Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2011, Side 36

Læknablaðið - 15.07.2011, Side 36
UMFJÖLLUN O G GREINAR Apótekin gætu tekið virkari þátt í eftirliti Mikil umræða um misnotkun lyfja á undanförnum vikum hefur komið lyfjaávísunum lækna í kastljós fjölmiðla. Upp hafa komið spurningar um aðgengi lækna að upplýsingum um lyfjanotkun sjúklinga sinna, hvort læknar fari frjálslega með ávísunarrétt sinn og hvemig hægt sé að nálgast lyf með svikum og prettum. Lyfseðla má gefa út á nokkra mismunandi vegu segir Ólafur Adolfsson lyfjafræðingur í Apóteki Vesturlands. „Algengast í dag er að lyfseðill sé sendur rafrænt í gegnum lyfjagáttina en hann getur verið handskrifaður, útprentaður með undirskrift og staðfestingu læknisins, hann getur verið sendur í gegnum síma, þó er ekki heimilt að símsenda ávana- og fíknilyf. Loks er hægt að senda lyfseðil með myndsendi, en þó má ekki myndsenda eftirritunarskyld lyf." Ólafur segir nokkra veikleika fylgja myndsendum lyfseðlum. „Apótekið þarf að staðfesta uppruna viðkomandi seðils ef hann er myndsendur þar sem einfalt er að að svindla á upprunanum og senda svo lyfseðilinn í fleiri en eitt apótek. Af þessum sökum eru myndsendir lyfseðlar oftast teknir með mikilli varúð í apótekum og þeir skoðaðir vandlega. Það er einnig hægt að breyta handskrifuðum lyfseðlum ef læknir gætir ekki að því að fylla hann út vandlega með því að skrifa ávallt magn ávana- og fíknilyfja bæði með tölustöfum og bókstöfum. Læknar í dag eru hins vegar almennt meðvitaðir um þessa hættu á fölsunum og fylla lyfseðlana út af varkárni. Rafræna lyfseðla er ekki hægt að falsa en þeir sem eru að reyna að svíkja út lyf verða sífellt frumlegri í viðleitni sinni. Hvaða læknir þekkir ekki þá stöðu að vera beðinn um að endurnýja lyfseðil fyrir sjúkling sem hann hefur aldrei séð en er nú orðinn að rödd í símanum sem kann nafn sitt, kennitölu og jafnvel slitrur úr sjúkrasögu sinni. Margir góðkunningjar hafa orðið uppvísir að því að hringja í lækna og villa á sér heimildir og fá þannig rafrænan lyfseðil í apótek. Við þekkjum auðvitað til margra þeirra einstaklinga sem eru fíklar og gætum okkar sérstaklega þegar þeir birtast en fíklar beita öllum ráðum til að verða sér úti um lyf svo þetta er stöðug barátta," segir Ólafur. Persónuvernd og samkeppnissjónarmiö Rafræna kerfið má bæta verulega að mati Ólafs og undir það taka allir læknar sem Læknablaðið hefur rætt við og birtist í sjónarmiðum Viðars Eðvarðssonar barnalæknis sem rætt er við hér í blaðinu. „Jafn fráleitt og það hljómar, þá sjá læknar ekki hvaða lyfjum aðrir læknar hafa ávísað á sama MediCarrera Atvinnutækifæri fyrir sérhæfða lækna og hjúkrunarfræðinga í Svíþjóð og Noregi Laus störf innan geðlækninga, barna og unglinga- geðlækninga, lyfiækninga, skurðlækninga og heimilislækninga ásamt innan annarra sérgreina Með markvissu tungumálanámskeiði Við bjóðum: ■ Varanlega samninga við almenningssjúkrahús eða heilsugæslu ■ Möguleika á að sameina starf og rannsóknir eóa sérhæfingu ■ Hjálp við aó finna húsnæði, skóla og leikskóla ■ Aðstoð við tilfærslu og flutningskostnað ■ Markvisst tungumálanámskeið áður en starf hefst Fyrir frekari upplýsingar: Vinsamlega sendið CV til info@medicarrera.com eða hafið samband með frekari spurningar í tölvupósti eða síma +34 933 173 715. www.medicarrera.com MediCarrera sl, Balmes 191 - 6° la, 08006 Barcelona, Spain 85 432 LÆKNAblaðiö 2011/97

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.