Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2012, Side 52

Læknablaðið - 15.06.2012, Side 52
Læknablaðið 1915; 1: 100-1. OLDUNGADEILD Úr fórum Steingríms Matthíassonar Konan mjólkar, kýrin slcikir kálf- inn, (ensk mynd frá 13. öld). Steingrímur Matthíasson (1876-1948) var merkur lækn- ir á sinni tíð. Hann varð cand. med. frá Hafnarháskóla 1902 og bætti þar við sig þekkingu í kvensjúkdóma- lækningum. Hann var skipaður héraðslæknir í Akur- eyrarhéraði og gegndi því í 30 ár en vann jafnframt á sjúkrahúsinu á Akureyri. Síðustu æviárin sinnti hann læknisstörfum í Danmörku, lengst af í Nexo. Stein- grímur tileinkaði sér óhræddur nýjungar í læknisfræði eftir því hann hafði tök á. Hann var ötull við að auka þekkingu sína í námsferðum víða um heim og deildi vitneskju sinni gjarnan í ferðasögum í Læknablaðinu. Ekki er að undra að syni þjóðskáldsins Matthíasar Jochumsonar veittist létt að skrifa. Eftir hann liggur mikið efni, bæði bækur og greinar sem margar voru birtar í Læknablaðinu. Skrif hans einkennast af létt- leika og eru skemmtileg aflestrar. Sumum læknum þótti víst nóg um kímnina sem oft brýst fram í skrifum hans. Graviditas prolongata Það er, að eg held, algeng trú meðal alþýðu, að kona geti haft fram yfir svo vikum skifti. Og einu sinni var mín leitað til konu, sem hélt því fram, að hún væri búin að hafa næstum heilt ár fram yfir tímann, en að fóstrið væri löngu dautt. Þetta sýndi sig nú að vera cystoma ovarii en engin barns þykt. Hvað eftir annað heyri eg konur halda því mjög fast fram, að þær hafi töluvert fram yfir, og algengt að yfirsetukonur kenna því um, að fæð- ingin sé erfið, kollurinn svo stór o. s. frv. Hvað er nú satt í þessu? Próf. Leopold Meyer kendi okkur, að takmörk eðlilegs meðgöngutíma geti verið breytileg frá 260 og upp í 304 daga eða meira. Og mér skildist að hann, eins og aðrir höfundar nútímans, sem eg hefi lesið, væri vantrúaður á að konur hefðu fram yfir í þeim skilningi, að fóstrið yrði meir en fullburða, og þar af leiðandi gæti valdið fæðingarerfiðleikum. I þeim bókum, sem eg hefi aðgang að, hefi eg ekki getað fundið neitt ítarlegt um þetta efni, og þætti vænt um, ef einhver vildi benda mér á eitthvað þar að lútandi. En mér er nær að halda, að alþýða hafi í þessu, sem mörgu öðru, rétt fyrir sér, hvað sem vísindamenn segja, og það sem styrkir mig í þeirri trú er það, að um dýr, einkum kýr, er það furðu algengt, að þær hafi þetta mánuð og jafnvel stöku sinnum 2-3 mánuði fram yfir, og kálfarnir eru þá stærri og fæðingarnar erfiðari en ella. Um daginn skeði nú sá merkisviðburð- ur, að kýr fæddi kálf og hafði gengið með hann 4Ví - fjóran og hálfan - mánuð fram yfir tímann, eða í 13% mánuð. Reyndar fæddi hún ekki hjálparlaust, heldur varð Sigurður dýralæknir fyrst með lyfjum og síðan með verkfærum að koma skriði á kálfinn út úr beljunni (og Sigurður bölvaði mikið yfir þeim erfiðleikum). Eg fór að skoða kálfinn eins og hálfur bærinn, því sagan gekk að fæddur væri veturgamall griðungur. Hann var mesta flykki, nokkuð yfir 100 pund (en það er stór kálfur, sem er 75 pund). Einkum voru klaufirnar fer- legar og hausinn. Annars var hann allur á lengdina. - Nú vildu margir efast um, að tímatalið væri rétt, þrátt fyrir það þó áreiðanlegur maður, eigandi kýrinnar, fullyrti, að ómögulegt væri að kýrin hefði haft mök við annan tarf en þann eina vissa á tilteknum tíma. Hvað sem því líð- ur, þá tek eg Sigurð dýralækni trúanlegan um, að kýrin hafi haft eins feykilega fram yfir og fyr er getið, því um það er hann í engum vafa. Hann segir kúna vera af vissu kyni, sem er ættað úr Hörgárdal og sem illræmt er orðið fyrir þann óvana, að hafa ætíð langt fram yfir. - Kálfurinn stóri var lifandi áður en honum var hjálpað fram og enginn veit, hve lengi hann hefði dúsað í kúnni, hefði hann fengið að vera í friði, en eins og eðlilegt er, var mönnum farið að lengja eftir honum og kúnni farið að líða illa. Við vitum að kýrnar og konurnar hafa svipaðan meðgöngutíma „fjörutíu (þ. e. vikur) konan og kýrin", eins og stendur í vísunni. Getur þá ekki líka verið svipað um konur og kýr, að hvortveggja hafi stundum fram yfir og að það geti valdið fæðingarörðugleikum, eins og fólkið segir. Eg spyr. Akureyri 12. apríl 1915. Steingr. Matthíasson Fyrstu keisaraskurðir á íslandi Jón Hjaltalín landlæknir gerði fyrsta keisaraskurðinn hér á landi 24. júní 1865. Móðirin, mjög smávaxinn krypplingur, dó af völdum aðgerðarinnar og barnið "komst ekki til aldurs". Hinn 29. ágúst 1910 gerði Matthías Einarsson keisaraskurð á St. Jósepsspítala í Reykjavík og farnaðist móður og barni vel. Drengurinn sem fæddist var Júlíus Steingrímsson síðar rafveitu- stjóri í Keflavík. Hinn 2. júlí 1911 gerði Steingrímur Matthíasson velheppnaðan keisaraskurð á Akureyri. Barnið sem þá kom í heiminn var Stein- grímur J. Þorsteinsson prófessor, og var skírður í höfuðið á líf- gjafa sínum. Frá þessu greinir Vilmundur Jónsson landlæknir í samnefndri grein i Læknablaðinu 1954; 38:113-8. (gjnldungadeild A-' Læknafélags íslands Stjórn Öldungadeildar: Öldungaráð Umsjón síðu: Páll Ásmundsson Sigurður E. Þorvaldsson formaður, Jón Hilmar Hörður Þorleifsson, Jóhann Gunnar Alfreðsson ritari, Tryggvi Ásmundsson gjaldkeri, Þorbergsson, Höskuldur Baldursson, Kristín Bjarni Hannesson, Guðmundur Oddsson Guttormsson, Leifur Jónsson, Páll Ásmundsson 376 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.