Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2010, Page 60

Læknablaðið - 15.01.2010, Page 60
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Húsavík Heilsugæslulækni vantar á Húsavík Laus er staða læknis við heilsugæsluna á Húsavík. Heilbrigðisstofnun Pingeyinga rekur heilsugæslustöðvar á Húsavík, Laugum, Mývatnssveit, Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Á Húsavík eru einnig sjúkradeild og öldrunardeild. Um er að ræða fjölbreytt starf við almenna heilsugæslu og heimilislækningar á Heilsugæslustöðinni á Húsavík, Mývatnssveit og á Laugum, auk þess að starfa á deildum sjúkrahússins. Þannig gefst kostur á að fylgja sjúklingum vel eftir með flest vandamál. Á Húsavík eru starfræktar göngudeildir sykursjúkra og offeitra, einnig eru hjartaþolpróf framkvæmd á staðnum. Á Húsavík eru fjórar stöður heimilislækna, einn sérfræðingur er í meltingarsjúkdómum og einn skurðlæknir, og er samstarf og samvinnan með ágætum og góður andi á stofnuninni. Óskað er eftir áhugasömum lækni sem er tilbúinn til starfa utan höfuðborgarsvæðisins, með öllum þeim kostum sem því fylgja. Húsavík er vinalegur bær í fögru umhverfi. Þar er auk góðrar heilbrigðisþjónustu grunnskóli, tónlistarskóli, framhaldsskóli og öll nauðsynleg þjónusta. Á sumrin kemur mikill fjöldi ferðamanna í heimsókn til bæjarins sem hefur skapað sér sérstöðu á sviði hvalaskoðunar. Auðugar veiðilendur í næsta nágrenni. Áhugasamir hafi samband við Unnstein Júlíusson, yfirlækni heilsugæslunnar í síma 860 7748, unnsteinnjul@heilthing.is eða Jón Helga Björnsson, framkvæmdastjóra í síma 464 0525 eða 893-3778, jonheigi@heiithing.is Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar hjá Heilbrigðisstofnuninni Vestmannaeyjum Svæfingalæknir Óskum eftir að ráða sérfræðing í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Um er að ræða fulla stöðu auk bakvakta. Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags íslands og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar veitir Gunnar K. Gunnarsson forstjóri í síma 4811955, gghiv@eyjar.is Lyflæknir Óskum eftir að ráða sérfræðing í lyflækningum. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs frá og með 4 janúar 2010 eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100% auk bakvakta. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags íslands og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar veitir Gunnar K. Gunnarsson forstjóri í síma 4811955, gghiv@eyjar.is 60 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.