Læknablaðið - 15.01.2010, Side 41
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Takmarkanir á rannsókninni
Fyrir kom að atriði voru ekki skráð í mæðraskrá
kvenna, svo sem hæð eða þyngd og að upp-
lýsingar vantaði til dæmis um áætlað blóðtap í
aðgerð, gildi á blóðrauða fyrir eða eftir aðgerð og
hvernig fylgjan var fjarlægð. Þar sem rannsóknin
er afturvirk er mögulegt að upplýsingar hafi að
einhverju leyti verið vanskráðar, svo sem að kona
hafi fengið sýklalyf í aðgerð en það ekki skráð
og að leg hafi verið tekið út í aðgerð en það ekki
skráð. Nákvæmari niðurstöður fyrir gjöf sýklalyfja
og einnig á meðhöndlun legs mætti vissulega
nálgast betur með framsýnni rannsókn en því var
ekki við komið að þessu sinni.
Gildi á blóðrauða eftir aðgerð var ekki alltaf
mælt á sama tíma eftir aðgerð. Hjá flestum var
það mælt um sólarhring eftir aðgerð, en tíminn
gat verið frá hálfum til tveimur sólarhringum eftir
aðgerð. Einnig var mismunandi hversu löngu fyrir
aðgerð blóðrauði var mældur, yfirleitt nokkrum
klukkustundum fyrr.
Rannsóknin var námsverkefni eins höfimdarins
(HV) sem þá var læknanemi við læknadeild
Háskóla Islands.
Niðurlag
Keisaraskurður er algeng aðgerð sem almennt er
talin hættulítil bæði af heilbrigðisstarfsfólki og
almenningi. Tíðni fylgikvilla er þó umtalsverð
þar sem um þriðjungur kvenna fær einhvern
fylgikvilla í tengslum við keisaraskurð og eru
meiri líkur á fylgikvilla ef um bráðaaðgerð er
að ræða. Ekki er einungis hætta á fylgikvillum í
tengslum við aðgerðina sjálfa heldur eru seinni
tíma vandamál einnig aukin. Þannig er til dæmis
talin vera aukin hætta á andvana fæðingu hjá þeim
konum sem hafa áður fætt með keisaraskurði.
Skýringar á því mætti hugsanlega rekja til verra
æðakerfis í legi vegna örmyndunar, meiri hættu
á óeðlilegri staðsetningu fylgju og verri þroskun
totuæðakerfis (villous tree) í fylgju.19 Þá eru auknar
líkur á inngróinni fylgju (placenta acreta) sem getur
valdið stjómlausri og lífshættulegri blæðingu við
fæðingu auk þess sem líkur á legnámi við næstu
fæðingu eru auknar. Keisaraskurðir eru heldur
ekki hættulausir fyrir barnið því auknar líkur eru
á öndunarerfiðleikum ef valkeisaraskurður er
gerður fyrir 39 vikur.20 Fyrir kemur að skorið er í
húð barns þegar legskurður er framkvæmdur.21
Keisaraskurður er með algengustu aðgerðum
sem framkvæmdar eru á Landspítala í dag. Þótt
öryggi þeirra sé sífellt að aukast þarf þó ávallt að
hafa í huga að engin aðgerð er án fylgikvilla og
mikilvægt að ígrunda vel ábendingu fyrir aðgerð.
Þakkir
Þakkir fá Anna Haarde, skrifstofustjóri kvenna-
sviðs Landspítala, Anna Björg Jónsdóttir, fyrrver-
andi skrifstofustjóri kvennasviðs Landspítala og
Guðrún Garðarsdóttir, ritari Fæðingarskrár.
Heimildir
1. Skýrslur frá Fæðingarskráningu fyrir árin 1950, 1960,
1970, 1980, 1985, 1997-2004. Kvennadeild og vökudeild
Bamaspítala Hringsins, Landspítala - Háskólasjúkrahúsi, 101
Reykjavík, 1950,1997-2006.
