Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 44
Heimilislæknir - Domus Medica
Laus er til umsóknar staöa sérfræðings í heimilislækningum í Domus Medica. Staðan er laus frá 1. janúar 2013. Um fullt starf er að ræða.
í fullu starfi felst að hafa að minnsta kosti 1500 sjúkratryggða á skrá.
Staðan fellur undir rammasamning Sjúkratrygginga íslands (SÍ) við heimilislækna sem starfa utan heilsugæslustöðva. Staðan sem um
ræðir er staða sérfræðings í heimilislækningum samkvæmt fyrrgreindum samningi og er hún bundin við starfstöð í Domus Medica.
Læknir sem ráðinn er í stöðuna þarf að vera í samstarfi við þann hóp heimilislækna er þar starfar, meðal annar vegna afleysinga.
Hæfniskröfur:
Heimilislæknir skal hafa sérfræðiviðurkenningu í heimilislækningum.
Nánari upplýsingar veitir Jón Gauti Jónsson framkvæmdastjóri DM eða Björgvin Bjarnason heimilislæknir (jongauti@domusmedica.is -
563 1025 og heimilislaeknar@gmail.com - 822-5634)
Greiðslur eru samkvæmt ofangreindum samningi við SÍ og um hlutdeild sjúkratryggðra fer skv. reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í
kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, nú rg. nr. 1175/2011.
Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2012.
Umsókninni skulu fylgja vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum, ásamt sér-
prentun eða Ijósriti af greinum sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað.
XX. þing Félags íslenskra lyflækna
16. -17. nóvember 2012
í Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhúsi
Meginþema þingsins verður staða og framtíð lyflækninga
í íslenskri heilbrigðisþjónustu undir
yfirskriftinni „lyflækningar á krossgötum".
Dagskráin verður fjölbreytt og ætti að höfða til breiðs hóps lyflækna og heimilislækna, sem og annarra lækna og
fagstétta á heilbrigðissviði.
í tengslum við þingið verða fyrirtæki með kynningu á vörum og þjónustu.
Skráning á þingið: www.athygliradstefnur.is
ATHYGLI
RÁDSTEFNUR
548 LÆKNAblaðið 2012/98