Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2012, Side 42

Læknablaðið - 15.10.2012, Side 42
UMFJÖLLUN O G GREINAR Mannúðlegar geðlækningar og lúsaflekkusótt ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Áhugi Norðmanna á íslandi á sér margar birtingarmyndir. í norska læknablaðinu birtust á síðasta ári tvær greinar sem sækja efni sitt í sögu geðlækninga á ís- landi og í íslendingasögurnar. Sálfræðingurinn Olav Nyttingnes var í heimsókn á íslandi í apríl 2010 ásamt norska geðheilsuráðinu og samstarfsmönnum við háskólasjúkrahúsið í Stafangri til að kynna sér aðstæður „í landi sem hvorki hefur sér- staka löggjöf um geðheilbrigðismál né notar ólar í rúmum." Nyttingnes telur sögu geðheilbrigðis- þjónustu á íslandi mjög eftirtektarverða. Fyrir rúmum 100 árum hafi verið hér gam- aldags landbúnaðar- og fiskveiðasamfélag sem var áratugum á eftir öðrum Evrópu- löndum í samfélagsþróun, en engu að síður hafi verið reistur nútímalegur geðspítali þar sem beitt var sams konar lækningum og tíðkuðust annars staðar í Evrópu á þeim tíma. Árið 1933 urðu þáttaskil í íslenskum geðlækningum þegar Helgi Tómasson varð yfirlæknir á Kleppi og undir stjórn hans urðu geðlækningar á íslandi mun mannúð- legri en annars staðar í Evrópu. Nyttingnes tiltekur sérstaklega að Helgi bannaði alla notkun spennitreyja og óla í rúmum og beitti í stað þess samtalstækni og geðlyfjum þess tíma, sem voru morfín, skópólamín, klóral og barbítúratlyf. Sjúk- lingum sem þurfti að róa mátti halda niðri en aldrei lengur en 30 mínútur. Nyttingnes bendir á að Helgi hafnaði lækningaaðferðum samtímans sem höfðu háa dánartíðni eða heilaskaða sjúklinga í för með sér, og kenning hans hafi verið að ofbeldi í meðferð skilaði sér í ofbeldis- fullum sjúklingum. Hann hafnaði einnig aðferðum sem sjúklingar óttuðust mjög og taldi það draga mjög úr lækningagildi þeirra. Þó að geðlækningar á íslandi séu ekki algjörlega lausar við þvingun leyfast ekki rúmólar. Nyttingnes vísar í samtöl við ís- lenska geðlækna og sálfræðinga sem starfað hafa á geðdeildum á Norðurlöndunum og hefur eftir þeim að bráðamóttökur íslenskra geðdeilda séu rólegri en í Noregi og Svíþjóð og lyfjanotkun sé mjög svipuð. Megin- heimild hans er þó saga Kleppspítala sem Óttar Guðmundsson geðlæknir ritaði og kom út 2007. Nyttingnes hefur kynnt sér hvernig beita má þvingunarinnlögn og sjálfræðis- sviptingu geðsjúkra á íslandi og ber það saman við löggjöfina í Noregi. Hann telur athyglisvert að þrátt fyrir að tölur um þvingunarinnlagnir hér séu ekki tæmandi, sé marktækur munur á fjölda slíkra inn- lagna í löndunum tveimur og greinilegt að þær séu mun færri á íslandi. Ekki einasta sé þvingunarinnlögnum sjaldnar beitt hér en í Noregi, heldur sé þeim einnig beitt af meiri lipurð. Þetta telur Nyttingnes vera ótvíræða arfleifð Helga Tómassonar yfirlæknis. Hann lýkur grein sinni með þeim orðum að saga íslenskrar geðlækninga sé að hluta til allt önnur en samtímasaga geðlækninga í Evrópu. „Lagaumhverfið á Islandi sýnir að það er mögulegt fyrir lítið nútímalegt vest- rænt land að veita geðheilbrigðisþjónustu án þess að smíða utan um hana sérstaka löggjöf." Fyrstu heimildir um lúsaflekkusótt Per Holck prófessor í líffærafræði við læknadeild Óslóarháskóla hefur um ára- bil tekið þátt í fornleifarannsóknum við Hrísbrú í Mosfellsdal. Hann telur að í Grettissögu og Eyrbyggjasögu sé að finna fyrstu frásagnir í sögu læknisfræðinnar af lúsaflekkusótt sem komið hafi upp á ís- landi í kringum árið 1000. Frásagnirnar eru sveipaðar dulúð og einkennin sem lýst er talin eiga uppruna sinn í forneskju og göldrum. I Eyrbyggjasögu segir af Fróðár- undrunum. Hin suðureyska Þórgunna sett- ist upp á Fróðá við Breiðafjörð og rúmföt hennar vöktu öfund Þóreyjar húsfreyju. Dag nokkurn um heyskapartíð lagðist ský yfir bæinn og varð niðamyrkur með rign- ingu. Þegar birti sá heimilisfólkið að rignt hafði blóði. Þórgunna kenndi óþæginda og gekk til hvílu og átti erfitt með andardrátt. 546 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.