Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2012, Side 3

Læknablaðið - 15.10.2012, Side 3
Þórður Þórkelsson, Jón Steinar Jónsson og Helgi Júlíus Óskarsson léku á als oddi. Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjómarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Tónelskir læknar á Rosenberg Efnt var til tónleika á Café Rosenberg mánudagskvöldið 10. september þar sem fram komu læknar og fluttu frumsamda tónlist í bland við lög eftir aðra. Fyrstur steig á svið söngoktett Jóns Steinars Jóns- sonar, skipaður félögum hans úr karlakórnum Fóstbræðrum. Þá kom fram Þórður Þórkelsson og síðan jasshljómsveit Guðlaugar Þórsdóttur ásamt Ingólfi Kristjánssyni og Bolla Þórssyni. Næstur var Ragnar Danielsen og í kjölfarið fylgdi tríó þeirra Jóns Steinars, Þórðar Þórkelssonar og Helga Júlíusar Óskars- sonar. Helgi kom síðan fram einn en á eftir honum steig Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu á sviðið og flutti frumsamin lög. Michael Clausen rak síðan smiðshöggið á dagskrána er hann kom fram ásamt hljómsveit. Að sögn Helga Júlíusar Óskarsson er skipulagði dagskrána er þegar búið að ákveða að gamanið verði endurtekið þann 24. janúar 2013 á Læknadögum en þó með öðrum flytjendum úr læknastétt. Framboðið á tónlistarmönnum úr röðum lækna mun slíkt að auðvelt væri að fylla dagskrá þriðja kvöldsins án þess að til endurtekninga þurfi að koma, segir Helgi. Blaðamaðurog Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 10.900,- m. vsk. Lausasala 1090,- m. vsk. LISTAMAÐU R MÁNAÐARINS Myndirnar á forsíðu eru úr röð verka eftir unga listakonu, Önnu Hrund Másdóttur (f. 1981), sem lærði hér á landi í Listaháskólanum. Um er að ræða Ijósmyndir sem virðast sýna einhvers konar abstraktmálverk eða skúlptúr þar sem litir flæða frjálslega innan sama end- urtekna formsins. Þegar betur er að gáð og heiti verkanna liggur fyrir, rennur upp fyrir manni Ijós: Eyrnatappar (fyrir Roni Horn), 2010. Hvert verk er 50 x 70 cm að stærð. Athygli manns er beint að hvers- dagslegum hlut frá óvæntum sjónarhóli. Það er leikur í þessum verkum Önnu Hrundar því þau eru litaglöð og falleg og það er óvenjulegt að sjá nauðaómerkilegri fjöldaframleiðslu gert svo hátt undir höfði. Hún lét sér ekki nægja að Ijósmynda eyrnatappana, heldur vann með þá á ýmsan hátt í töluverðan tíma; raðaði þeim, flokkaði, teiknaði, málaði, gerði eftirmyndir í postulín og leir og margt fleira. Þegar þessir kunnuglegu brúkshlutir eru myndaðir og sýndir stórir, vekja þeir furðu og virka hálfframandi. Hugurinn tekur á rás og maður veitir því til dæmis athygli að verkfæri sem hefur þá virkni að úti- loka hljóð er gert myndrænt - einu skynfæri er gert hærra undir höfði en öðru. Leikurinn nær lengra því verkin eru sett fram sem núningur og andsvar við listasögunni. Anna Hrund tileinkar verkið bandarísku listakonunni Roni Horn sem hefur vanið komir sínar til íslands undanfarna áratugi. Mörg verka hennar eru unnin hér á landi, meðal annars Ijós- myndir hennar af uppstoppuðum fuglum. Hún tekur mynd aftan á fuglshöfuð þannig að við fyrstu sýn er ekki augljóst af hverju myndin er. Strýtulaga form í ýmsum litum teygir sig upp myndflötinn við hvítan bak- grunn. Verkin eru án titils þannig að maður þarf dálítinn tíma til að átta sig á að þetta eru fjaðrir og hamur fugla. Anna Hrund tekur nærmynd af ósköp venjulegum eyrnatöppum úr litríku frauðplasti og stækkar myndina þannig að tapparnir minna óneitanlega mjög á fyrrnefndar fuglamyndir Horn. í verkum listakvennanna er beitt sömu aðferð til þess að villa um fyrir áhorfandanum og vekja hann til umhugsunar um hvað hann er að horfa á. Markús Þór Andrésson Prentun, bókband og pökkun ~ Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaöiö Læknablaöið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2012/98 507

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.