2. Wagner M. Choosing caesarean section. Lancet 2000; 356:
1677-80.
3. Holler, Karin. l.stk. kejsersnit, tak! En undersogelse af
"Maternal Request" som socio-kulturelt fænomen inden for
obstetrikken i Danmark. Mastersritgerð við Gynækologisk-
Obstetrisk Afd. D, Odense Universitets Hospital; 2004.
4. Creasy RK, Resnik R, Iams JD. Matemal-fetal medicine:
principles and practice. 5 ed. Saunders. Philadelphia 2004.
5. Háger RM, Daltveit AK, Hofoss D, et al. Complications
of cesarean deliveries: rates and risk factors. Am J Obstet
Gynecol 2004; 190: 428-34.
6. Zelop C, Heffner LJ. The downside of cesarean delivery:
short- and long-term complications. Clin Obstet Gynecol
2004; 47: 386-93.
7. Edi-Osagie EC, Hopkins RE, Ogbo V, et al. Uterine
exteriorisation at caesarean section: influence on matemal
morbidity. Br J Obstet Gynaecol 1998; 105:1070-8.
8. Tran TS, Jamulitrat S, Chongsuvivatwong V, Geater A.
Risk factors for postcesarean surgical site infection. Obstet
Gynecol 2000; 95: 367-71.
9. Myles TD, Gooch J, Santolaya J. Obesity as an independent
risk factor for infectious morbidity in patients who undergo
cesarean delivery. Obstet Gynecol 2002; 100: 959-64.
10. Martens MG, Kolrud BL, Faro S, Maccato M, Hammill H.
Development of wound infection or separation after cesarean
delivery. Prospective evaluation of 2,431 cases. J Reprod Med
1995; 40:171-5.
11. Vermillion ST, Lamoutte C, Soper DE, Verdeja A. Wound
infection after cesarean: effect of subcutaneous tissue
thickness. Obstet Gynecol 2000; 95: 923-6.
12. Bergholt T, Stenderup JK, Vedsted-Jakobsen A, Helm P,
Lenstrup C. Intraoperative surgical complication during
cesarean section: an observational study of the incidence and
risk factors. Acta Obstet Gynecol Scand 2003; 82: 251-6.
13. Krebs L, Langhoff-Roos J. Elective cesarean delivery for term
breech. Obstet Gynecol 2003; 101: 690-6.
14. Chisaka H, Utsunomiya H, Okamura K, Yaegashi N.
Pulmonary thromboembolism following gynecologic surgery
and cesarean section. Int J Gynaecol Obstet 2004; 84: 47-53.
15. Boyle JG, Gabbe SG. T and J vertical extensions in low
transverse cesarean births. Obstet Gynecol 1996; 87: 238-43.
16. National institute for clinical excellence. Clinical
guideline: caesarean section. www.nice.org.uk/pdf/
CG013NICEguideline.pdf / apríl 2004.
17. Loverro G, Greco P, Vimercati A, Nicolardi V, Varcaccio-
Garofalo G, Selvaggi L. Matemal complications associated
with cesariean section. J Perinatal Med 2001; 29: 322-6.
18. Ramadani, H. Cesarean section intraooperative blood loss
and mode of placental separation. Int J Gynecol Obstet 2004;
87:114-8.
19. Smith GSC, Pell JP, Dobbie R. Caesarean section and risk of
unexplained stillbirth in subsequent pregnancy. Lancet 2003;
362:1779-84.
20. Dónaldsson SF, Dagbjartsson A, Bergsteinsson H, Harðar-
dóttir H, Haraldsson Á, Þórkelsson Þ. Öndunarörðugleikar
hjá nýbumm sem fæðast með valkeisaraskurði. Lækna-
blaðið 2007; 93: 675-9.
21. Smith JF, Hernandez C, Wax JR. Fetal laceration injury at
cesarean delivery. Obstet Gynecol 1997; 90: 344-6.
LÆKNAblaðið 2010/96 41