Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 13
RANNSÓKN Tafla IV. Lifrarstarfsemi og lýsing á æxlum fyrir inngrip. Fjöldi sjúklinga Child's A 7 Fjöldi sjúklinga Child's B 2 Meðaltal MELD 9,2 (6-40) Meðaltal fjölda æxla 3 Meðaltal heildarþvermáls æxla 9,6 cm MELD =Model for End-stage Liver Disease og einn með frumkominn gallskorpukvilla (primary biliary cirrhos- is, PBC). Þrír sjúklinganna höfðu ekki sögu um áhættuþætti fyrir lifrarfrumukrabbameini. Heildarstærð krabbameinsæxlisins var á bilinu 5,3-20 cm í þvermál. Að meðaltali var heildarstærð æxla 9,6 cm í þvermál og miðgildi var 8,5 cm í þvermál. Meðalfjöldi æxla voru þrjú og miðgildi tvö (tafla IV). Einn sjúklingur var með svo mörg æxli að ekki var unnt að telja þau. í því tilviki var fjöldi æxla skilgreindur sem fleiri en 10. Lifun sjúklinga var á bilinu 5-28 mánuðir og var meðallifun 15,2 mánuðir og miðgildi lifunar 15 mánuðir. A rannsóknartíma- bilinu létust tveir sjúklingar. Annar sjúklingurinn hafði gengist undir eina IKSS en hinn undir eina slagæðarstíflun. Þannig voru 7 sjúklingar með lifrarfrumukrabbamein, sem gengist hafa undir inngripin, á lífi 1. mars 2011. Tími án versnunar sjúkdóms var á bilinu 0-28 mánuðir og að meðaltali 11,4 mánuðir og miðgildi 10 mánuðir. Af 7 sjúklingum hafa tveir sýnt merki um versnun á sjúkdómnum. Tvisvar varð alger svörun samkvæmt mRECIST og fjórum sinnum varð svörun að hluta til. Sjúkdómurinn hélst stöðugur í 9 tilvikum en í tveimur tilvikum hélt sjúkdómurinn áfram að versna eftir inngrip (tafla V). Sumir sjúklingar eru taldir tvisvar í þessum gögnum þar sem þeir fengu bæði svörun eftir meðferð og síðar meir átti sér stað versnun á sjúkdómnun. Að meðaltali minnkaði þvermál æxlanna um 1,2 cm. Child s-flokkunin hélst óbreytt, annaðhvort sem A eða B, í 15 tilfellum. í eitt skipti mældist lifrarstarfsemi betri þegar sjúkling- ur fór úr Child's-flokki B í flokk A í kjölfar IKSS. í einu tilviki versnaði lifrarstarfsemin úr Child's-flokki A í flokk B í kjölfar IKSS og rafbrennslu. Óvíst er hvort um var að ræða varanlega versnun á lifrarstarfsemi þar sem sjúklingurinn fór í lifrarígræðslu tveimur vikum eftir blóðsýnatöku. Child's-skorið var óþekkt í þremur til- vikum. MELD-skorið breyttist lítið og var meðaltal og miðgildi þess 8 eftir inngripin. Það var á bilinu 6-9 eftir 11 inngrip og í kjölfar 6 inngripa var MELD-skorið á bilinu 10-13. MELD-skorið var óþekkt í þremur tilvikum. Meinvörp frá krabbalíki Á rannsóknartímabilinu voru gerðar tvær IKSS og fjórar slagæðar- stíflanir til að meðhöndla þrjá sjúklinga með meinvörp í lifur frá krabbalíki, þar af tvo karla (tafla III, sjúklingar nr. 10-12). Aldur sjúklinga var 54, 58 og 62 ár. Lifun sjúklinganna sem undirgeng- ust IKSS var 61,156 og 180 mánuðir. í töflu VI er yfirlit yfir æxlis- svörun krabbalíkismeinvarpanna. Einn sjúklingur með krabbalíki lést á rannsóknartímabilinu vegna hjartabilunar. Allir sjúklingar með meinvörp í lifur frá krabbalíki voru á sómatóstatín-hliðstæðu til að meðhöndla einkenni vegna krabbalíkisheilkennis. Einn sjúklingur hafði áður verið meðhöndlaður í Svíþjóð með geisla- virkri sómatóstatín-hliðstæðu. Helsta markmið inngripanna var að draga úr krabbalíkisheilkenni. Samkvæmt sjúkraskrám dró úr einkennum krabbalíkisheilkennis í kjölfar 5 af 6 inngripum. Fylgikvillar Miðgildi innlagnartíma voru tvær nætur. I 6 tilvikum lá sjúk- lingur lengur en tvær nætur inni á Landspítala. í einu tilviki var það vegna tímabundinnar versnunar á krabbalíkisheilkenni og í 5 tilvikum vegna æðastíflunarheilkennis. Að auki var í einu til- viki valhjartaþræðing ástæða fyrir lengdri innlögn og það er ekki skilgreint sem fylgikvilli. Auk þess lagðist einn sjúklingur aftur inn vegna æðastíflunarheilkennis eftir að hafa verið útskrifaður. Af 26 inngripum hafa minniháttar fylgikvillar átt sér stað í 6 til- vikum, þar af varð einn sjúklingur tvisvar fyrir minniháttar fylgi- kvilla. Einn sjúklingur lést 15 dögum eftir að hafa gengist undir Tafla V. Æxlissvörun og árangur. Lifrarfrumukrabbamein. Sjúklingur 1. inngrip 2. inngrip 3. inngrip 4. inngrip Lifun* PFS* Á lífi Niðurstigun Lifrarigræðsla Athugasemdir 1 HS EM AS VS 15 10 Já Já Nei VS í eftirfylgni 6 mán. eftir 3. inngrip 2 HS SD AS - 10 10 Já Já Já Rafbrennsla samfara 3. inngripi 3 HS - - - 23 23 Já Nei Nei HS í eftirfylgni einu ári eftir 1. inngrip 4 VS - - - 10 0 Nei Nei Nei Lést 9 mán. eftir 1. inngrip 5 SS SS SS - 15 15 Já Á.e.v. Já Á lifrarígræðslulista fyrir inngrip 6 EM HS ss - 6 6 Já Nei Nei 7 SS' SS - - 25 11 Já Nei Nei VS í eftirfylgni 9 mán. eftir 1. inngrip VS í eftirfylgni einu ári eftir 2. inngrip 8 EE' - - - 5 0 Nei Nei Nei Lést 4 mán. eftir 1. inngrip 9 SD2 SD2 - - 28 28 Já Já Já PFS = Tími án versnunar sjúkdóms, AS = alger svörun, HS = hlutasvörun, SS = stöðugur sjúkdómur, VS = versnun sjúkdóms, EM = ekki myndgreint milli inngripa, EE = engin eftirfylgni Á.e.v. = Á ekki við ‘Mánuðir, ’Slagæðastíflun, 2lnnæðakrabbameinslyfjagjöf LÆKNAblaðið 2012/98 337
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.