Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Síða 27

Læknablaðið - 15.01.2013, Síða 27
Y F I R L I T Mynd 1. Eldri karlmaður faim á þremur dögumfyrir vaxandi höfuðverk og máttleysi í vinstri líkamshelmingi. Við komu á sjúkrahús á fjórða degi var hann nánast lamaður í vinstri hliðinni og með skerta meðvitund (12 stig á Glasgow-dástigunarkvarðanum). Var hann hilalaus. Gerð var bráðatölvusneiðmynd afheila með skuggaefni (la) sem sýndi 35x35x40 mm fyrirferð með hringlaga upptöku skuggaefnis í hægra fram- heilablaði með umliggjandi bjúg og vægri miðlínuhliðrun til vinstri. Strax vaknaði grunsemd um heilaígerð. CRP var 63 mg/L. Segulómskoðun afheila santa dag (Tl) eftir gjöf gadólíníums (lb) sýndifyrirferð með þunnri hringlaga upphleðslu. Á annarri samskonar mynd (lc) mítti sjá hvemig ígerðin þynntist í átt að hægra heilahólfi og var nálægt því að opnast inn í heilalwlfið. Til að vera viss um að breytingin væri heila- ígerð en ekki æxli var framkvæmd flæðisviktuð (diffusion weighted imaging, DWI) Klínisk einkenni Ekkert einkenni er sértækt við heilaígerð. Sem dæmi um þetta hafði aðeins einn sjúklingur í rannsókn með 49 einstaklingum öll þau þrjú einkenni sem hafa venjulega verið tengd við heilaígerð: höfuðverk, staðbundin taugaeinkenni og hita.22 Algengasta einkennið er vaxandi höfuðverkur (50-90% til- fella).14-22'31 Höfuðverkurinn getur verið útbreiddur jafnt sem stað- bundinn og er alveg ósértækur. Erfitt er því að greina þennan höfuðverk frá öðrum algengari og hættuminni orsökum. Því getur greining tafist. Við augnbotnaskoðun sést bjúgur í sjóntaugarósi hjá um fjórðungi sjúklinga, en það gefur til kynna hækkaðan innankúpuþrýsting. Hnakkastífleiki er til staðar í allt að fjórðungi tilfella, og getur það verið tákn um heilaígerð í aftari hnakka- gróf {fossa posterior) eða þá teikn um að sýkingin hafi dreift sér til heilahimna.30 Skyndileg versnun höfuðverks og hnakkastífni, auk hækkaðs líkamshita, getur bent til þess að ígerðin hafi rutt sér leið inn í heilahólfin eða innanskúmsbilið og eru þá horfur yfirleitt mjög slæmar.14'30 Staðbundin taugaeinkenni eru til staðar hjá um 25-50% tilfella og geta gefið staðsetningu ígerðarinnar til kynna.14-20 Hjá um helmingi sjást breytingar á geðsmunum eða persónu- leika. Einnig getur orðið breyting á meðvitund, allt frá vægum sljóleika yfir í djúpt meðvitundarleysi.30 Flogaköst koma fram hjá 25-50% í sjúkrahúslegunni.14-30 Aðeins um helmingur sjúklinga er segulómskoðun (ld) sem sýndi aukið segulskyn (hvítl) oggaffrekari grun um ígerð. Þetta staðfestist með ADC (apparent diffusion coefficient) segulómskoðun (le) sem sýndi minnkað segulskyn (svart) inni í breytingunni. Var hafin meðfcrð með bark- sterum (betamelasón 8mg x 2), cefótaxím 3g x3 og metrónídazól 1 g xl í æð. Gekkst sjúklingurinn undir opna höfuðkúpuaðgerð sama dag og í aðgerðinni kom út gröftur. Dagana á eftir batnaði ástand sjúklings. Komst hann til eðlilegrar meðvitundar og fékk aukinn styrk í vinstri líkamshelming. Ekkerl ræktaðist úr blóði en úr ígerðinni ræktaðist Streptococcus milleri sem var næmur fyrir cefótaxím. ítarlegar rannsóknir leiddu ekki fram uppliafsstað sýkingarinnar. Fékk sjúklingur fjögurra vikna meðferð í æð með cefótaxim. Sterarnir voru minnkaðir á þremur vikum. Eftir endurhæfingu var til staðar væg máttarminnkun í vinstri Ukamshliö. með hækkaðan líkamshita og því útilokar hitaleysi alls ekki heila- ígerð.14'30 Greiningarannsóknir Myndrannsóknir Tölvusneiðmynd (TS) með og án skuggaefnis er oftast fyrsta rannsóknin sem framkvæmd er þegar grunur leikur á heilaígerð. Snemma í sjúkdómsferlinu sést ígerðin sem lágþéttnisvæði sem hleður ekki upp skuggaefni (cerebritis). Síðar í ferlinu sést hin hefðbundna hringlaga upptaka skuggaefnis eftir að ígerðin hefur þroskast og hýði myndast (mynd 1). Upphleðslan getur verið þykkari í þeim hluta sem snýr að heilaberkinum en þynnri í þeim hluta sem snýr að heilahólfunum. Yfirleitt sést einnig umlykjandi bjúgur. Heilaígerðir hafa tilhneigingu til að stækka inn á við í átt að heilahólfunum, í burtu frá hinu betur blóðnærða gráa efni heila- barkarins (mynd lc). Við þetta þynnist miðlægi hluti hýðisins og veldur aukinni hættu á að ígerðin rofni inn í heilahólfin.33 Loft inni í fyrirferðinni gefur ígerð til kynna, svo lengi sem heilaaðgerð hefur ekki verið framkvæmd. Oft er hægt að sjá sam- tímis merki um sýkingar í skútum eða eyrum, þó að stundum þurfi sérstakar skúta- eða beinamyndir til að sjá slíkt. í flestum tilfellum dugar tölvusneiðmynd með skuggaefni til að setja vinnugrein- inguna heilaígerð en í vissum tilvikum er þörf á segulómskoðun LÆKNAblaðið 2013/99 27

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.