Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 14
RANNSÓKN Tafla IV. Fremri dálkur sýnir ráðleggingar um neyslu salts, orkuefna og fæðu- flokka (R), eða ráðlagða orkuprósentu orkugefandi næringarefna (E%) fyrir eldra fólk (>65 ára) samkvæmt Norrænu ráðleggingunum um mataræði og næringarefniSeinni dálkur sýnir prósentu þátttakenda (n=160) sem fylgdu ráðleggingum. R eða E% % sem fylgdu R eða E% Salt, orkuefni og trefjar Salt, g/dag Karlar / Konur < 7/< 6 55/63 Alkóhól, g/dag Karlar / Konur < 20/< 10 89/86 Prótein, g/kg/dag Karlar / Konur >1,0 41/47 Prótein, E% Karlar / Konur 10-20 61/75 Fita, E% Karlar / Konur 25-35 41/33 Kolvetni, E% Karlar / Konur 50-60 5/3 Unninn sykur, E% Karlar / Konur <10 77/78 Trefjar, E% Karlar/ Konur >2 35/49 Fæðuflokkar, g/dag Mjólkurvörur Karlar / Konur 500 18/9 Fiskur Karlar / Konur >43 79/71 Ávextir og grænmeti Karlar / Konur >400 15/12 Ávextir Karlar/ Konur >200 14/25 Grænmeti Karlar / Konur >200 15/11 Tafla V sýnir mun á þanbils- og slagbilsþrýstingi á milli þriðj- ungsmarka lýsisneyslu (g/dag) og neyslu á löngum ómega-3 fitusýrum (g/dag), bæði hjá körlum og konum (n=160), eins og hann var metinn með fervikagreiningu. Samkvæmt fervikagrein- ingu hélst marktækt neikvætt samband á milli slagbilsþrýstings og lýsisneyslu (P=0,010) og neyslu á löngum ómega-3 fitusýrum (P=0,029) þegar neðstu og efstu þriðjungsmörk neyslu voru borin saman, jafnvel þó leiðrétt hafi verið fyrir kyni, aldri, þyngdarstuðli, og inntöku á blóðþrýstingslækkandi lyfjum. Neikvæð tengsl fund- ust jafnframt á milli þanbilþrýstings og neyslu á löngum ómega-3 fitusýrum. Hreyfing í frístundum, mæld í mínútum á dag, og reykingar nú eða áður, tengdust ekki blóðþrýstingi eða mataræði marktækt og höfðu ekki áhrif á sambandið milli blóðþrýstings og neyslu lýsis eða langra ómega-3 fitusýra þegar leiðrétt var fyrir þeim í fervikagreiningu. Auk þess hafði leiðrétting með blóðfitum (kólesteróli, HDL eða þríglýseríðum) ekki áhrif á þetta samband (niðurstöður ekki sýndar). Tafla VI sýnir meðalneyslu lýsis (g/dag) og langra ómega-3 fitusýra (g/dag), innan þriðjungsmarka neyslu, samkvæmt þriggja daga veginni fæðuskráningu. Tafla VI. Meðalneysla lýsis (g/dag) og langra ómega-3 fitusýra (g/dag), innan þriðjungsmarka neyslu, samkvæmt þriggja daga veginni fæðuskráningu (n=160). Lýsi Langar ómega-3 fitusýrur Fyrstu þriðjungsmörk 0±0 0,3 ± 0,2 Önnur þriðjungsmörk 3,6 ±1,2 1,0 ±0,3 Þriðju þriðjungsmörk 10,4 ±3,7 3,1 ±1,8 Tafla V. Munur á þanbils- og slagbilsþrýstingi á milli þriðjungsmarka á lýsis- neyslu (g/dag) og neystu á löngum ómega-3 fltusýrum (g/dag), metinn með fer- vikagreiningu. Leiðréttingarþættir voru aldur og þyngdarstuðull (hjábreytur), og kyn og inntaka á blóðþrýstingslækkandi lyfjum (bundnir þættir). Útreikningarnir byggjast á gögnum frá 160 þátttakendum. Munur frá fyrstu þriðjungsmörkum B 95% öryggisbil Lægri Efri P Slagbilsþrýstingur Lýsi Önnur þriðjungsmörk -5,81 -12,81 1,20 0,104 Þriðju þriðjungsmörk -7,90 -13,86 -1,95 0,010 Langar ómega-3 fitusýrur Önnur þriðjungsmörk -9,80 -16,58 -3,02 0,005 Þriðju þriðjungsmörk -7,53 -14,27 -0,79 0,029 Þanbilsþrýstingur Lýsi Önnur þriðjungsmörk -1,11 -4,85 2,63 0,559 Þriðju þriðjungsmörk -1,58 -4,76 1,60 0,327 Langar ómega-3 fitusýrur Önnur þriðjungsmörk -4,90 -8,20 -1,60 0,004 Þriðju þriðjungsmörk -3,61 -6,89 -0,33 0,031 Umræða Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að skoða tengsl mataræðis og blóðþrýstings, með áherslu á lýsisneyslu, og að kanna fylgni fæðu- þátta við íslenskar og norrænar ráðleggingar um næringarefni og mataræði. Þetta er að öllum líkindum fyrsta rannsóknin sem skoð- ar tengsl mataræðis við blóðþrýsting íslendinga, 65 ára og eldri. Marktæk neikvæð fylgni var á milli lýsisneyslu og slagbils- þrýstings, jafnvel þegar leiðrétt var fyrir kyni, aldri, þyngdar- stuðli og inntöku á blóðþrýstingslækkandi lyfjum. Samskonar tengsl sáust þegar langar ómega-3 fitusýrur voru skoðaðar. Mark- tæk neikvæð fylgni var einnig á milli neyslu á löngum ómega-3 fitusýrum og þanbilsþrýstings, en marktæk tengsl fundust hins vegar ekki á milli lýsisneyslu og þanbilsþrýstings. Óljóst er hvers vegna lýsisneysla tengdist þanbilsþrýstingi ekki marktækt eins og neysla langra ómega-3 fitusýra. Ástæðan er hugsanlega sú að lýsi inniheldur ekki einungis langar ómega-3 fitusýrur (EPA og DHA) heldur einnig mörg önnur næringarefni sem gætu hafa veikt sam- bandið. Þó niðurstöður rannsókna séu ekki samhljóma, bendir flest til þess að mikil neysla langra ómega-3 fitusýra (a3 g/dag) hafi væg en marktæk áhrif til lækkunar blóðþrýstings, sérstaklega meðal aldraðra og fólks með háþrýsting.3'13 Niðurstöður þessarar rann- sóknar benda til þess sama, þó ekki sé hægt að fullyrða að um beint orsakasamband sé að ræða. Hins vegar má telja líklegt að lýsisneysla, eða neysla annarra fæðubótarefna sem innihalda fiski- olíur, lækki blóðþrýsting meðal eldra fólks og hafi á þann hátt já- kvæð áhrif á heilsufar. Þó er rétt að fara varlega í að yfirfæra þessar niðurstöður á aðra hópa. íslensk rannsókn frá árinu 2006 bendir til þess að áhrif fiskiolía á blóðþrýsting séu þveröfug meðal barns- hafandi kvenna, en þar fannst jákvætt samband á milli neyslu á löngum ómega-3 fitusýrum, aðallega úr lýsi, og háþrýstings.14 518 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.