Læknablaðið - 15.07.2011, Síða 26
Ú R SÖGU LÆKNISFRÆÐINNAR
Stadfeldt: danskur og kannski „íslenskur"
Reynir Tómas Geirsson
reynirg@landspitali.is
Læknir, kvenna- og barnasviði Landspítala Hringbraut,
101 Reykjavik. Prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómafræði við læknadeild HÍ.
(Ritað í dvöl í Jónshúsi og fræðimannsíbúð
Alþingis, Kaupmannahöfn, apríl-júní 2011).
Maðurinn á myndinni gæti hæglega verið íslenskur og nöfnin
gátu, að einu frátöldu, ekki verið öllu íslenskari, Asger
Snebjorn Nicolai Stadfeldt. Danskur prófessor í fæðingarhjálp og
kvensjúkdómafræðum á 19. öld, frumkvöðull í sínu fagi (mynd 1
og 2). Ekkert sagt í danskri grein um rætur frá Fróni.1 Hvernig
gat danskur maður haft þessi nöfn og þetta útlit og ekki tengst
íslandi?
Sagan hefst 1775. Ekki gat talist skemmtiför að sigla með
haustskipi frá íslandi til Danmerkur það árið fremur en önnur.
Leiðin var löng, veður rysjótt, farkosturinn lítið og hægfara
seglskip, með litlum þægindum. Búast mátti við tveggja vikna
ferð ef mjög vel gekk, en mánuður eða tveir voru líklegri. I huga
íslensks stúdents, sem hafði komið úr fásinninu í Steingrímsfirði
á Ströndum og þaðan úr vondum húsakynnum Skálholtsskóla,
hlýtur ferðin þó að hafa verið fyllt spenningi fyrir því sem verða
vildi. Snæbjörn Ásgeirsson, prófastssonur frá Stað í Steingrímsfirði,
var að loknu stúdentsprófi að halda til Kaupmannahafnarháskóla
til náms í lögfræði. Þessi ungi Islendingur tók með tímanum að
kalla sig að dönskum sið Asgeirsen Stadfeldt eftir Staðarfjalli ofan
við bæinn þar sem hann ólst upp. Allan sinn aldur var hann
erlendis, þar sem hann tók hið meira lagapróf (candidatus juris)
1781 með góðri einkunn, varð embættismaður í rentukammerinu
(fjármálaráðuneytinu), eftir það embættismaður í Vébjörgum
(Viborg) og bæjarfógeti og herdómari í Randers. Hann tók
doktorspróf frá Göttingenháskóla í Þýskalandi árið 1801 og
varð borgarstjóri í Randers 1804. Til er góð lýsing og úttekt
hans á Randersbæ frá 1804. Hann varð dómstjóri (justitsráð)
1809 og lést þar í bæ 1840, orðinn 87 ára að aldri. Sennilega
kom hann aldrei aftur til fslands.1-2 Hann hlýtur að hafa verið
með best menntuðu lögfræðingum í Danaveldi í þann tíð, virtur
áhrifamaður, en kemur ekki við sögu íslands.
Snæbjörn var tvígiftur og virðist ekki hafa átt böm með
skammlífri fyrri konunni, en með þeirri seinni, Sidsel (eða Cecilie)
Margarethe Bay, kaupmannsdóttur frá Randers, átti hann fjögur
börn. Hann var kannski ekki afkomendalaus á íslandi heldur,
því getið er laundóttur með Margréti Bogadóttur Benediktssonar
í Hrappsey (síðar gift síra Jóni Þorlákssyni skáldi á Bægisá).
Stúlkan hét Þrúður og var fædd 1772 eða 1773.2 Á öðrum stað
er faðir hennar þó kallaður Magnús.
