Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2012, Side 50

Læknablaðið - 15.06.2012, Side 50
UMFJÖLLUN O G GREINAR Hreyfingin verður að vera skemmtileg reynsla segir breskur heimilislæknir ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson William Bird er heimilislæknir í Ox- fordshire á Bretlandi sem vakið hefur heimsathygli á undanförnum áratug fyrir árangursríkar aðferðir sínar við að bæta heilsu sjúklinga sinna með því að ráðleggja hreyfingu. Hugmyndir hans beinast einkum að hreyfingu utandyra en jákvæð áhrif gróðurs og náttúrulegs umhverfis á heilsufar manna er honum ofarlega í huga. Bird var gestur og aðalfyrirlesari á mál- þingi á vegum landlæknisembættisins og Umhverfistofnunar þann 16. maí, er haidið var undir yfirskriftinni Er hægt að auka úti- veru íslendinga? Hann hefur haft forgöngu um ráðgjafarvinnu fyrir Natural England, samtök sem eru að þróa nokkurs konar náttúrulega heilbrigðisþjónustu sem nýtir hið náttúrulega umhverfi sem uppsprettu betri heilsu. Hreyfing er bólgueyðandi „Það er einkum þrennt sem ákvarðar heilsufar fólks," segir Bird. „í fyrsta lagi eru það félagslegar aðstæður, en allar rannsóknir hafa staðfest að þeir sem eru vel staddir félagslega með góð tengslanet fjölskyldu og vina eru yfirleitt betri til heilsunnar en þeir sem ekki njóta þessa. I öðru lagi er það hversu góðan aðgang fólk hefur að grænum náttúrulegum svæðum til að njóta útivistar í leik og starfi. í þriðja lagi er það tilgangur en það er mikilvægt að fólk finni tilgang með því að hreyfa sig, annaðhvort með því að vinnutengja hreyfinguna eða tengja hana við leik eða skemmtun. Við höfum séð af rannsóknum að fólk sem ekki hefur aðgang að grænum náttúrulegum svæðum þjáist fremur en aðrir af krónískri streitu. Krónísk streita hefur mikil áhrif á hormóna- og efnabúskap líkamans og ýtir undir bólgur sem eru nú taldar vera ein af orsökum margra langvinnra sjúkdóma einsog Als- heimer, gigtar, hjartasjúkdóma, sykursýki og offitu. Það er einnig að koma sifellt betur í ljós að hreyfing og útivera dregur úr krónískri streitu og er bólgueyðandi. Það er hins vegar ekki nóg að skipuleggja græn svæði í borgum. Fólk verður að finna einhvern tilgang með hreyfingunni. Gott dæmi um skýran tilgang er ef fólk hefur tök á að ganga til og frá vinnu um grænt og fallegt svæði. Ef á hinn bóginn læknir segir sjúklingi að fara í ræktina og ganga rösklega í hálftíma á göngubretti þá er mjög líklegt að það renni út í sandinn á nokkrum vikum, þar sem tilgangurinn er óljós og umhverfið lítið hvetjandi." Jákvæð upplifun er lykilatriði Bird leggur mikla áherslu á að hreyfingin hafi samskipti við aðra í för með sér. „Það verður að fylgja hreyfingunni jákvæð upplifun. Ef tilgangurinn er einungis að bæta heilsuna en upplifunin er neikvæð, brestur flesta úthaldið á nokkrum vikum. Þá sjáum við flesta falla í gamla farið aftur þar sem skammtímavellíðan er fengin með þeim meðulum sem valda streitu og versnandi heilsu. Reykingar, ofát og áfengisneysla. Þarna er vítahringur sem verður að rjúfa og og beina fólki í aðra átt í leit að vellíðan og streitulosun. Stærsta vandamálið er þó hreyfingar- leysi. Ég segi hiklaust að ef við ætlum að gera aðeins einn hlut til að bæta heilsu samfélagsins þá er það ekki að draga úr offitu, sykursýki, kólesteróli og blóðþrýst- ingi, heldur fá fólk til að hreyfa sig meira. Hreyfingarleysi skorar hæst sem orsök fyrrgreindra sjúkdóma. Áður töldum við að hreyfingin væri góð af því að hún hefði jákvæð áhrif á lungu, hjarta og æðakerfi. Það er alveg rétt en mikilvægi hreyfingar til að halda jafnvægi í efnabúskap frumn- anna í líkamanum er enn meira." Bird segir að það teljist hreyfingarleysi ef einstaklingur hreyfir sig minna en 30 mínútur á viku. „Það hljómar ótrúlega en í sumum hverfum Lundúna á þetta við um allt að 40% íbúanna. Þetta er fólk sem hreyfir sig einungis við að fara inn og útúr bíl, og inn og útum dyr á heimili og vinnustað. Það kemur á óvart hversu margir láta sér þessa hreyfingu nægja." Rannsóknir hafa sýnt að græn svæði í borgum nálægt heimilum fólks ýti undir hreyfingu og útiveru að sögn Birds. „Það hefur lengi verið vitað að græn svæði hafa góð áhrif á andlega líðan fólks og draga úr streitu. Áhrifin eru keðjuverkandi því fleiri bætast í hópinn eftir því sem fleiri sjást á ferli. Mjög gott dæmi um slíkt er einmitt átakið Hjólað í vinnuna hér á ís- landi. En þá verður líka að tryggja öruggt umhverfi til hjólreiða, því öryggið til að stunda útiveru er mjög mikilvægt. Al- menningsgarðar þar sem hægt er að stunda alls kyns hreyfingu eru lykilatriði í því að fá almenning til að hreyfa sig." Hreyfing sem hluti af daglegu lífi Ekki er þó allt unnið með því að hreyfa sig reglulega úti undir beru lofti segir Bird. Hreyfingin verður að vera hluti af dagsins önn. „Það er ekki hægt að bæta sér upp heillar viku hreyfingarleysi við skrifborðið og framan við sjónvarpið með því að fara í fjallgöngu á laugardögum. Það er að vísu betra en ekkert en miklu betra er að ganga eða hjóla daglega til og frá vinnu, ganga upp og niður alla stiga sem á vegi manns verða, og standa upp frá skrifborðinu og teygja úr sér reglulega yfir daginn. Stað- 374 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.