Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2011, Qupperneq 35

Læknablaðið - 15.07.2011, Qupperneq 35
UMFJÖLLUN O G GREINAR spuming um greiningu á sjúkdómi, til dæmis ADHD, heldur hvemig meðferð er veitt, hvaða tegund meðferðar og á hvern hátt. Hvort sjúklingurinn hljóti bót eða skaða af meðferðinni. Sjúklingar með fíknsjúkdóm eiga rétt á góðri meðferð sem skaðar þá ekki. Á ráðstefnu SÁÁ í júní sagði sænskur geðlæknir frá því hvernig hann meðhöndlar fullorðna fíkla með ADHD með metýlfenídati, helst litlum skömmtum af concerta, sem sjúklingurinn taki inn á meðferðarstaðnum daglega. Þannig reynir hann að tryggja rétta notkun, til að reyna meðferð sem læknirinn hefur trú á. í þessari umræðu gleymist það að vímuefnafíklar munu alltaf geta misnotað lyf sem gefa einhverja vímu. Sú hætta er til staðar og við getum í sjálfu sér ekki komið í veg fyrir það. Hins vegar getum við breytt umgengni okkar um lyfseðilsskyld vímugefandi lyf. Við getum endurskoðað reglur um slík lyf og beitt virkara eftirliti. Sérstaklega við lyf sem hægt er að sprauta í æð því það setur fíkilinn samstundis í bráða lífshættu, vegna möguleika á ofskömmtun, stóraukinnar smithættu og fleira." Góð lyf til lækninga Valgerður segist vona að þessi umræða um rítalínið skili þeim breytingum sem óskað er og það verði ekki áfram aðalvímugjafi sprautufíkla á íslandi. „Ég tel að landlæknir hafi allar nauðsynlegar upplýsingar í lyfjagrunni embættisins til að fylgjast með notkuninni og útgáfu lyfseðla á þessi lyf. Embættið þarf að beita þeim úrræðum sem það hefur. Skoða þá lækna sem skera sig úr, leita skýringa og álits. Hann ætti að geta verið milligöngumaður um Það er að mínu mati Hfshættulegt Jyrir sprautufíkil aðfá meö sér skammta aflyfi sem vitað er aö hann getur sprautað í æð, segir Valgerður Rúnarsdóttir læknir á sjúkrahúsinu Vogi. upplýsingar til lækna og sjá ef fræðslu og endurmenntunar er þörf. Ég held að reglulegir faglegir samráðsfundir landlæknis með læknum sem sinna fíklum í meðferð, á bráðamóttöku og fleira gætu hjálpað til við að koma snemma auga á ný lyfjavandamál og grípa til aðgerða." Valgerður segir mikilvægt að halda því til haga að lyf sem geta verið notuð sem vímuefni af þeim sem hafa fíknsjúkdóm, séu lyf sem eru góð og gild til lækninga. „Við læknar gerum sjúkdómsgreiningar og metum þörf á meðferð og viljum að hún verði sjúklingi til góðs. Það má ekki herða svo á reglum að eðlilegar útskriftir lyfja til sjúklinga verði erfiðar. Það má ekki skerða þannig aðgengi sjúklinga að góðri meðferð. Sjúklingar eru ekki alltaf meðferðarheldnir, stundum taka þeir ekki þá meðferð sem við mælum með og stundum vilja þeir meðferð sem er ekki við hæfi. Þetta eru ekki ný sannindi og eitthvað sem læknar eru vel meðvitaðir um. Við erum ekki pöntunarfélag á lyf, saga, skoðun og rannsóknir leiða okkur alltaf nær vanda sjúklings. Það á líka við um greiningu fíknsjúkdóms sem er sjálfstæður sjúkdómur sem hefur áhrif á meðferð flestra annarra sjúkdóma. Hann er algengur og við þurfum að vera á varðbergi, því það getur haft áhrif á meðferðarval. Vonandi verður þessi umræða um metýfenídatið til góðs. Aðgerðatillögur hóps ráðherra liggja fyrir, breytingar hafa verið gerðar á leiðbeiningum og reglum varðandi methýlfenídat-útskriftir, landlæknir vinnur úr þeim upplýsingum sem hann hefur. Ef öllu þessu verður vel fylgt úr hlaði er von á árangri. HIV- aukningin hjá virkum sprautufíklum er hins vegar verkefnið sem blasir við og verður líklega flóknara viðfangs." LÆKNAblaðið 2011/97 431

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.