöður frá Evrópu (13,1 af 100.000)3 og
Bandaríkjunum (15,3 af 100.000).2
Rannsókn þessi var lýðgrunduð og að auki
voru allar sjúkraskrár sjúklinga yfirfarnar. Af þeim
sökum eru faraldsfræðilegu upplýsingarnar mjög
áreiðanlegar í rannsókninni og að öllum líkindum
nákvæmari en upplýsingar í rannsóknum um
faraldsfræði krabbameina í börnum hjá ná-
grannaþjóðum okkar. Árið 1981 hófu Norður-
löndin samstarf um flokkun, skráningu og
meðferð krabbameina hjá börnum með stofnun
Nordic Society of Pediatric Hematology and
Oncology (NOPHO). Hefur þessi samvinna meðal
annars auðveldað rannsóknir á árangri meðferðar
og samanburð á milli Norðurlandanna. Þær
upplýsingar sem sendar hafa verið til NOPHO
hafa verið í höndum barnalækna Landspítala
þannig að börn með staðbundin sortuæxli
sem fjarlægð voru utan spítala og unglingar
sem meðhöndlaðir voru á fullorðinsdeildum
í upphafi rannsóknartímabilsins voru ekki öll
tilkynnt til NOPHO. Á undanförnum árum hafa
langflest krabbameinstilvik hjá börnum sem þurfa
meðferð komið til meðhöndlunar á Bamaspítala
Hringsins.
Krabbameinsskrá íslands skráir öll illkynja
mein auk góðkynja meina í miðtaugakerfi
og góðkynja mein í kynkirtlum og beinum.
Flokkunarkerfi ICCC-3 tekur ekki með góðkynja
æxli í kynkirtlum og beinum. Alls voru því 24
tilvik undanskilin frá rannsókninni með slík mein.
Að auki voru tvö meðferðartengd MDS tilvik ekki
tilkynnt til Krabbameinsskrár íslands en MDS er
sjúkdómshópur sem krabbameinsskrár hafa átt
erfitt með að afla upplýsinga um og henda reiður
á.
Ekki reyndist vera marktækur munur á
nýgengi drengja og stúlkna. Þrátt fyrir það
er vel þekkt að drengir eru almennt í meiri
hættu á að fá krabbamein heldur en stúlkur.5'
15 Áhugavert var hversu mikið oftar drengir fá
eitilfrumukrabbamein en stúlkur. Ástæður þess að
drengir greinast oftar með krabbamein en stúlkur
eru óþekktar.
Eins og búist var við var aldursdreifing
krabbameina í bernsku sú sama og sýnt hefur
verið fram á í erlendum rannsóknum. Algengust
eru þau hjá börnum 1-2 ára og 16-17 ára. Yngstu
börnin fá fyrst og fremst hvítblæði og æxli
upprunnin frá óþroskuðum forstigsfrumum sem
24 LÆKNAblaðið 2010/96