Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 13
0,9
Mæöi Brjóst- Bláæða- Brjóst- Yfirlið Ekkert
verkur segi þyngsli ofantalið
Mynd 1. Einkenni viðgreiningu. Hver súla sýnir hlutfall sjúklinga með tiltekið
einkenni.
Kannað var hvort munur væri á tíðni hjartarafritsbreytinga eftir
því hvort lungnaháþrýstingur væri til staðar eða ekki. Meðal sjúk-
linga með lungnaháþrýsting reyndust 32% vera með gáttatif en
10% í hópi sjúklinga sem ekki höfðu lungnaháþrýsting (p=0,026).
Annar tölfræðilega marktækur munur fannst ekki.
Afdrif
Innan sólarhrings frá greiningu létust 14 sjúklingar (4,5%), 20
(6,4%) innan viku, 31 (10%) innan 30 daga, 36 (12%) innan 60 daga
og 42 (14%) innan 90 daga. Þrjátíu daga dánarhlutfall var þannig
10% (95% öryggisbil: 6,6-13,3%). Aðeins einn sjúklingur undir 50
ára aldri lést innan 30 daga (2%). Meðal sjúklinga sem létust innan
30 daga kvörtuðu 68% um mæði, 29% höfðu brjóstverk, 26% höfðu
grun um eða staðfestan bláæðasega, 1% yfirlið og 7% brjóstþyngsli
en 14% sjúklinga höfðu engin ofantalinna einkenna. Meðal þeirra
sem létust fengu 67% blóðþynningarmeðferð, 4% segaleysandi
meðferð en í 33% tilvika var um skyndidauða að ræða og tími
gafst ekki til meðferðar. Sjö sjúklingar greindust við krufningu. í
öllum þeim tilvikum var greiningin óvænt og aðrir alvarlegir sjúk-
dómar einnig til staðar. I 6 tilvikum var lungnasegarek þó talið
Merki Viðsnúnir Sínus Hægri Gátta- Hægri S1Q3T3 Hægri Hægra Eðlilegt
um álag á T-takkar hrað- áreynslu- flökt öxull greinrofs- greinrof rit
hægri slegil taktur breytingar mynd
Mynd 3. Breytingar á hjartarafritum. Hver súla sýnir hlutfall sjúklinga meö tilteknar
breytingar á hjartarafritum sem tekin voru innan þriggja sólarhringa frá greiningu
lungnasegareks. Merki um álag á hægri slegil var talið vera til staðar ef ritið hafði að
minnsta kosti eina eftirfarandi breytu: Hægri öxul, S1Q3T3, hægra greinrofeða grein-
rofsntynd eða hægri areynslubreytingar (ST-lækkanir og viðsnúnir T-takkar í V1-V3).
■ TS angio - 89%
■ ísótópaskann - 4%
■ Krufning - 2%
■ Klínískt, viö andlát - 2%
« Klínískt - 2%
■ TS & skann-1%
Mynd 2. Creiningaraðferðir sýndar sem hlutfall af heildarsjúklingafjölda. Ómskoðun á
bláæðum var talin til klínískra greininga ef ekki voru notaðar aðrar myndgreiningarað-
ferðir.
vera dánarorsök. I einu tilviki var þess getið í krufningarskýrslu
að sjúklingurinn hefði verið á viðeigandi forvarnarmeðferð.
Eftirfarandi breytur voru skoðaðar með tilliti til þess hvort
þær sýndu fylgni við 30 daga dánarhlutfall: Kyn, einkenni við
greiningu, bláæðasegi, söðulrek, stækkuð hjartahólf og lungnahá-
þrýstingur á hjartaómun, afbrigðilegar hjartarafritsbreytingar og
hækkuð hjartaensím. Notast var við kíkvaðrat próf. Marktækur
munur var á kynjum þar sem 13,2% kvenna létust innan 30 daga
en 7% karla (p=0,049). Dánarhlutfall sjúklinga sem ekki höfðu
nein af þeim einkennum sem oftast eru tengd lungnasegareki,
það er brjóstverk, mæði, brjóstþyngsli, yfirlið, nær-yfirlið eða
bláæðasega, var marktækt hærra en dánarhlutfall sjúklinga með
þessi einkenni, 36% á móti 8% (P=0,012). Aðrar breytur höfðu ekki
marktæka fylgni við 30 daga dánarhlutfall.
Umræða
Á þriggja ára tímabili frá 2005-2007 greindust 5 af hverjum 1000
sjúklingum sem lögðust inn á Landspítalann með lungnasega-
rek. Dánarhlutfall fyrstu 30 dagana var um 10% sem er svipað
og í mörgum erlendum rannsóknum en hefur snarlækkað frá því
lungnasegarek var síðast rannsakað á Landspítala fyrir 40 árum.12
Frá því sú rannsókn var gerð hafa greiningaraðferðir gerbreyst og
0,6
Stækkaður Lungna- Flatt vinstra Bæði stækkaður Eölileg
hægri slegill háþrýstingur slegilseptum hægri slegill og hjartaómun
lungnaháþrýstingur
Mynd 4. Niðurstöður úr hjartaómskoðunum sem gerðar voru innan vikufrá grein-
ingu lungnasegareks. Hver súla sýnir hlutfall sjúklinga með tiltekna niðurstöðu úr
hjartaómskoðun.
LÆKNAblaðið 2013/99 13