Læknablaðið - 15.06.2012, Page 39
UMFJÖLLUN O G GREINAR
„Þörfinfyrir almenna fræðslu lil þjóíarinnar um að lioll næring sé hvorki dýrari en önnur, né kalli á sérstakt ogflókið mataræði er mjög knýjandi," segir Itiga
Þórsdóttir prófessor í næringarfræði og heiðursvísindamaður Landspítala 2012.
stæður buðu ekki uppá það og segja má að
ég hafi ekki komist á skrið aftur fyrr en ég
setti upp rannsókn á næringu ungbarna
og fékk til þess styrk frá Rannís 1995-96."
A þessum árum sat Inga þó ekki auðum
höndum, hún byggði upp kennslu í nær-
ingarfræðum við Háskóla íslands og 1997
varð hún prófessor við raunvísindadeild
matvæla- og næringarfræðiskorar sem
nú heyrir undir heilbrigðisvísindasvið.
„Við hjónin eignuðumst líka tvo drengi
á þessum árum, fædda 1992 og 1994. En
með háskólakennslunni og handleiðslu
meistara- og doktorsnema komst skriður
á rannsóknirnar og fyrsti doktorsneminn
minn útskrifaðist 2002. Ahugi fyrir námi í
næringarfræði hefur aukist verulega og frá
2008 hefur verið boðið upp á grunnnám í
næringarfræði, auk meistara- og doktors-
náms. Upphaflega var rannsóknastofa í
næringarfræði heiti sem ég og nemendur
mínir settu á rannsóknarvinnu okkar en
2005 var gerður samningur milli Land-
spítala og Háskóla Islands um rann-
sóknarstofu í næringarfræðum, og þá var
þetta starf okkar formlega fest í sessi. Nú
eru einir 7 nemar í doktorsnámi í nær-
ingarfræðum, þannig að þetta er talsverð
umsetning hjá okkur og í þessu er vinna
mín að miklu leyti fólgin, að útvega styrki
í þessi rannsóknarverkefni og reka rann-
sóknastofuna einsog lítið fyrirtæki innan
spítalans. Fyrir utan það að stýra verkefn-
unum, söfnun rannsóknargagna og úr-
vinnslu þeirra, skrifa sjálf og með öðrum,
og leiðbeina sem háskólaprófessor."
Meðal rannsókna sem Inga hefur tekið
þátt í og stýrt eru rannsókn á áhrifum
mataræðis til lengri tíma, hvernig fólki
reiðir af og hvaða svörun líkaminn gefur
við ákveðnu mataræði. „Við höfum skoðað
áhrif neyslu á ýmsum fisktegundum,
laxi og þorski, áhrifum fiskiolíu ómega-3
og borið saman við kjötneyslu. Þetta er
mjög stór rannsókn sem er styrkt af 6.
rammaáætlun Evrópusambandsins og
niðurstöður hafa birst víða í alþjóðlegum
vísindaritum. I þessari rannsókn höfum
við skoðað áhrif fiskneyslu á þyngdar-
stjórnun, sykurbúskap, blóðfitu, andoxun
og fleira. Niðurstöður landskönnunar 2002
sýndu að dregið hafði úr fiskneyslu sem
er mjög miður, og síðasta landskönnun
sýnir að neyslan hefur staðið í stað, ekki
minnkað meira en því miður ekki aukist
heldur. Þarna hefur verðlagning á fiski
eflaust sterk áhrif en ég held að almenn-
ingur geri sér alveg grein fyrir hollustu
fisksins. Þá stýrði ég rannsókn á norrænu
mataræði með áherslu á nærumhverfið.
Þetta er svokallað Öndvegisverkefni og
mjög áhugavert."
Ein helsta niðurstaðan úr stóru ung-
barnarannsókninni sem Inga stýrði 1995-
1997 sýndi fram á mjög lélegan járnbúskap
hjá stórum hluta íslenskra barna á aldr-
inum 6-12 mánaða. „Við gátum tengt þetta
við mikla kúamjólkurneyslu barnanna á
fyrsta ári en hún er ekki besta næringin
fyrir börnin á þessu aldurskeiði vegna
mikils prótíninnihalds. í kjölfar þessa var
búin til íslensk stoðmjólk sem inniheldur
minna magna kúamjólkurprótína og við-
bætt járn. Við vildum nota íslenska kúa-
mjólk fremur en flytja inn erlenda stoð-
mjólk þar sem íslenska kúamjólkin býr yfir
ákveðnum prótín- og fitugæðum vegna
minni kynbóta á íslenska kúastofninum.
LÆKNAblaðið 2012/98 363