Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 17

Læknablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 17
RANNSÓKN Frammistaða Landspítala í forvörnum gegn bláæðasegasjúkdómum; þversniðsrannsókn á bráðadeildum Hallgerður Lind Kristjánsdóttir' læknir, Guðný Stella Guðnadóttir1 læknir, Sigríður Bára Fjalldal1 læknir, Hulda Rósa Þórarinsdóttir2 læknir, Agnar Bjarnason1 læknir, Óskar Einarsson1 læknir ÁGRIP Tilgangur: Bláæðasegasjúkdómar eru alvarlegir og geta verið banvænir fylgikvillar sjúkrahúsinnlagna. Erlendar rannsóknir sýna að forvarnarmeð- ferð gegn bláæðasegum er víða ábótavant. Markmið þessarar rannsóknar var að meta frammistöðu Landspítala í forvörnum gegn bláæðasega- sjúkdómum hjá inniliggjandi sjúklingum á bráðadeildum fullorðinna. Efniviður og aðferðir: Þann 2. desember 2009 var farið yfir sjúkraskrár allra inniliggjandi sjúklinga bráðadeilda Landspítala. Kannað var hvort við- komandi fengi fyrirbyggjandi meðferð gegn bláæðasegasjúkdómum sam- kvæmt leiðbeiningum American College of Chest Physicians frá 2008. Niðurstöðurnar voru bornar saman við árangur annarra landa úr fjölþjóða- rannsókninni Endorse frá 2008. Niðurstöður: Inntökuskilyrði uppfyllti 251 sjúklingur. Inniliggjandi sjúk- lingar á Landspítala höfðu í 47% tilfella ábendingu fyrir forvarnarmeðferð gegn bláæðasegasjúkdómum. Af þessum áhættusjúklingum fengu 57% forvörn, eða í 78% tilfella á skurðlækningadeildum og í 26% tilfella á lyflækningadeildum. Ályktanir: Árangur skurðlækningadeilda Landspítala var góður þegar niðurstöður úr Endorse-rannsókninni voru hafðartil samanburðar. Árangur lyflækningadeilda var hins vegar verri við hliðstæðan samanburð. Niðurstöður okkar gefa til kynna að bæta mætti frammistöðu Landspítala í forvörnum gegn bláæðasegasjúkdómum og auka þar með sjúklingaör- yggi- Inngangur 'Lyflækningasviöi, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. Fyrirspurnir: Hallgeröur Lind Kristjánsdóttir hallgerdur. Iind@gmail. com Greinin barst: 16. september 2011, samþykkt til birtingar: 15. maí 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Segamyndun í djúpum bláæðum (deep vein thrombosis) og blóðsegarek til lungna eru algengir sjúkdómar. Sam- eiginlega ganga þessir tveir sjúkdómar undir heitinu bláæðasegasjúkdómar og hér verður eftirleiðis rætt um þá sem eina heild. í Evrópusambandslöndum eru áætl- uð yfir 1,5 milljón tilfelli árlega, út frá faraldsfræðilegu líkani þar sem sjúklingar greinast með sjúkdóminn í fyrsta sinn, fá endurtekna bláæðasegamyndun eða látast af völdum þessara sjúkdóma.1 I sömu löndum er áætlað að yfir 500.000 látist af völdum bláæðasega- sjúkdóma á hverju ári. Samkvæmt þessu deyja fleiri árlega af völdum bláæðasegasjúkdóma en af völdum brjóstakrabbameins, blöðruhálskirtilskrabbameins, alnæmis og umferðarslysa samanlagt.1-2 Blóðsegarek til lungna veldur allt að 5-10% dauðsfalla inniliggjandi sjúklinga.3'4 Minnka má hættuna á myndun bláæða- sega með fyrirbyggjandi meðferð og er blóðsegarek til lungna talið vera algengasta dánarorsökin innan spítala sem hægt er að fyrirbyggja.3-5-7 Klínískar leiðbeiningar um notkun fyrirbyggjandi meðferðar gegn bláæðasega hafa verið til staðar í meira en 15 ár. Þrátt fyrir það er notkun fyrirbyggjandi meðferðar hjá sjúklingum í áhættu víða ábótavant.8-9 Á árunum 2007-2008 fór fram alþjóðleg rannsókn (Endorse) þar sem metið var hversu stór hluti inniliggjandi sjúklinga á bráðadeildum var í hættu á að fá bláæðasegasjúkdóm samkvæmt klínísk- um leiðbeiningum frá The American College of Chest Physicians (ACCP).7-10 í Ijós kom að rúmlega helmingur (51,8%) inniliggjandi sjúklinga bráðadeilda hafa ábend- ingu fyrir fyrirbyggjandi meðferð gegn bláæðasega- sjúkdómum. Af þeim fengu eingöngu 58,5% sjúklinga á skurðlækningadeildum og 39,5% sjúklinga á lyflækn- ingadeildum viðeigandi fyrirbyggjandi meðferð.10 Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hversu margir sjúklingar lyflækninga-, gjörgæslu- og skurð- lækningadeilda Landspítala hafa ábendingu fyrir að fá fyrirbyggjandi meðferð gegn bláæðasegasjúkdómum. Jafnframt var kannað hversu stór hluti þessa áhættu- hóps fékk viðeigandi meðferð samkvæmt klínískum leiðbeiningum ACCP.7 Niðurstöðurnar voru bornar saman við niðurstöður úr Endorse-rannsókninni.10 Efniviður og aðferðir Rannsóknin er þversniðsrannsókn framkvæmd á einum degi á inniliggjandi sjúklingum á lyf- og skurð- lækningadeildum og gjörgæsludeildum Landspítala. Tilgangurinn var að kanna frammistöðu bráðadeilda Landspítala í að veita fyrirbyggjandi meðferð gegn bláæðasegasjúkdómum. Listi yfir inniliggjandi sjúk- linga á viðkomandi deildum var fenginn klukkan 8 að morgni þann 2. desember 2009 og sjúkraskrár þeirra yfirfarnar. Upplýsingum var safnað um lýðfræðilegar breytur, innlagnarástæðu, fjölda legudaga, áhættuþætti fyrir bláæðasegasjúkdómum og frábendingar fyrir fyrirbyggjandi meðferð gegn bláæðasega. Jafnframt var kannað hvort viðkomandi væri á fyrirbyggjandi með- ferð og hvort sú meðferð væri viðeigandi samkvæmt ACCP-leiðbeiningum, líkt og gert var í Endorse-rann- sókninni (sjá fylgiskjöl 1 og 2 á www.laeknabladid.is)710 Á skurðlækningadeildum voru þeir sjúklingar sem fóru í stóra eða meðalstóra skurðaðgerð sem krafðist svæf- LÆKNAblaðið 2012/98 341
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.