Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2012, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.10.2012, Qupperneq 19
RANNSÓKN Beinþéttni ungra kvenna með sögu um lystarstol Rebekka Guðrún Rúnarsdóttir' læknanemi, Guðlaug Þorsteinsdóttir2 læknir, Ólafur Skúli Indriðason3 læknir, Gunnar Sigurðsson4 læknir ÁGRIP Tilgangur: Lág beinþéttni er algeng hjá sjúklingum með lystarstol en það vantar rannsóknir hérlendis á beinheilsu þessa sjúklingahóps. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna beinþéttni ungra kvenna sem hafa greinst með lystarstol á íslandi og öðlast betri skilning á mögulegum orsakaþáttum lágrar beinþéttni. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Skoðaðar voru sjúkraskrár kvenna sem höfðu leitað sér meðferðar hjá átröskunarteymi Landspítala á árunum 2001-2009, voru greindar með lystarstol eða höfðu sögu um lystarstol (F50.0, F50.1) og farið í beinþéttnimælingu. Konur yngri en 18 ára og eldri en fertugar voru útilokaðar. Niðurstöður voru bornar saman við heilbrigðar 30 ára konur sem tóku þátt i rannsókn á beinheilsu íslendinga á árunum 2001-2003 (n=58). Niðurstöður: Við beinþéttnimælingu var meðallíkamsþyngdarstuðull (LÞS: kg/m2) lystarstolshóps (n=40) 17,4 (12,3-25,2) miðað við 23,6 (18,1- 43,7) hjá samanburðarhópi (p<0,001). Beinþéttni i lendhrygg og mjöðm var 15,3-17,5% lægri hjá lystarstolshópnum (p<0,001). Hjá báðum hópum var sterk fylgni beinþéttni við þyngd (r=0,354-0,604, p<0,05) og mjúk- vefjamagn (r=0,425-0,588, p<0,05), mismikið eftir mælistöðum. Meðal lystarstolssjúklinga var einnig fylgni milli beinþéttni og minnstu þyngdar i veikindum (r=0,482-0,499, p<0,01). Hjá lystarstolssjúklingum sem áttu endurteknar beinþéttnimælingar (n=26) og töpuðu þyngd milli mælinga minnkaði beinþéttnin í lærleggshálsi um 6,6% (p=0,030). Þær sem voru að jafnaði með LÞS s17,5 milli mælinga töpuðu 5,5-7,1 % af beinþéttni í mjöðm (p<0,05). Ályktanir: I samanburði við heilbrigðar ungar konur er beinþéttni kvenna með lystarstol um 15% lægri. Beinþéttni virðist tengjast þyngd á svipaðan hátt hjá báðum hópum og líkamsþyngd því sennilega mikilvægasti áhrifa- valdur á beinþéttnina og mögulega einnig á hámarksbeinmagn þessara sjúklinga. Inngangur 'Læknadeild Háskóla íslands, ?geödeild, ^nýmalækningaeiningu, 4innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild Landspítala. Fyrirspumir: Gunnar Sigurðsson gunnars@landspitali.is Greinin barst: 16. mars 2012, samþykkt til birtingar 23. júlí 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Lág beinþéttni er algeng hjá sjúklingum með lystar- stol (anorcxia nervosa), geðsjúkdóm sem einkennist af meðvituðu svelti, þyngdartapi og röskun á hormóna- starfsemi líkamans.1-2 Lystarstol er einn af undir- flokkum átraskana ásamt lotugræðgi (bulimia nervosa) og öðrum ósértækum átröskunum (eating disorders not otherwise specified). Þyngdarmörk í lystarstoli samkvæmt greiningarviðmiðum DSM-IV og ICD-10 eru að einstak- lingur sé undir 85% af þeirri þyngd sem ætla mætti að væri eðlileg miðað við aldur hans og hæð. Hjá börnum og unglingum er betra að notast við vaxtarkúrfur, en hjá fullorðnum hefur verið miðað við líkamsþyngdarstuðul (LÞS: kg/m2), sl7,5 sem eru ströng viðmið þegar haft er í huga að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin skilgreinir undir- þyngd sem LÞS <18,5. Atraskanir eru langvinnir sjúkdómar og einkenni geta verið breytileg. Ekki er óalgengt að sjúklingar færist milli átröskunargreininga í sjúkdómsferlinu, þar sem greiningarskilmerkin eru ströng, til dæmis að sjúklingur með lystarstol þrói síðar með sér lotugræðgi eða ósértæka átröskun og öfugt.14 Ekki eru til tölur um batahorfur á Islandi, fyrir utan dánartíðni einstaklinga sem hafa verið lagðir inná geðdeild vegna lystarstols,5 en þýsk rannsókn sem fylgdi eftir sjúklingum með lystarstol eftir innlögn á sjúkrahús lýsti því að 12 árum síðar voru 30% enn með lystarstol og 9,5% höfðu fengið lotugræðgi. Staðlað dánarhlutfall í þýsku rannsókninni var 8,8 en 6,25 í þeirri íslensku.5-6 Einn alvarlegasti líkamlegi fylgikvilli lystarstols er röskun á beinþéttni. Nærtæk skýring er að lystarstol byrjar venjulega snemma á unglingsárum þegar mesta aukning á beinmagni á sér stað og veikindin geta varað í mörg ár.7 Yfir 95% af hámarksbeinmagni einstaklings er náð fyrir 18 ára aldur en hámarksbeinmagni er að fullu náð um 18,5 ára aldur í mjöðm en við 23 ára aldur í lendhrygg.8-9 Hjá lystarstolssjúklingum getur bein- aukningin því orðið minni og leitt til lægra hámarks- beinmagns eftir að beinvexti er lokið, en það getur ráðið miklu um á hvaða aldri einstaklingur er kominn með beinþynningu vegna aldursbundins beintaps síðar á ævinni. Hámarksbeinþéttni er því mikilvægur þáttur í framtíðarbeinheilsu og hættu á beinbrotum. Skilgreining Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar á beinþynningu byggist á mælingum á beinþéttni með dual-energy X-ray absorptiometry (DXA). Beinþynning er skilgreind sem beinþéttni meira en 2,5 staðalfrávikum neðan meðaltals ungra einstaklinga (20-29 ára) með hámarksbeinmagn, og beinrýrnun sem beinþéttni sem er 1,0-2,5 staðalfrávikum neðan þessa meðaltals.10 Fyrir hvert staðalfrávik sem beinþéttni lækkar, eykst hætta á beinbroti um það bil tvöfalt.11 Beinþéttni er mæld í lend- hrygg og mjöðm sem innihalda hátt hlutfall frauðbeins. í heild er beinagrind fullorðinna 80% skelbein en í lend- hrygg er um 70% frauðbein og um 50% í lærleggshálsi. Frauðbein hefur mikið yfirborð sem leyfir hraðara bein- umbrot og því kemur beinþynning frekar fram þar.12 Rannsóknir hafa sýnt að hjá ungum konum með lystarstol eru um 20-38% með beinþynningu og um 47-54% með beinrýrnun samkvæmt ofannefndri skil- greiningu.1'2-13'14 Ungar konur með virkan lystarstols- LÆKNAblaðið 2012/98 523
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.