Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2011, Page 33

Læknablaðið - 15.07.2011, Page 33
UMFJÖLLUN O G GREINAR „Mikilvægasta röksemdinfyrir miðlægri lyfjaskrá er öryggi sjúklingsins en einnig dregur slík skrá úr liættu á lyfjamisnotkun," segir Viöar Örn Eðvarðsson barnalæknir. eru óinnleystir. Mikill fjöldi sjúklinga á í erfiðleikum með að henda reiður á nöfnum og skömmtum lyfja sem þeir taka, enda er oft um mörg lyf að ræða. Það hljómar ef til vill einkennilega, en á hverjum degi koma sjúklingar á Landspítala sem eru fyrir slysni að taka fleiri en eitt lyf úr sama lyfjaflokki og jafnvel í allt of stórum skömmtum af því að tveir eða fleiri læknar hafa ávísað sama lyfinu óvitandi um að sjúklingurinn hefur þegar fengið lyfið hjá öðrum lækni. Þá eru ótalin tilfelli þar sem milliverkanir lyfja hafa slæm áhrif en þegar einn læknirinn veit ekki hverju annar hefur ávísað aukast líkurnar á slíkum tilfellum margfalt. Það má því fullyrða að tilkoma miðlægrar lyfjaskrár myndi draga umtalsvert úr sjúkrahússinnlögnum vegna aukaverkana lyfja og milliverkana þeirra. Þetta á sérstaklega við um aldraða og þá sem ekki geta af einhverjum ástæðum borið ábyrgð á sínum lyfjamálum sjálfir." Sjúklingurinn er því miður oft ekki áreiðanlegasta heimildin um hvaða lyf hann er að taka og í hvaða skömmtum, jafnvel þó hann sé allur af vilja gerður til að hafa upplýsingarnar sem réttastar. Læknar verja því daglega miklum tíma í að afla upplýsinga um lyfjasögu sjúklinga til að tryggja rétta lyfjagjöf en þrátt fyrir það eru villur allt of algengar að sögn Viðars. Hann segir ennfremur ýmsu ábótavant við útgáfu lyfseðla. „Við ritun lyfseðla hefur læknirinn ekki yfirlit yfir þau lyf sem sjúklingur kann að hafa fengið áður. Af þessum ástæðum er auðvelt fyrir þá sem vilja hafa rangt við að svíkja út lyf sem þeir hafa ef til vill þegar fengið ávísað, jafnvel sama dag. Ekki er hægt að afturkalla lyfseðla öðruvísi en með því að hringja í apótek og biðja lyfjafræðing þar að eyða lyf- seðli handvirkt. Annað stórt vandamál er að undanþágulyfjum er ekki hægt að ávísa rafrænt í núverandi kerfi. Mikill fjöldi nauðsynlegra lyfja er á hverjum tíma á undanþágu en þessi lyf hafa sömu milliverkanir og hættur í för með sér og önnur lyf. Þetta þarf að lagfæra sem allra fyrst." Viðar segir gríðarlegan tímasparnað fólginn í því að lagfæra umhverfi lyfjaávísana í rafrænni sjúkraskrá og útbúa miðlæga lyfjaskrá sjúklings á landsvísu. „Þá yrði beinn fjárhagslegur spamaður þar sem lyfjaávísun yrði markvissari og minna um óþarfa lyfjanotkun, auk þess sem líklega drægi úr misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja. Þá myndi umtalsvert draga úr sjúkrahússinnlögnum vegna aukaverkana og milliverkana lyfja. Þetta á sérstaklega við um aldraða og þá sem ekki geta af einhverjum ástæðum borið ábyrgð á sínum lyfjamálum sjálfir." Að sögn Viðars hefur umfangsmikil imdirbúnings- og greiningarvinna þegar farið fram á Landspítala þar sem meðal annars er vel skilgreint hvaða skref þurfi að taka til þess að leysa vandann. „Þar hefur einnig verið útbúin „stofnskrá lyfja" sem nýta má á landsvísu til þess að ávísa rafrænt öllum lyfjum, vítamínum, snefilefnum og ýmsum fæðubótarefnum sem margir sjúklingar þurfa að nota, ekki síður en skráð sérlyf. Það verður því stórkostleg breyting til batnaðar á öryggi sjúklingar og vinnuumhverfi lækna og heilbrigðisstarfsfólks þegar slíkt kerfi kemst loksins í gagnið. A undanförnum árum hefur hópur lækna á Landspítala lagt tii margvíslegar gagnlegar úrbætur á rafrænni lyfjaumsýslu og rafrænni sjúkraskrá almennt en allt of hægt hefur gengið að koma þeim hugmyndum í framkvæmd þó ýmislegt hafi þegar áunnist í þessum mikilvæga málaflokki. „Nauðsynlegt er að heilbrigðisyfirvöld setji málefni rafrænnar sjúkraskrár í algeran forgang með sérstaka áherslu á rafræna miðlæga lyfjaskrá," segir Viðar að lokum. LÆKNAblaðið 2011/97 429

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.