Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2012, Side 20

Læknablaðið - 15.06.2012, Side 20
RANNSÓKN Þýskaland Venesúela Ungverjaland Tyrkland Túnis Tékkland Tailand Sviss Spánn Slóvakía Sádi-Arabía SAF Rússland Rúmenia Pólland Portiigal Pakistan Mexikó Kúveit Kólumbía ísland írland Indland Grikkland Frakkland Egyptaland Búlgaria Bretland Brasilia Bangladess Bandaríkin Ástralía Alsir T3 Skurðlækningadeil — — 0% 20% 40% 60% 80% 100% Mynd 3. A) Hlutfall sjúklinga á lyflækningadeildum í áhættu sem fá forvörn í samræmi við ACCP-leiðbciningarnar.7 B) Hlutfall sjúklinga á skurðlækningadeildum í áhættu semfá forvörn í samræmi við ACCP-leiðbeiningarnar.7 sjúklinga á Landspítala tilheyra áhættuhópi fyrir að fá bláæða- segasjúkdóm en í öðrum löndum var miðgildi 51% (fjórðungsbil 46-56%). Sá hluti áhættuhópsins sem fékk viðeigandi meðferð var 56% á Landspítala en í öðrum löndum var miðgildi 51% (fjórð- ungsbil 38-58%). Alls voru 13 af 33 löndum með betri árangur en Landspítali en ef lyf- og skurðlækningadeildir eru skoðaðar sér voru 28 lönd með betri árangur en á lyflækningadeildum en einungis fjögur með betri árangur en á skurðlækningadeildum. Nánar má sjá þessa skiptingu á mynd 3 og töflu IV í fylgiskjali 3 á heimasíðu Læknablaðsins. fslenska úrtakið var minna en í nokkru landanna sem tóku þátt í Endorse-rannsókninni. Allir sjúklingar sem fengu fyrirbyggjandi meðferð gegn bláæðasega á Landspítala fengu léttheparín að frátöldum einum sjúklingi á skurðlækninga- deild sem fékk óklofið heparín. Önnur blóðþynnandi lyf voru ekki notuð sem fyrirbyggjandi meðferð á Landspítala. Þrír sjúklingar á lyflækningadeild voru með fyrirmæli um fótaferð en enginn á skurðlækningadeild. Einn sjúklingur á gjörgæsludeild var í stoð- sokkum en engir á lyf- eða skurðlækningadeildum. Umræður Niðurstöður okkar benda til þess að á Landspítala fái aðeins helm- ingur þeirra sjúklinga sem tilheyra áhættuhópi fyrir bláæðasega- sjúkdómum viðeigandi fyrirbyggjandi meðferð. Frammistaða á skurðlækningadeildum var hins vegar mjög góð, þar sem 78% áhættusjúklinga fékk viðeigandi forvörn, meðan á lyflækninga- deildum fengu einungis 26% áhættusjúklinga slíka forvörn. Séu þessar niðurstöður bornar saman við Endorse-löndin er árangur á skurðlækningadeildum mjög góður og eru þær í 5. sæti í röð 33 landa en árangri lyflækningadeilda er ábótavant og eru þær í 28. sæti af 33 löndum.10 Talið er að um 10-20% af bráðveikum sjúklingum á lyflækn- ingadeildum og 40-60% af sjúklingum á skurðlækningadeildum þrói með sér bláæðasega, fái þeir ekki fyrirbyggjandi meðferð.7 Rannsóknir hafa bent til að notkun fyrirbyggjandi meðferðar minnki hættuna á bláæðasega um allt að helming hjá bráðveikum sjúklingum á lyflækningadeildum og um allt að tvo þriðju hjá sjúklingum á skurðlækningadeildum.11'13 í hópi skurðsjúklinga er talið að fyrirbyggjandi meðferð lækki dánartíðni bæði vegna lungnasegareks og vegna dauða af öðrum orsökum, til dæmis bráðs kransæðaheilkennis.514 Áhrif fyrirbyggjandi meðferðar á dánartíðni í hópi bráðveikra sjúklinga á lyflækningadeildum er hins vegar ekki eins skýr. Sumar rannsóknir hafa bent til að fyrir- byggjandi meðferð minnki dánartíðni en aðrar hafa ekki sýnt mun milli hópanna.13'15 Ekki er ljóst af hverju þessi munur sést milli lyf- og skurðlækningadeilda en ein skýring er að bráðveikir sjúklingar á lyflækningadeilum hafi fleiri undirliggjandi sjúkdóma og áhrif fyrirbyggjandi meðferðar vegi því minna. Þó skal ekki gleyma að 344 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.