Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNARGREIN Til umhugsunar eftir dóm Breiviks Sigurður Páll Pálsson yflrlæknir réttar- og öryggisdeilda Landspítala sigpp@landspitali. is í fyrra framdi karlmaður fjöldamorð í Nor- egi. Eftir atburðinn hófst fjölmiðlaumræða um geðhag mannsins. Noregur er frænd- þjóð okkar, manndráp eru þar sjaldgæf, eða 1,6/100.000 á ári (meðaltal áranna 2000- 2009). Það er svipað og hér á sama tímabili (0,8/100.000/ár). Nýgengi sjálfsvíga er einnig sambærilegt, nú 11/100.000 á ári í Noregi (2000-2009) en 11,8 á sömu mælistiku á ís- landi á sama tímabili. Fjöldi rúma á réttar- geðdeildum og almennum geðdeildum er helmingi meiri þar en hér. I Noregi er læknisfræðilegt mat lagt til grundvallar ákvörðun dómstóla um sakhæfi. Hugtakið sturlun (psykose) hefur lykilþýð- ingu í norsku hegningarlögunum, því sturl- uðum manni skal ekki refsað. Sé niðurstaða sérfræðinga sú að ákærði sé haldinn geð- veiki eða alvarlegum andlegum annmarka er hefð fyrir því að dómstólar byggi á því áliti. Hvorki sérfræðingar né dómstólar hafa þurft að huga að orsakatengslum geðsjúkdóms og verknaðar.* 1'3 Dómurinn þurfti að meta hvort Breivik væri sturlaður (psykotisk) eða ekki. I málinu voru tvö andstæð sérfræðiálit. Annað sagði hann með aðsóknargeðklofa og sturlaðan, en hitt taldi hann persónu- leikaraskaðan en ekki sturlaðan. í dómnum er ítarlega fjallað um skilgreiningar á geð- klofa og dregið í efa að Breivik uppfylli öll skiimerki aðsóknargeðklofa. Dómurinn skoðaði muninn á ýktum hugmyndum, öfgahugmyndum, til dæmis trúarlegum og pólitískum, og hreinum rang- hugmyndum. Einnig mat hann hvenær þrá- hyggja, fantasíur og forboðnar hugmyndir eru skiljanlegar og partur af sálarlífi pers- ónuleika veiklaðs manns, og hvenær mörk- um ranghugmyndar er náð. Dómstóllinn sá hvorki merki um ofskynjanir eða hugsanat- ruflun né um svokölluð neikvæð einkenni geðklofa hjá Breivik. Dómurinn benti á að Breivik hefði notað hið örvandi efnið efedrín og stera fyrir morðin. Hvernig hefði verið tekið á Breivik-málinu fyrir íslenskum dómstólum? Nýlegur dómur sýnir mun á íslensku sakamálaréttarfari og norsku. Hæstiréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms um ósakhæfi og vék til hliðar mati tveggja dómkvaddra sérfræðinga sem töldu sakborning geðveikan og ósakhæfan. Mat þeirra var ekki samhljóða vegna mis- munandi geðgreininga. í dómi Hæstaréttar (198/2011) segir: „Með þessu ákvæði [15. gr. almennra hegningarlagaj eru sett ströng skilyrði fyrir sakhæfisskorti í íslenskum rétti, þar á meðal verður andlegur annmarki, svo sem geðveiki, að vera á háu stigi til þess að hann leiði til refsileysis af þeim sökum. Það nægir þó ekki til skorts á sakhæfi, heldur verður maður að hafa verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum vegna hins andlega ann- marka þegar hann framdi verknað sem lýst- ur er refsiverður að lögum. [...] Samkvæmt því leiðir það ekki til sakhæfisskorts þótt sá, sem uppvís hefur orðið að refsiverðum verknaði, hafi brenglað raunveruleikaskyn eða sé haldinn ranghugmyndum af völdum geðsjúkdóms nema hann hafi alls ekki