Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 38
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Matur er mannsins megin
segir heiðursvísindamaður ársins á Landspítala
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Inga Þórsdóttir doktor í næringarfræði
var á dögunum útnefnd Heiðursvísinda-
maður ársins á Landspítala fyrir rann-
sóknir sínar í næringarfræði og ötult starf
á því sviði undanfarna tvo áratugi.
„Matvælaiðnaðurinn er stærsti iðnaður í
heiminum. Framleiðslan á matvælunum,
úrvinnsla þeirra, sala og framreiðsla eru
tengd miklum og flóknum hagsmunum
og margir sem telja sig vera með lausnir
á reiðum höndum. Oft eru það viðskipta-
hagsmunir sem ráða ferðinni í þeim
efnum en ekki næringarfræðilegir. Matur
tengist bæði menningu þjóða og trúar-
brögðum svo það er ekki auðvelt að breyta
venjum sem mótast hafa í aldanna rás, þó
nýjar upplýsingar um hollustu komi fram.
Þá eru oft háværar raddir fólks sem vinnur
ekki á vísindalegum grunni, fólks sem
skoðar ekki kerfisbundið gæði rannsókna
og niðurstöður þeirra og setur þær ekki
í samhengi við heildarmataræði þar sem
tekið er tillit til allra þeirra næringarefna
sem mannslíkaminn þarfnast. Með því eru
skoðanir byggðar á niðurstöðum einnar
rannsóknar í stað margra, og tiltekinni
vöru er hampað sem heildarlausn á öllum
næringarvanda, til megrunar, þjálf-
unar, bætts útlits og svo framvegis. Þetta
þekkjum við öll sem einkenni á almennri
umræðu um næringu og mataræði og til
okkar leitar fólk sem hefur orðið illa úti
í samskiptum við postula einstrengings-
legs mataræðis eða sölufólk ákveðinnar
vöru," segir Inga og bætir því við að
vísindamenn séu oft tregir til að setja fram
fullyrðingar nema að mjög vel rannsökuðu
máli en verða fyrir vikið stundum undir
í almennri umræðu þar sem aðrir hika
ekki við að halda fram staðhæfingum sem
oft eru byggðar á veikum vísindalegum
grunni.
Fyrst og fremst viljum við styðjast við
gagnreynda þekkingu í faginu með ítar-
legum og fjölþættum rannsóknum og
byggja ráðleggingar okkar til stjórnvalda
og almennings á traustum niðurstöðum."
Inga er fædd og uppalin í Reykjavík,
dóttir hjónanna Ragnhildar Helgadóttur
og Þórs Vilhjálmssonar, sem bæði eru
þekkt af störfum sínum á sviði stjórn-
mála og lögfræði. Eftir stúdentspróf frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð hóf Inga
nám í hjúkrun við Háskóla Islands og lauk
því 1980. Þá hélt hún til Svíþjóðar ásamt
eiginmanni sínum, Stefáni Einarsyni efna-
fræðingi, og tveggja ára dóttur og settist
fjölskyldan að í Gautaborg þar sem hjónin
luku doktorsprófum frá Gautaborgarhá-
skóla. Heim sneru þau 9 árum síðar með
fjölþætta reynslu og þekkingu í farteskinu.
„í doktorsnáminu lagði ég áherslu á
klíníska næringarfræði og rannsóknar-
verkefni mín snérust um beinar klínískar
tilraunir á fólki, glúkósasvar, insúlínbú-
skap, hormónabúskap, magatæmingar-
hraða, og þegar ég kom heim 1989 var
fyrsta hugsunin að setja upp svipaða
rannsóknarvinnu. Eg naut liðsinnis Hall-
gríms Guðjónssonar meltingarfærasér-
fræðings en þrátt fyrir góðan vilja tókst
ekki að koma þessu á koppinn. Hér voru
ekki stundaðar klínískar rannsóknir í
næringarfræði og það þurfti lengri tíma
til að undirbúa jarðveginn. Það reyndi
talsvert á bjartsýni og seiglu að venjast
hinu íslenska umhverfi eftir dvölina í
Svíþjóð. Ég hóf störf við Landspítalann
sem næringarráðgjafi eldhússins og varð
362 LÆKNAblaðiö 2012/98
síðan yfirmaður eldhússins um tíma og
ásamt Valgerði Hildibrandsdóttur og Kol-
brúnu Einarsdóttur næringarráðgjöfum
töluvæddum við eldhúsið og bjuggum til
næringarútreiknaða matseðla. Þær kunnu
þetta, Valgerður og Kolbrún, og með þessu
sparaðist stórfé við rekstur eldhússins.
Síðan var næringarstofa spítalans, sem
ég veiti forstöðu, sett á laggirnar en hún
hefur heyrt undir ýmis svið spítalans í
gegnum árin. Núna höfum við 8 stöðu-
gildi sem er í rauninni alltof lítið miðað
við eftirspurnina eftir þjónustu okkar. Við
vinnum eftir beiðnum frá deildum spítal-
ans með næringarráðgjöf fyrir sjúklinga, á
göngudeild og legudeildum. Næringarráð-
gjafarnir hafa hver sitt sérsvið og ég starfa
með þeim en einnig veiti ég forstöðu
rannsóknarstofu í næringarfræði þannig
að samtals eru hér starfandi um 30 manns
við rannsóknir og ráðgjöf í næringar-
fræðum. Það er nánast sami fjöldi og var
starfandi við Landspítala og Borgarspítala
árið 1989 og þörfin fyrir rannsóknir og
ráðgjöf hefur margfaldast, svo full ástæða
er til að fjölga stöðugildum. Við erum eina
einingin í landinu sem rannsakar skipu-
lega næringarástand viðkvæmra hópa,
eins og ungbarna, skólabarna og unglinga,
aldraðra og veikra. Rannsóknarstarfið er
að miklu leyti fjármagnað með ótryggum
styrkjum til einstakra verkefna og löngu
tímabært að renna styrkari stoðum undir
starfsemina með föstum fjárveitingum.
Við erum nánast eina landið í heiminum
þar sem ekki eru tryggðar fjárveitingar til
rannsókna á næringu ungbarna. Það er
óviðunandi."
Fyrstu árin eftir heimkomuna varð
nokkurt hlé á rannsóknarstarfi Ingu. „Að-
J