Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 13
0,9 Mæöi Brjóst- Bláæða- Brjóst- Yfirlið Ekkert verkur segi þyngsli ofantalið Mynd 1. Einkenni viðgreiningu. Hver súla sýnir hlutfall sjúklinga með tiltekið einkenni. Kannað var hvort munur væri á tíðni hjartarafritsbreytinga eftir því hvort lungnaháþrýstingur væri til staðar eða ekki. Meðal sjúk- linga með lungnaháþrýsting reyndust 32% vera með gáttatif en 10% í hópi sjúklinga sem ekki höfðu lungnaháþrýsting (p=0,026). Annar tölfræðilega marktækur munur fannst ekki. Afdrif Innan sólarhrings frá greiningu létust 14 sjúklingar (4,5%), 20 (6,4%) innan viku, 31 (10%) innan 30 daga, 36 (12%) innan 60 daga og 42 (14%) innan 90 daga. Þrjátíu daga dánarhlutfall var þannig 10% (95% öryggisbil: 6,6-13,3%). Aðeins einn sjúklingur undir 50 ára aldri lést innan 30 daga (2%). Meðal sjúklinga sem létust innan 30 daga kvörtuðu 68% um mæði, 29% höfðu brjóstverk, 26% höfðu grun um eða staðfestan bláæðasega, 1% yfirlið og 7% brjóstþyngsli en 14% sjúklinga höfðu engin ofantalinna einkenna. Meðal þeirra sem létust fengu 67% blóðþynningarmeðferð, 4% segaleysandi meðferð en í 33% tilvika var um skyndidauða að ræða og tími gafst ekki til meðferðar. Sjö sjúklingar greindust við krufningu. í öllum þeim tilvikum var greiningin óvænt og aðrir alvarlegir sjúk- dómar einnig til staðar. I 6 tilvikum var lungnasegarek þó talið Merki Viðsnúnir Sínus Hægri Gátta- Hægri S1Q3T3 Hægri Hægra Eðlilegt um álag á T-takkar hrað- áreynslu- flökt öxull greinrofs- greinrof rit hægri slegil taktur breytingar mynd Mynd 3. Breytingar á hjartarafritum. Hver súla sýnir hlutfall sjúklinga meö tilteknar breytingar á hjartarafritum sem tekin voru innan þriggja sólarhringa frá greiningu lungnasegareks. Merki um álag á hægri slegil var talið vera til staðar ef ritið hafði að minnsta kosti eina eftirfarandi breytu: Hægri öxul, S1Q3T3, hægra greinrofeða grein- rofsntynd eða hægri areynslubreytingar (ST-lækkanir og viðsnúnir T-takkar í V1-V3). ■ TS angio - 89% ■ ísótópaskann - 4% ■ Krufning - 2% ■ Klínískt, viö andlát - 2% « Klínískt - 2% ■ TS & skann-1% Mynd 2. Creiningaraðferðir sýndar sem hlutfall af heildarsjúklingafjölda. Ómskoðun á bláæðum var talin til klínískra greininga ef ekki voru notaðar aðrar myndgreiningarað- ferðir. vera dánarorsök. I einu tilviki var þess getið í krufningarskýrslu að sjúklingurinn hefði verið á viðeigandi forvarnarmeðferð. Eftirfarandi breytur voru skoðaðar með tilliti til þess hvort þær sýndu fylgni við 30 daga dánarhlutfall: Kyn, einkenni við greiningu, bláæðasegi, söðulrek, stækkuð hjartahólf og lungnahá- þrýstingur á hjartaómun, afbrigðilegar hjartarafritsbreytingar og hækkuð hjartaensím. Notast var við kíkvaðrat próf. Marktækur munur var á kynjum þar sem 13,2% kvenna létust innan 30 daga en 7% karla (p=0,049). Dánarhlutfall sjúklinga sem ekki höfðu nein af þeim einkennum sem oftast eru tengd lungnasegareki, það er brjóstverk, mæði, brjóstþyngsli, yfirlið, nær-yfirlið eða bláæðasega, var marktækt hærra en dánarhlutfall sjúklinga með þessi einkenni, 36% á móti 8% (P=0,012). Aðrar breytur höfðu ekki marktæka fylgni við 30 daga dánarhlutfall. Umræða Á þriggja ára tímabili frá 2005-2007 greindust 5 af hverjum 1000 sjúklingum sem lögðust inn á Landspítalann með lungnasega- rek. Dánarhlutfall fyrstu 30 dagana var um 10% sem er svipað og í mörgum erlendum rannsóknum en hefur snarlækkað frá því lungnasegarek var síðast rannsakað á Landspítala fyrir 40 árum.12 Frá því sú rannsókn var gerð hafa greiningaraðferðir gerbreyst og 0,6 Stækkaður Lungna- Flatt vinstra Bæði stækkaður Eölileg hægri slegill háþrýstingur slegilseptum hægri slegill og hjartaómun lungnaháþrýstingur Mynd 4. Niðurstöður úr hjartaómskoðunum sem gerðar voru innan vikufrá grein- ingu lungnasegareks. Hver súla sýnir hlutfall sjúklinga með tiltekna niðurstöðu úr hjartaómskoðun. LÆKNAblaðið 2013/99 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.