Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2012, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.10.2012, Qupperneq 29
Mynd 2. Sérvirkni serúlóplasiníns (Cp-specific activity) eftir aldri ísermi 112 lieil- brigðra einstaklinga (konur 53, karlar 61). Aðhvarfslínan sýnir að sérvirknin eykst marktækt með aldri (línuleg aðhvarfsgreining: P<0,001). Cp kemst ekki úr blóði og inn í miðtaugakerfið. Cp í heila er því myndað þar og er seytt í einhverjum mæli frá þekjufrumum í heilahvelum og æðabeðum (plexus choroideus) í heilahvelunum. Mest af Cp í heila myndast í stirnufrumum (astrocytes), en það eru stærstu tróðfrumurnar í heilanum (glia). Þessar frumur hafa marga arma sem liggja víða um taugavefinn. I mynd 1 er stílfært sýnt hvernig armarnir tengjast þekjufrumum (í háræðum í heila). Cp, sem myndast í stirnufrumunum, er bundið við yfirborð þeirra (við enda armanna) með glýkósýlfosfatídýlinósítól-tengi, GPI-tengi. Cp-GPI virðist vera sömu gerðar og seytt Cp.1(l 15'16 Cp-þurrð í blóði (aceruloplasminemia) og gildi Cp fyrir járnbúskap Árið 1987 greindu japanskir vísindamenn frá athyglisverðri sjúk- dómsmynd í 52 ára gamalli japanskri konu sem hafði einkenni frá miðtaugakerfi (frá djúphnoðum; basal ganglia), sykursýki og hrörn- unarbreytingar í nethimnu augna, samfara útfellingum á járni - og algera vöntun á Cp í sermi. Erfðafræðileg greining á þessum sjúk- lingi, og litlu síðar víðar um heim á sjúklingum með sams konar einkenni, leiddu í ljós að orsökin myndi vera arfbundnar breyt- ingar (loss offunction mutations) í Cp-geninu. Þessi sjúkdómur fékk því heitið aceruloplasminemia, sem hér er nefnt Cp-þurrð í blóði.8-16 Sjúkdómurinn er víkjandi arfbundinn sjúkdómur sem hefur verið greindur víða, en þó ekki á Islandi svo höfundum sé kunnugt. Margháttaðar breytingar á Cp-geninu geta leitt til sjúkdómsins.16 Einkenni um Cp-þurrð í blóði koma fyrst fram á fullorðinsaldri. Auk sykursýki og sjónskerðingar eru einkenni frá miðtaugakerfi áberandi, ekki aðeins frá djúphnoðum, heldur einnig frá heila- berki með vitrænni skerðingu sem leiðir til heilabilunar. Járn er minnkað í sermi og Tf-mettun er lítil, en ferritín er mjög aukið, sem bendir á minni hreyfanleika járns. Jafnframt þessu er járnmagn aukið í átfrumum í lifur og víðar. Blóðskortur er tiltölulega vægur vegna þess hve járn oxast greiðlega af sjálfu sér (sbr. að framan). Engin merkjanleg truflun er á koparbúskap við Cp-þrot í blóði. Er því talið að Cp skipti ekki máli við stýringu á kopar. Cp-þurrð í blóði beindi hins vegar sjónum manna að tengslum Cp og járns í líkamanum.7'16-18 Búið hefur verið til „dýramódel" af Cp-þurrð íblóði. Eru það svo- kallaðar Cp-núllmýs eða Cp A mýs þar sem Cp-genið á litningi þrjú hefur verið fjarlægt. Tilraunir með slíkar mýs sýna að járn safnast í líkamsvefi þeirra og er afleiðing af stöðnun járns í frumum sem greiðlega eiga að gefa það frá sér. Frásog járns frá meltingarvegi er hins vegar óbreytt í þessum músum.18 Enn greinilegar má sýna fram á þennan galla þegar gerðar eru tilraunir með einangraðar stirnufrumur úr Cp A músum: Járn losnar margfalt seinna (eða ekki) úr stirnufrumum frá þessum músum en úr stirnufrumum frá venjulegum músum (Cp,/+ músum).18'19 Samstaða er um að mjög lítið Cp þurfi að vera til staðar til þess að hringrás járns haldist eðlileg. Þetta virðist vera skýringin á því að greinilegar truflanir á jámbúskap sjást ekki í Wilsonsjúkdómi. Ferróportín (Fpn) er eins og áður er nefnt í himnu ýmissa frumna. Það ber tvígilt járn gegnum himnur og út úr frumunum (iron efflux). Ferróportín er prótein sem að verulegu leyti er undir stjórn hormóns (hepsídíns) er myndast í lifur, svo og járns í lifrinni. Cp kemur hér einnig við sögu. Ef Cp skortir er hætta á að Fpn innfrumist (endocytosis) og brotni sundur í innanfrumuhömum (iysosomes) þannig að járn verði eftir í frumunum!9'20 Vísbendingar eru um að Cp hamli niðurbroti á Fpn, sérstaklega í miðtaugakerf- inu. Ef þetta er rétt er stýring Cp á járnbúskap í miðtaugakerfinu nákvæmari en í öðrum líffærum.20 I megindráttum flytur transferrín (eftir tengingu við transferr- ínviðtæki, Tfr) þrígilt járn úr blóðinu yfir í þekjufrumur í veggjum háræða í miðtaugakerfinu. Þar rofnar tengið milli járns og trans- ferríns og járn afoxast í ferrójárn. Ferróportín ber ferrójárn út yfir himnu þekjufrumnanna. í námunda við himnu þekjufrumnanna eru armar stirnufrumna með Cp-GPI bundið við enda armanna. Cp-GPI stýrir því næst færslu á Fe2+ úr ferróportíni og oxar það um leið í Fe3+, sem binst transferríni og flyst þannig um millifrumu- rýmið í heila til taugunga eða annarra frumna er hafa Tfr (mynd 1). Talið er og að járn komist úr blóðinu inn í miðtaugakerfið óháð transferríni!9'21 Ferritín er stórt holulaga prótein gert úr tveimur mismunandi hlutum, H (heavy) og L (light). Járn í ferritíni má skoða sem óhvarf- gjarnt en hreyfanlegt birgðajárn. L-hlutinn sér um að binda járn en H-hlutinn hefur ferroxídasavirkni og stuðlar að því að losa járn úr sameindinni. Ferritín er mest í tróðfrumum, en er einnig í tauga- frumum (mynd l).21 Röskun á járni í heila og Cp i sermi viö Parkinsonsjúkdóm Járni í miðtaugakerfinu er misskipt eftir tegundum frumna og svæðum. Slíðurfrumur tauga (oligodendrocytes) eru járnríkastar allra frumna í miðtaugakerfinu. Þar er og talið að Tf myndist að mestu (mynd 1). Ferritín er einnig meira í þessum frumum og tróð- lingum (microglia) en í öðrum frumum í miðtaugakerfinu. Þetta hefur leitt til kenninga um að járn sé sérstaklega mikilvægt við myndun taugaslíðurs.21'23 Meira járn er í utanstrýtusvæði heilans (extrapyramidal regions), það er í svartsviðinu í miðheila (substantia nigra) og djúphnoðum, en er í öðrum svæðum heilans. Við fæðingu er þarna lítið járn en járn vex línulega í svartsviðinu með hækkandi aldri. Ferritín er og meira í þessu svæði en annars staðar í heilanum. í svartsviðinu er sömuleiðis sérstakur fjölefnungur úr dópamíni (neurómelanín; sjá hér á eftir) sem geymir járn í sjálfum taugungunum og tekur lit af járninu (svartbrúnan lit). Af því er svo heitið svartsvið dregið.21-23 Ekki er vitað hvers vegna meira járn er í þessum hlutum heilans en öðrum. Nærtækt er samt að ætla að það endurspegli mikla virkni. Við Parkinsonsjúkdóm safnast oft sjúklega mikið járn í taug- unga í svartsviðinu. Frumurnar missa jafnframt svartbrúna litinn, LÆKNAblaöið 2012/98 533
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.