Læknablaðið - 15.01.2010, Side 46
■ UMRÆÐUR O G FRÉTTIR
LANDSPÍTALINN
Tryggja verður
gæðin og öryggið
Það kemur varla nokkrum manni á óvart að skera þurfi niður
kostnað og þjónustu á Landspítala á komandi ári. Niðurskurður
hefur verið viðvarandi og að sögn forstjórans Bjöms Zoega hefur
gengið vel að ná settum markmiðum þó enn sé uppi krafa af hálfu
stjórnvalda að lengra verði gengið í sparnaði og niðurskurði.
Lykilorð í umræðunni em einmitt spamaður og
niðurskurður. Sumir kjósa að nota fyrra orðið, það
er óneitanlegra jákvæðara en „niðurskurður" sem
hefur neikvæðan hljóm, felur í sér atvinnumissi
og skerðingu á þjónustu. Með spamaði er sýnd
ráðdeild og hagsýni, ónauðsynleg útgjöld eru
skorin niður og allir hafa það í rauninni jafngott
þó dregið sé úr munaði og jafnvel bruðli. Björn
Zoéga, forstjóri Landspítala, segir að vissulega
hafi spítalinn verið rekinn með ströngu aðhaldi
undanfarin ár og mikill árangur náðst í að draga
úr kostnaði. „Það hefur verið sparað." Spurningin
er hvort lengra verði gengið í meintum spamaði
án þess að skerða þjónustu, lækka laun og fækka
starfsfólki. Hefja niðurskurð. Svar Bjöms er
einfaldlega nei. Það verður ekki gengið lengra
án beins niðurskurðar og reyndar er spítalinn
þegar kominn út á þá braut því dregið hefur úr
þjónustu, laun hafa lækkað, rúmum verið fækkað
og framundan eru uppsagnir starfsfólks.
Hvort það kemur niður á gæðum þjónustunnar
eða skertu öryggi sjúklinga er annað mál að mati
Bjöms og hann leggur mesta áherslu að halda í
þessa tvo þætti, gæðin og öryggið, þrátt fyrir að
óhjákvæmilegt sé að draga úr umsvifum spítalans
á flestum sviðum.
Tölumar sem Bjöm nefnir í þessu samhengi
em háar. Skyldi kannski engan undra þegar um
stærsta einstaka vinnustað landsins er að ræða
með um fimm þúsund starfsmenn. „A þessu ári
höfum við dregið úr kostnaði um 2600 milljónir.
Á næsta ári eigum við að spara um 3200 milljónir
til viðbótar. Rekstrarvandinn felst að töluverðu
Hávar ieyti í gengistapi á árinu upp á 900 milljónir og
Sigurjónsson skuldahala frá fyrri árum upp á 1600 milljónir.
Við munum því að óbreyttu hefja árið 2010 með
neikvæðan höfuðstól upp á 2800 milljónir sem
þýðir kostnað í dráttarvöxtum upp á að minnsta
kosti 450 milljónir."
Spítalinn er að minnka
Bjöm segir að ekki sé öll von úti um að ríkissjóður
komi til aðstoðar með skuldahalann en hann
virðist þó ekki nema hæfilega vongóður um
lausn. Svo dráttarvaxtagreiðslurnar séu settar
í raunverulegt samhengi er það nær sexföld sú
upphæð sem þarf til að ljúka framkvæmdum
við kvennadeild spítalans. Nýlega voru stofnuð
samtökin Líf til stuðnings kvennadeildinni og
fyrsta verkefni samtakanna verður að safna
fé til að ljúka endurnýjun deildarinnar. „Það
væri óneitanlega betra ef dráttarvaxtagreiðslur
stofnxmarinnar gætu nýst við slík verkefni," segir
Bjöm.
Starfsmenn hafa fundið fyrir niðurskurðinum í
launaumslaginu því markvisst hefur verið dregið
úr yfirvinnu um kvöld og helgar, fækkað hefur
verið á vöktum og reynt að beina meginstraumi
sjúklinga inn á dagvinnutíma virkra daga. „Laun
allra starfsmanna hafa lækkað nema þeirra allra
lægst launuðu," segir Björn.
„Það hefur ekki enn komið til beinna uppsagna
starfsfólks en við höfum nýtt starfsmannaveltuna
til að fækka starfsmönnum. Engir nýir eru ráðnir í
stað þeirra sem hætta. Starfsmenn eru jafnmargir
nú og fyrir ári síðan. Nú er spítalinn fullmannaður
en á næsta ári gerum við ráð fyrir að fækka
enn frekar um 200 manns. Það hefur hægt á
starfsmannaveltunni í kjölfar hrunsins svo búast
má við að til að ná þessari fækkun verði að segja
upp um 100 manns á næsta ári."
Bjöm dregur enga dul á að með þessum
aðgerðum sé spítalinn að minnka. „Það segir sig
sjálft. Rúmum er að fækka og starfsfólkinu líka.
Þjónustan dregst saman."
Ekki er allt svo slæmt að hvergi sjái til
sólar. Björn bendir á nýlega könnun Sigurðar
Böðvarssonar krabbameinslæknis er hann gerði
sem meistaraverkefni við háskólann á Bifröst, en
46 LÆKNAblaðið 2010/96