Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 32
Y F I R L I T Lokaorð Við Cp-þurrð í blóði er alger vöntun á Cp og ótvíræð merki um járnraskanir í miðtaugakerfinu og utan þess. í PD er nokkuð gott samhengi milli járnsöfnunar í svartsviðið annars vegar og minnk- aðrar Cp-þéttni og oxunarvirkni í sermi hins vegar. Breytingar í Cp-geni tengjast einnig að ætla má járnsöfnun í svartsviðið. Járn- raskanir eru litlar eða engar utan miðtaugakerfisins við PD2 (sjá þó 46). Ef þéttni og virkni Cp er ámóta skert í svartsviði og er í sermi, hljóta sérstakar aðstæður að valda því að járnraskanir við PD eru nær eingöngu bundnar við miðtaugakerfið. Minnkuð Cp-virkni gæti ein sér skipt verulegu máli við upp- komu AD, en meðal margháttaðra greindra genbreytinga í síð- komnum Alzheimersjúkdómi (langflest tilfelli AD) eru ekki stað- festar breytingar á Cp-geninu;47 rannsóknin tók einnig til íslensks efniviðar). Járn er ekki aukið í heilanum við AD með nokkurri vissu.44 Því er rökrétt að ætla að járnraskanir í heila AD-sjúklinga séu til orðnar vegna þess að járn og járnprótein hafi farið afvega af réttum stöðum í heilanum og við það valdið þeim sjúklegu breyt- ingum sem einkenna meingerð AD. Þá er á það að líta að kopar- skortur í heila AD-sjúklinga getur valdið skerðingu á starfi margra koparensíma annarra en serúlóplasmíns. Þetta er mikilvægt rann- sóknarefni að kanna. Skyldleikatengsl PD-sjúklinga eru mikil, meðal annars sam- kvæmt íslenskri rannsókn.48 Því er mikilvægt að kanna hvort og hvernig breytingar á Cp-geni kunna að tengjast þessu erfða- mynstri. Enn fremur er nauðsynlegt að kanna hvern þátt aðrir þekktir oxídasar í miðtaugakerfinu, sem að framan eru nefndir, gætu átt í uppkomu AD og PD. Að síðustu skal bent á að með nú- tímastofnfrumutækni ætti að vera unnt að greina hvort eða að hve miklu leyti truflun í starfi Cp er meðfædd í AD og PD.49 Hvað er helst: Truflun í starfi Cp virðist tengjast uppkomu PD og gæti verið liður í víðtækari truflunum á starfi koparensíma í AD. Þakkarorð Sigurlaugu Sveinbjörnsdóttur taugasjúkdómalækni er þakkað ára- langt samstarf. Kristínu Björgu Guðmundsdóttur dýralækni eru þökkuð góð ráð og aðstoð við samningu handrits. ENGLISH SUMMARY Ceruloplasmin (Cp) and iron in connection with Parkinson’s disease (PD) and Alzheimer’s disease (AD) Johannesson T1, Kristinsson J', Torsdottir G2, Snaedal J2 Ceruloplasmin, a multi-copper oxidase with four active copper atoms, oxidizes Fe2* to Fe3* and concomittantly fully reduces oxygen to water. The oxygenation of iron is a requisite for transferrin transport of iron and keeping noxious Fe2* low. In the central nervous system (CNS) Cp is mostly localized in end feet of astrocytes surrounding capillaries and attached by a glycosylphosphatidylinositol-anchor. In aceruloplasm- inaemia, a rare recessive hereditary disease, complete loss of Cp is accompanied by disorders of iron metabolism and lesions in CNS and outside. In PD Cp concentration and oxidative activity in serum are significantly lowered with iron deposits and lesions in substantia nigra and basal ganglia. Changes in Cp-genes might be causative in these disorders. By inducing neuromelanin synthesis Cp may protect neurons in substantia nigra. In AD Cp activity in serum, but not concentration, is significantly lowered. Changes in Cp-genes have not been verified in AD. Total amounts of iron are not increased in AD brains although iron deposits and cortical lesions are numerous. Total copper is significantly lowered in AD brains. This may result in defective synthesis of Cp and other copper enzymes. - In conclusion, the defective Cp activity, asso- ciated with iron disorders, is seemingly of importance in PD and also in AD with other copper enzyme defects possibly involved. Key words: Copper, ceruloplasmin, iron, aceruloplasminaemia, Alzheimer's disease, Parkinson's disease. Correspondence: Jón Snædal, jsnaedal@landspitali.is ’The Department of Pharmacology and Toxicology, Medical Faculty, The University of lceland, Reykjavík, 2Department of Geriatrics, Landspítali - The University Hospital of lceland, Reykjavík. 536 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.