Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2012, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.10.2012, Qupperneq 24
RANNSÓKN um það við hvaða ástand líkaminn fer að bæta beinþéttnina fannst í rannsókn sem sýndi fram á að beinþéttni hækkaði ekki nema LÞS væri yfir 16,4 ± 0,3.18 Ekki var munur á líkamshæð milli lystarstolshóps og saman- burðarhóps sem bendir til þess að konurnar með lystarstol hafi náð fullri hæð, enda yfir 18 ára aldri. Beinbrotatíðni var tæplega tvisvar sinnum hærri meðal lystarstolssjúklinga, þó munurinn væri ekki tölfræðilega marktækur. f lystarstolshópnum var ekki fylgni milli beinþéttni og aldurs við beinþéttnimælingu, aldurs við upp- haf átröskunar, lengd átröskunar, aldurs við upphaf blæðinga né tímalengd blæðinga. Nokkuð kom á óvart að ekki skyldi vera fylgni milli beinþéttni og lengdar átröskunar en margar erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á slíka fylgni18-26-27 en þó ekki allar.1314 Hugsanleg skýring er að sjúklingar með lystarstol geta verið í tals- verðum þyngdarsveiflum á veikindatímanum. Áhugavert var að þeir sjúklingar sem höfðu liðið kalíumskort höfðu lægri beinþéttni en hinar. Kalíumskortur bendir líklega til viðvarandi og mikillar losunarhegðunar hjá sjúklingum til að stýra þyngd sinni. Sjúkling- arnir stunda þá uppköst eða misnota hægðalyf eða þvagræsilyf. Uppköst og misnotkun þvagræsilyfja geta valdið blóðlýtingu og misnotkun hægðalosandi lyfja getur valdið blóðsýringu. Vegna takmarka gagnanna var ekki hægt að útskýra tengslin nánar, en mælingar á elektrólýtum eru hluti af venjubundinni skoðun hjá sjúklingum sem leita meðferðar vegna átröskunar. Þessar niður- stöður um tengsl kalíumskorts og beinþéttni eru aðeins tilgáta en þarf að skoða nánar. Helstu annmarkar þessarar rannsóknar voru að rannsóknar- hópurinn var ekki einsleitur við beinþéttnimælingu og aldurs- spönn, lengd veikinda ólík og þyngdarspönn allvíð. Þannig var rúmur fjórðungur rannsóknarþýðis innan kjörþyngdarmarka við mælinguna. Allir áttu þó sameiginlegt að vera með virka át- röskun við beinþéttnimælingu og hafa greinst með lystarstol í veikindaferlinu. Einnig var lystarstolshópurinn talsvert yngri en samanburðarhópurinn, allt niður í 18 ára, og hugsanlega voru ekki allar konurnar búnar að ná hámarksbeinþéttni sinni í lendhrygg þó henni sé náð í mjöðm við þann aldur. Rannsóknarhópurinn var ungur og sá munur sem var á hópunum með tilliti til beinbrota gæti hafa reynst tölfræðilega marktækur ef yngri samanburðarhópur hefði staðið til boða. Takmarkaðar upplýsingar um brot fengust úr spurningalista við beinþéttnimælingu og vitum við því ekki hvort um var að ræða háorku- eða lágorkubrot, en það hefði líka verið fróðlegt að skoða. Einnig var stærð rannsóknarhóps frekar lítil og því erfiðara að fá tölfræðilega marktækar niðurstöður. Það er bein afleiðing af því hve lystarstol er sjaldgæfur sjúkdómur, og er reyndar einnig vandamál í öðrum rannsóknum af svipuðum toga. Engin viðurkennd eða áhrifarík lyfjameðferð er til sem verndar eða bætir beinþéttni hjá þessum sjúklingahópi. Ennþá hafa til- raunir með að gefa bisfosfonöt, estrógen, testósterón eða vaxtar- hormón, IGF 1, borið takmarkaðan árangur.28 Þó benda nýlegar rannsóknir til að bisfosfonöt geti aukið beinþéttni í hrygg hjá full- orðnum lystarstolssjúklingum og aukið beinþéttni í lærleggshálsi hjá unglingsstúlkum með lystarstol.29-30 Lyfin eru ekki skráð hér á landi með þessa ábendingu og ætti að nota þau með mikilli varúð hjá þessum unga sjúklingahópi þar til sterkari vísbendingar eru um gagnsemi þeirra. Þá hefur nýlega verið sýnt fram á að með estrógenplástri eða smáum estrógenskömmtum um munn jókst beinþéttni á 18 mánaða tímabili í lendhrygg og mjöðm hjá ung- lingsstúlkum með lystarstol um 2,3% og 1,1%.31 Mikilvægasta meðferðin til að auka beinþéttni hjá sjúklingum með lystarstol er að hjálpa þeim að ná kjörþyngd og koma líkams- starfsemi í eðlilegt horf. Samhliða næringarmeðferð þarf að huga að sálfræðimeðferð og annarri geðmeðferð eftir því sem við á.1315-32 Hjá þessum ungu einstaklingum er hætt við að hámarksbeinmassi verði að öðrum kosti mun lægri en ella. Lokaorð Beinþynning er algeng hjá lystarstolssjúklingum og virðist líkamsþyngd þeirra vera sá þáttur sem hefur mest áhrif þar á. Reyndar virðast tengsl beinþéttni og líkamsþyngdar vera nokkuð samfelldur ferill sem bendir til að ungar konur undir kjörþyngd séu í hættu á að ná lægri hámarksbeinmassa og þróa beinþynningu frekar en kynsystur þeirra sem eru í eðlilegum holdum. Þakkir Þakkir fær Helga Magnúsdóttir geislafræðingur fyrir aðstoð við að afla gagna. 528 LÆKNAblaðið 2012/98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.