Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 29
Y F I R L I T Tafla III. Þættirsem tengdireru verrihorfum við heilaigerð.'422 Einkenni og teikn sem benda til yfirvofandi haulunar við greiningu Minnkuð meðvitund við greiningu Stór fyrirferð með þrýstingsáhrifum (vaxandi bjúg, miðlinuhliðrun) Stuttur tími einkenna fyrir greiningu Seinkun á framkvæmd skurðaðgerðar Gram-neikvæð sýking Aðrir undirliggjandi sjúkdómar eða bælt ónæmiskerfi Nocardia-sýking Rof ígerðar inn í heilahólf Leiðbeiningar um meðferðarlengd eru mismunandi. Oft er mælt með meðferð í æð í 6-8 vikur og þar á eftir töflumeðferð í 2-3 mánuði.14 Ýmsir hafa mælt með styttri meðferð í æð, allt niður í tvær vikur.22 Meðferðarlengdin ræðst þó af því hve vel sýkingin svarar meðferð. Er það metið út frá myndrannsóknum (TS/SÓ allt að vikulega, síðan mánaðarlega þangað til upphleðslan er horfin) og einkennum hvers sjúklings fyrir sig.42 Skurðaðgerð getur mögu- lega stytt lengd sýklalyfjameðferðar í æð. Skoða ætti vel samtímis sýkingar í eyra, nefi, skútum og tönnum. Þó að meirihluti sjúk- linga þurfi einnig á skurðmeðferð að halda er sýklalyfjameðferð í vissum tilfellum látin nægja (tafla II).22'21 Hér verður ekki fjallað nánar um meðferð óvanalegri heilaígerða, svo sem af völdum sveppa, berkla eða sníkjudýra. Skurðtneðferð Tilgangur skurðaðgerðar við heilaígerð er þríþættur. í fyrsta lagi til að fá greiningu; í öðru lagi til að minnka fyrirferðina/þrýsting; í þriðja lagi til að minnka graftarpollinn þannig að virkni sýkla- lyfja verði árangursríkari. I höfuðatriðum eru þrír skurðaðgerð- armöguleikar við heilaígerð: 1) Útsog (aspiration) og sýnataka í gegnum borholu, 2) þrívíddarmiðað (sterotactic) útsog og sýnataka, eða 3) opin höfuðkúpuaðgerð með brottnámi ígerðarinnar. Tegund skurðaðgerðar fer eftir staðsetningu og stærð ígerðar, fjölda ígerða og almennu ástandi sjúklings.4344 Segja má að fyrsti kosturinn (útsog í gegnum borholu) sé sá algengasti. Á síðustu árum hefur notkun þrívíddarmiðaðrar sýnatöku aukist. Fjöldi rannsókna hefur staðfest gagnsemi þrívíddarmiðaðs útsogs og sýnatöku við heilaígerð.4546 Það eru margir kostir við þá nálgun. Nálgast má ígerðir án þess að valda miklum skaða á aðliggjandi heilbrigðum taugavef.47 Um er að ræða minna inngrip en við opna höfuðkúpuaðgerð og hefur lægri dánartíðni og fötlun í för með sér.19 Á aðferðin ekki síst við ef ígerðin er lítil, liggur djúpt inni í heilanum (stúkunni, djúphnoðum eða heilastofni) eða ef hún er á viðkvæmum stað (til að mynda á málsvæði).48,49 Mælt er með opinni aðgerð með brottnámi þegar til staðar eru gasmyndandi ígerðir, margdeilda (multiloculated) ígerðir, sveppaígerðir, ef innankúpuþrýstingur er hár, ef ígerðin er í aftari hnakkagróf (posteriorfossa) eða eftir höfuðáverka þar sem samtímis þarf að fjarlægja beinflís sem borist hefur inn í heilavefinn.1214 Æskilegt er að framkvæma skurðaðgerð með sýnatöku eins fljótt og auðið er, þó ekki á heilabólgustiginu. Helst ætti að bíða með sýklalyfjameðferð þar til sýni úr ígerðinni hefur fengist. í vissum tilfellum, til að mynda ef sjúklingurinn er alvarlega veikur með blóðsýkingu, gengur það ekki. Mynd 2. Eldri kona leitaði til læknis vegna verksfrá hægra eyra sem úr rann gröft- ur. Voru einkennin metin sem ytri eyrnabólga og fékk liún eyrnadropa. Daginn eftir fékk hún krampa og varflutt á bráðamóttöku. Hún var með liáan liita (39,5°C) og óráð. CRP var 365 mg/L. Tölvusneiðmynd afhöfði sýndi merki um sýkingu ístikil- beini (mastoid) og vakti grun um Iteilabólgu í hægra gagnaugablaði (temporal lobe). Segulómskoðun (Tl) með gadólínum sýndi bólgu í hægra gagnaugablaði en etigin merki um skuggaefnisupphleðslu. Á T2 mynd sást bólgan betur (mynd 2). Krampaði Inin í tvígang aftur og var meðhöndluð fyrst meðfosfenytóín og síðan leveracítam (Keppra®). Meðferð var hafin með cefótaxím 3g x3 í æð. Frá blóði og nefkokssýiti ræktaðist Streptococcus pyogenes. í kjölfarið vargerð aðgerð á stikilbeini og ræktaðisl þar bæði S. pyogenes og Staphylococcus aurcus. Eftir 31 daga fékk sjúklingur útbrot og skipt var yfir í merópenem 2g x3 í tvær vikur. Eftir að hún útskrifaðist fékk hún ertapenem (2g) í æð einu sinni á dag í 9 daga. Náði konan sér fullkomlega. Flogaveiki- meðferð var hætt eftir eitt ár. Önnur meðferö Notkun barkstera við heilaígerð er umdeild. í fyrsta lagi minnka sterar bólgu og geta því dregið úr þrýstingsáhrifum og geta jafn- vel bjargað lífi ef um hækkaðan innankúpuþrýsting er að ræða.50 í öðru lagi geta þeir hugsanlega haft neikvæð áhrif á þróun sýkingarinnar með því að minnka hýðismyndun sem lokar af sýkinguna.51 Sumir hafa þó fullyrt að barksterarnir geri það ekki, heldur minnki þeir aðeins skuggaefnisupphleðsluna.52 Almennt er mælt með gjöf barkstera nokkra daga fyrir og eftir aðgerð til að minnka innankúpuþrýsting.39 Ein rannsókn sýndi þó fram á hærri dánartíðni meðal sjúklinga sem fengið höfðu bark- stera við heilaígerð.53 Að öllum líkindum var þó um valbjaga að ræða þar sem sjúklingarnir voru afar veikir fyrir. Aðrar rann- sóknir hafa ekki sýnt fram á neikvæð áhrif af notkun barkstera hjá sjúklingum með heilaígerð. Osmótísk þvagræsilyf á borð við mannitól eru stundum notuð við versnandi heilabjúg og hækkuðum innankúpuþrýstingi. Með- höndla ætti flog með staðföstum hætti þar sem þau geta hækkað innankúpuþrýstinginn enn frekar. Ef flog hafa komið fram í bráða- fasanum er mælt með allt að eins árs meðferð, auðvitað lengur ef flogaveiki þróast.43 Einnig hefur meðferð í súrefniskúti (hypcrbaric oxygen thernpy) verið reynd sem viðbótarmeðferð án þess þó að gagnsemi hennar hafi verið að fullu sannreynd.54 Tafla III. Þættir sem tengdir eru verri horfum við heilaigerð.W22 LÆKNAblaðið 2013/99 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.