verið fær um að hafa stjórn á gerðum sínum þegar hann vann verkið." Hæstiréttur notar lögfræðilegan mæli- kvarða, mat sjálfur málsatvik og taldi ein- staklinginn hafa vitað og skilið hvað hann var að gera. Andi M'Naghten-reglna skín hér í gegn.2 Dómstólar Norðurlanda virðast meta mál á mismunandi hátt þótt hegningar- lagaákvæðin um ósakhæfi séu svipuð eða sambærileg. Spyrja má hvort Breivik væri á réttargeðdeild hefði hann myrt einn mann? Breytti fjölmiðlaumræðan gangi málsins? Greining geðrofs getur verið mjög flókin á persónuleikaröskuðum einstaklingum. Oftast tryggir langur skoðunartími, ítarlegt mat í innlögn, best gæði slíkrar greiningar í vafatilvikum. Mikilvægt er einnig að nota hlutlæga skala við mat eftir því sem hægt er. Það kann að hafa haft áhrif á fyrra matið á Breivik að þá var hann hugsanlega enn að jafna sig eftir verkun steranna. Sterar geta valdið tímabundinni sturlun sem stundum stendur í margar vikur. I máli Breivik krafð- ist ákæruvaldið ósakhæfis og vistunar á réttargeðdeild. Hvers vegna? Litlar líkur eru á því að persónuleiki Breiviks breytist. Vildi ákæruvaldið tryggja ævilanga vistun á réttargeðdeild? Þessi grunsemd leiðir til óþægilegra vangaveltna um tilgang réttar- geðdeilda. Fyrir geðlæknum er tilgangurinn meðferð og endurhæfing með tilheyrandi öryggi. Alþjóðageðlæknasamtökin (WPA) ályktuðu strax árið 1977 (Hawaii-yfirlýs- ingin) að geðlæknar mættu ekki taka þátt í þvingandi meðferð á einstaklingum sem ekki eru geðveikir. Menn verða að skilja að persónuleikaraskaðir einstaklingar eru yfirleitt hættulegastir og meðferðarsvörun þeirra oft lítil. Fæstir þeirra vilja meðferð eða vinna að því að breyta persónuleika sínum. Þessu er öfugt farið með geðklofasjúkdóm og geðhvörf þar sem góð og árangursrík meðferð er til í flestum tilvikum. Geðklofa- sjúklingar sýna heldur meiri tilhneigingu til ofbeldisverka en almenningur, en það er oftast tengt meðferðarleysi og notkun fíkni- efna.4 Þeir eru hins vegar hundraðfalt líklegri til að taka eigið líf en að fremja morð. Alvar- lega geðsjúkir eru einnig í aukinni áhættu á að verða fyrir aðkasti, slysum og ofbeldi, og eru til dæmis sjöfalt líklegri til að vera myrtir en aðrir.5 Heimildir 1. Grondahl P. Scandinavian forensic psychiatric practices- an overview and evaluation. Nord J Psychiatry 2005; 59: 92-102. 2. Þórmundsson J. Afbrot og refsiábyrgð III. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2004: 84-115. 3. Psykisk stöming, brott och ansvar. Betánkande frán Psykansvarskommittén. regeringen.se/sb/d/108/a/488 4. Fazel S, Lángström N, Hjem A, Grann M, Lichtenstein P. Schizophrenia, substance abuse, and violent crime. JAMA. 2009; 301:2016-23. 5. Hiroeh U, Appleby L, Mortensen PB, Dunn G. Death by homicide, suicide, and other unnatural causes in people with mental illness: a population-based study. Lancet 2001; 358: 2110-2. Reflection on the Breivik verdict Sigurður Páll Pálsson MD, PhD, Chief Psychiatrist, Forensic psychiatry and security units Landspítali University Hospital, Reykjavík. LÆKNAblaðið 2012/98 513
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.