Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN valdi slysunum frekar en veður, sjólag eða birta. Athyglisvert er að flest slys virðast eiga sér stað við góðar aðstæður, lítinn vind, tiltölulega lítinn sjó, í engri úrkomu og um hábjartan dag. Ætla mætti að skýringin væri sú að flestir væru við vinnu í góðu veðri en staðreyndin er sú að flest slys verða um borð í togurum sem eru að veiðum í öllum veðrum. Ekki er ljóst af hverju slysatíðni nær hámarki seinni part dags en hugsanlega skiptir þar máli þreyta sem fylgir vaktavinnukerfi. Islensk rannsókn á áhrifum hvíldar á heilsu og öryggi sjómanna bendir til þess að meirihluti sjó- manna vakni þreyttir og að það komi fram svefn- gloppur í vöku bæði seinni part nætur og seinni part dags.18 Mikilvægt er því að stuðla að því að sjómenn hafi góða hvíldaraðstöðu og fái nægilega hvíld á milli vinnulota. Slysin verða helst á vetrar- mánuðum sem væntanlega tengist því að þá eru flestir úthaldsdagar. Úthaldsdagar eru að jafnaði færri í desember en aðra mánuði ársins og það skýrir sennilega lægri slysatíðni þann mánuð. Nánast öll banaslys og mikill meirihluti ann- arra slysa eiga sér stað á fiskiskipum. Slys um borð í kaupskipum virðast fátíð, en ekki fengust upplýsingar um fjölda starfandi sjómanna á kaup- Tafla IV. Tegund áverka. Fjötdi slysa flokkast eftir tegund áverkans. Banaslys eru ekki tekin með. Meira en helming áverka má rekja til höggs við árekstur eða fall. Orsök áverka Fiskiskip Önnur skip Öll skip Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöld Hlutfall högg, skellur vegna árekstrar 215 30% 28 26% 243 29% högg, árekstur við hlut á hreyfingu 158 22% 18 17% 176 21% högg, árekstur við kyrrstæðan hlut 51 7% 10 9% 61 7% árekstur, annar 6 1% 6 1% högg, skellur vegna falls 161 22% 35 32% 196 24% fall á einum fleti, hrösun 67 9% 11 10% 78 9% fall á einum fleti, skrikun 48 7% 7 6% 55 7% lágt fall eða stökk 14 2% 5 5% 19 2% hátt fall eða stökk 14 2% 3 3% 17 2% fall I eða úr stiga 14 2% 7 6% 21 3% fall, annað 4 1% 2 2% 6 1% kramning 130 18% 12 11% 142 17% skurður, höggning, sögun 77 11% 6 6% 83 10% stunga, önnur innþrenging 41 6% 2 2% 43 5% bráð ofáreynsla líkamans 35 5% 17 16% 52 6% bráð ofáreynsla við að lyfta. 10 1% 6 6% 16 2% bráð ofáreynsla við að draga, toga, ýta 8 1% 3 3% 11 1% ofáreynsla við annað 17 2% 8 7% 25 3% aðskotahlutur 34 5% 3 3% 37 4% aðskotahlutur i auga 27 4% 27 3% aðskotahlutur annað 7 1% 6 6% 13 2% annað/ótilgreint 24 3% 24 3% samtals 717 109 826 400 ládautt sjólítiö talsvorður sjór stórsjór hafrót Mynd 2. Sjólag þegar slys varð. Myndin sýnir dreifingu slysa eftir því hvernig sjólag var þegar slys átti sér stað. Hér eru ekki tekin með banaslys. Meirihluti slysa verður í lygnum sjó. Ládautt = engar gárw sjást. Sjólitið = ölduhœð metin 0,1-0,5 m. Talsverður sjór = ölduhœð metin 1,25-2,5 m. Stórsjór = öiduhœð metin 6-9 m. Hafrót = ölduhœð metin 9-14 m. skipum þar sem þau eru nánast öll skráð erlendis og skipverjar því ekki lögskráðir hérlendis. Ætla mætti að reynslulitlir sjómenn lentu frekar í slysum en þeir reyndari, en athyglisvert er að 69% slysa verða hjá sjómönnum með meira en LÆKNAblaðið 2010/96 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.