Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2012, Page 18

Læknablaðið - 15.06.2012, Page 18
RANNSOKN öldrunardeild (nema B4-bráðadeild öldrunar) og sjúklingar á kvennadeild sem tilheyrðu fæðingardeild voru ekki teknir með í rannsóknina. Tölfræði og leyfi Notast var við einfalda lýsandi tölfræði. Megindlegar breytur voru settar fram sem miðgildi, fjórðungsbil og fjöldi sjúklinga. Flokkunargögn voru sett fram sem fjöldi einstaklinga og hlutfall af hópnum. Gögnum var safnað fyrst á sérútbúin eyðublöð og upp- lýsingar þá færðar inn í File-Maker Pro 8.0v2 gagnagrunn. Við töl- fræðiútreikninga var notast við tölfræðiforritið SPSS 19. Tilskilin leyfi voru veitt frá siðanefnd Landspítala (37-2009) og Persónu- vernd (2009/654). Engum persónugreinanlegum upplýsingum var safnað í rannsókninni. Mynd 1. Val á rannsóknarþýði og orsakir útilokunar. ingar eða utanbastdeyfingar í meira en 45 mínútur metnir eiga á hættu á að fá bláæðasegasjúkdóma. A lyflækningadeildum voru þeir taldir í áhættuhóp sem lögðust inn vegna eða fengu í legu: 1) alvarlega hjartabilun (NYHA-flokkur III/IV) eða alvarlegan lungnasjúkdóm (SpO2<90% eða pO2<60 mmHg), 2) sjúklingar sem voru rúmliggjandi eða með skerta fótaferð, auk fyrri sögu um bláæðasegasjúkdóm, með virkt krabbamein eða í krabbameins- meðferð, með brátt kransæðaheilkenni, með virkan gigtar- eða bólgusjúkdóm, með sýkingu eða heilaáfall og 3) sjúklingar sem lagst höfðu á gjörgæslu í legunni. Þá bárum við árangur Land- spítala saman við árangur annarra landa úr Endorse-rannsókn- inni. Afstæðar frábendingar fyrir fyrirbyggjandi meðferð gegn bláæðasegasjúkdómum með blóðþynnandi lyfjum voru heila- blæðing, blæðing sem þarfnaðist krossprófunar, blæðandi maga- eða skeifugarnarsár innan fjögurra vikna, sýking í hjartalokum, nýrnabilun með gaukulsíunarhraða minni en 30 ml/mín/l,73m2 og blóðflögur færri en 100 þús/pL. Sjúklingahópur Sjúklingar 18 ára eða eldri innlagðir á skurðlækninga-, lyflækn- inga- og gjörgæsludeild voru með í rannsókninni. Útilokaðir voru þeir sem lögðust inn vegna bláæðasegasjúkdóms, voru á fullum skömmtum af léttheparíni (low molecular iveight lieparin) eða warf- aríni, innlagðir til rannsókna, hlutu lífslokameðferð, fóru í aðgerð þar sem svæfingartími var minni en 45 mínútur eða þar sem skráning var ófullnægjandi. Sjúklingar á barnadeild, háls-, nef- og eyrnadeild, húðdeild, geðdeild, líknardeild, endurhæfingardeild, Niðurstöður Þann 2. desember 2009 lágu 301 sjúklingur á ofangreindum deildum. Af þeim uppfylltu 251 inntökuskilyrði og 119 uppfylltu skilyrði fyrir að fá forvarnarmeðferð gegn bláæðasegasjúkdómum. Skipting þeirra á deildir má sjá á mynd 1. Aldur, þyngd og lengd spítaladvalar má sjá í töflu I og innlagnarástæður sjúklinga má sjá í töflu II. Sjúklingar sem höfðu ábendingu fyrir forvörn gegn bláæðasega voru eldri og höfðu dvalið lengur á spítala samanborið við aðra. Skráningu á hæð og þyngd var ábótavant svo einungis var hægt að reikna líkamsþyngdarstuðul (Body Mass Index, BMI) hjá hluta sjúklinga. Á lyflækningadeildum voru 14% (n=21) sjúk- linga með skráða bæði hæð og þyngd en 54% (n=52) á skurðlækn- ingadeildum og 50% sjúklinga (n=3) á gjörgæsludeildum. Á lyflækningadeildum voru 47 sjúklingar með ábendingu fyrir forvarnarmeðferð. Af þeim fengu 26% sjúklinga fyrirbyggjandi meðferð. Algengasta ábending sjúklinga sem fengu viðeigandi forvörn var rúmlega og að minnsta kosti einn áhættuþáttur, en algengasta ábending sjúklinga sem vantaði viðeigandi vörn var alvarlegur lungnasjúkdómur (tafla III). Á skurðlækningadeildum voru 67 sjúklingar með ábendingu fyrir fyrirbyggjandi meðferð. Af þeim fengu 78% forvörn. Hjá þeim sem vantaði viðeigandi for- vörn var algengara að þeir væru með aðra ábendingu en aðgerð- ina sjálfa (tafla III). Á gjörgæslu voru 5 sjúklingar með ábendingu fyrir fyrirbyggjandi meðferð og af þeim fengu fjórir forvörn. Allir gjörgæslusjúklingar höfðu aðgerð sem ábendingu fyrir fyrirbyggj- andi meðferð, tveir voru rúmliggjandi og með að minnsta kosti einn áhættuþátt. Sá sjúklingur sem fékk ekki bláæðasegavörn var rúmliggjandi með einn áhættuþátt. Hlutlægar frábendingar Tafla I. Samanburðurá lýðfræðilegum breytum sjúkiinga, háð þvíhvort þeir eiga eða eiga ekki að vera á forvörn gegn bláæðasegasjúkdómum. Gögn eru settfram sem fjöldi og prósentuhlutfall nema annað sé tekið fram. Sjúklingar á lyflækningadeild Sjúklingar á skurðlækningadeild Sjúklingar á gjörgæsludeild Eiga að vera á blóðsegavörn (n=47) Eiga ekki að vera á blóðsegavörn (n=102) Eiga að vera á blóðsegavörn (n=67) Eiga ekki að vera á blóðsegavörn (n=29) Eiga að vera á blóðsegavörn (n=5) Eiga ekki að vera á blóðsegavörn (n=1) Kyn (konur) 21 (62%) 55 (54%) 37 (55%) 13(45%) 2 (40%) 1 (100%) Aldur (ár)‘ 78 (63-83) 69 (56-80) 67 (54-77) 57 (39-76) 41 (40-61) 61 Lengd spítala- dvalar (dagar)* 8(2-14) 5 (2-9) 6 (2-9) 2(1-4) 2(1-10) 1 BMI (kg/m2)‘* 23 (19-29) (n=3) 27 (24-31) (n=18) 27 (23-29) (n=39) 26 (24-27) (n=12) 28 (28-37) (n=3) Óþekkt Þyngd (kg)“* 71 (63-80) (n=24) 78 (62-90) (n=41) 73 (65-87) (n=60) 80 (72-89) (n=17) 89 (75-115) (n=4) 81 (n=1) 'Miðgildi (interquartile range); "BMI=Líkamsþyngdarstuðull, reiknast ekki ef ekki lágu fyrir upplýsingar um bæði hæð og þyngd; "'Þyngd var ekki mæld hjá öllum sjúklingum 342 LÆKNAblaðið 2012/98 J

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.