Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2010, Side 45

Læknablaðið - 15.01.2010, Side 45
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR STOFNFRUMURANNSÓKNIR WMA ályktar um rannsóknir með stofnfrumum Hávar Sigurjónsson Alþjóðasamtök lækna, WMA, samþykktu ályktun varðandi stofnfrumurannsóknir á aðalfundi sam- takanna í Nýju Delhi á Indlandi í október síðastliðnum. Alyktunin sætir tíðindum af tveimur ástæðum, annars vegar hefur WMA aldrei sent frá sér ályktun fyrr um þetta efni og hins vegar kom frumkvæði að ályktuninni frá siðfræðiráði Læknafélags íslands. Jón G. Snædal, formaður siðfræðiráðs LÍ og fyrrverandi forseti WMA, lagði drögin að ályktuninni eins og hún kom upphaflega fram og fylgdi henni síðan eftir á aðalfundi WMA í Delhi. „Alyktunin er eins almenn og hægt er að hugsa sér þar sem skoðanir innan WMA um þetta mál eru mjög skiptar og lagaumhverfi mjög ólíkt milli landa hvað þetta varðar," segir Jón í samtali við Læknablaðið. „Við teljum það töluverðan árangur í sjálfu sér að WMA skuli hafa ályktað um þetta umdeilda málefni og þó ályktunin sé almenns eðlis þá felst í henni stórt skref. Við erum ennfremur mjög ánægð með að frumkvæðið skuli hafa komið frá íslensku læknasamtökunum." I ályktuninni segir að ávallt skuli leitast við að nota stofnfrumur til rannsókna sem eru ekki úr fósturvísum, heldur naflastrengsblóði eða úr vefjum. Jón segir að þessar frumur hafi takmarkaðra rannsóknargildi en stofnfrumur úr fósturvísum. „Stofnfrumur úr til dæmis merg geta einungis orðið að blóðfrumum og ýmis tæknileg vandamál fylgja því að nota stofnfrumur úr naflastrengsblóði. Stofnfrumur úr fósturvísum er auðveldast að meðhöndla og þær geta eðlis síns vegna breyst í hvaða frumur sem er. Þar eru hins vegar skoðanir mjög skiptar og verður að taka tillit til lagalegra, siðferðilegra og ekki síst trúarlegra sjónarmiða." I ályktuninni er hvatt til þess að siðferðileg sjónarmið skuli eftir föngum fylgja alþjóðlegum „ Við erum mjög ánægð með að frumkvœðið skuli hafa komið frá islensku lœknasamtökunum, “ segir Jón G. Snœdal samþykktum. Viðurkennt er að ólíkir hópar hafi margvíslegar skoðanir á notkun stofnfrumna, sérstaklega úr fósturvísum, og hvatt er til þess að notkun þeirra skuli ávallt taka mið af gildandi reglum um rannsóknir á hverju svæði fyrir sig. Þá er að lokum kveðið skýrt á um að engar rannsóknir með fósturvísa skuli fara fram án skriflegs samþykkis beggja gefenda erfðaefnisins sem skapaði fósturvísinn. „Eitt lykilhugtakanna í þessari umræðu er virðing," segir Jón. „Virðing fyrir mannlegu fóstri og þeir sem eru hvað mest á móti notkun stofnfrumna úr fósturvísum til rannsókna beita þessum rökum. Við tókum upp þennan þráð og bentum á að þegar um er að ræða fósturvísa sem ræktaðir eru á rannsóknarstofu, og eru kannski ekki notaðir við að setja upp í leg, heldur geymdir í frysti um óákveðinn tíma þar til þeim er fargað felst í því viss óvirðing. Meiri virðing er fólgin í því að nýta fósturvísana í gagnlegum vísindalegum tilgangi." LÆKNAblaðiö 2010/96 45

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.