Fjórða barn Snæbjarnar var sonurinn Andreas Bay Stadfeldt,
heitinn eftir móðurafa sínum, fæddur 1795. Sá varð einnig
löglærður, giftist danskri konu og varð borgarstjóri í Rípum
(Ribe) 1824-1830, en fluttist þá til Kaupmannahafnar þar sem
hann hlaut dómaraembætti í landsyfirréttinum.3 í Rípum fæddist
þeim sonur 21. mars 1830 sem fékk hin íslensku nöfn Asger
Snebjarn eftir langafa og afa sínum, þó hann væri aðeins
íslendingur að einum fjórða hluta. Að auki kom nafnið Nicolai.
Þessi fjórðungs íslendingur varð einn af merkustu fæðinga- og
kvensjúkdómalæknum Dana.
Asger virðist hafa tekið stúdentspróf hjá einkakennara, en
settist svo í læknadeild Hafnarháskóla árið 1847. Hann tók
eitt ár að eigin ósk til að gegna herþjónustu í fyrra stríði Dana
við Prússa vegna Slésvíkur árið 1848 og öðru ári, 1853, varði
hann sem kólerulæknir í faraldri í þeirri óheilbrigðu borg sem
Kaupmannahöfn var þá. Hann lauk loks læknaprófi 1854.3 Um það
leyti var Ignaz Semmelweiss suður í Austurríki-Ungverjalandi að
vekja athygli á smitandi orsökum barnsfarasóttar,4 sem kunnugt er
með litlum árangri og honum tókst ekki að birta grein sem vakti
víðtæka athygli fyrr en 1861. Læknakandídatinn Stadfeldt fékk
árið 1863 stöðu sem aðstoðarfæðingalæknir (underaccoucheur) á
hinum 350 rúma Friðriksspítala í Breiðgötu, sem þá hafði verið
til í 111 ár (stofnaður 1752). Fæðingadeild var á spítalanum allt
frá árunum 1756-1759 og þar hafði ekkjudrottning Friðriks V,
Júlíane Maríe frá Brúnsvík-Lúneburg-Wolfenbúttel (1729 -1796),
gefið á árunum 1782-1785 byggingu og fé til einnar fyrstu
spítaladeildar í heiminum til að vista fátækar konur sem ekki
höfðu efni á að leita til ljósmóður, heldur dóu sjálfar eða yfirgáfu
eða jafnvel deyddu börn sín af því þær gátu ekki séð þeim
farborða. Þetta var „Den Kongelige Fedelse Stifelse" í Amalíugötu,
rétt hjá Amalíuborg (mynd 3).5'9 Ekkjudrottningin Júlíana vildi
bjarga börnunum og kvenna- og barnasvið Ríkisspítalans í
Kaupmannahöfn heitir nú eftir henni (Juliane Marie Centret).
Víðfrægir húsameistarar, Niels Eigtvedt og Laurits de Thurah,
teiknuðu byggingar fæðingastofnunarinnar á árunum um 1782,
en Amalíuborg og Viðeyjarstofa eru líka verk Eigtvedts.
Asger Stadfeldt tók doktorspróf 1857 og hét ritgerðin „Nogle
iagttagelser om glykosurien". Að því búnu fór hann, eins og
algengt var með þá sem höfðu efni og ætluðu sér frama, í
árslanga námsferð suður um Evrópu, þar sem hann lagði sig
sérstaklega eftir fæðingahjálp. Ástandið hvað varðar barnsfarasótt
var eins og víðar skelfilegt á þessari fæðingadeild sem sinnti nú
fleiri konum en fátækum einstæðum mæðrum Kaupmannahafnar.
Fjórtán prósent kvenna sem þar fæddu dóu. Stadfeldt var
fljótlega gerður það sem nú mætti kalla deildarlæknir á
fæðingastofnuninni og um leið ritstjóri spítalablaðsins. Um
þetta leyti fór hann að leggja sig eftir vísindavinnu og kennslu
í faginu. Þegar prófessorinn Carl Levy lést 1866 (sem trúði
422 LÆKNAblaðið 2011/97